Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 7 5. DESEMBER AKRANESKIRKJA UPPSELT 6. DESEMBER FÉLAGSHEIMILIÐ KLIF ÓLAFSVÍK 7. DESEMBER BORGARNESKIRKJA Skagastelpan Úlfheiður Embla Ás- geirsdóttir útskrifaðist sem húsa- smiður síðastliðið vor og stefnir á aðra útskrift í desember, þá sem tæknistúdent. Hefur hún þá lokið stúdentsprófi og iðnnámi á aðeins þremur og hálfu ári. Úlfheiður ólst upp á Akranesi en mamma hennar flutti í Borgarnes þegar Úlfheiður hóf nám við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi og flutti hún því inn á heimavist skólans. Upphaf- lega ætlaði hún að fara á náttúru- fræðibraut en tók skyndiákvörðun um að skrá sig í húsasmíði. ,,Vin- kona mín ætlaði að læra húsasmíði og plataði mig eiginlega með sér. Hún hætti svo en ég hélt áfram og kláraði,” segir Úlfheiður í samtali við Skessuhorn. Vinnur hjá Eiríki Ingólfssyni Aðspurð hvort fleiri stelpur hafi verið með henni í náminu eftir að vinkona hennar hætti svarar hún því neitandi. Hún var eina stelp- an að læra húsasmíði í dagskóla en þó var ein stelpa með henni að læra húsgagnasmíði. ,,Ég veit líka að það voru alveg nokkrar eldri konur að læra húsasmíði í helgar- námi,” segir hún. Úlfheiður hefur alla tíð verði mikið í sveit og seg- ist þar hafa kynnst að vinna með höndunum. ,,Það er líka mikið um iðnaðarmenn í kringum mig, frænka mín er rafvirki, systir mín vélvirki og pabbi múrari, svo ég veit alveg eitthvað um þessi störf.” Úlfheiður fór á samning hjá Eiríki J Ingólfssyni í Borgarnesi og hef- ur verið að vinna hjá honum sam- hliða skóla síðustu tvö ár og seg- ist líka það vel. ,,Ég ætla að halda áfram hjá honum eftir áramót þeg- ar ég hef alveg lokið við námið,” segir hún og brosir. Sér um nýliðaþjálfun fyrir Björgunarfélag Akraness Aðspurð hvort hún finni að komið sé öðruvísi fram við hana en karl- kyns samstarfsmenn segist hún ekki geta sagt það. ,,Ég hef ekki lent í neinni mismunun og hef líka aldrei fundið fyrir að geta ekki gert eitt- hvað í vinnunni, bara því ég er stelpa. Ég held að allar stelpur geti alveg verið nógu hraustar til að vinna svona störf ef þær vilja. Stelp- ur geta alveg verið iðnaðarmenn eins og strákar. Það ættu bara all- ir að velja það sem þeir hafa áhuga á og kynið ætti ekki að skipta neinu máli. Það eina sem mér hefur þótt skrýtið er hversu mikla athygli það virðist vekja að stelpa skuli hafa lært húsasmíði. Þetta ætti bara að vera eðlilegt,” segir Úlfheiður og bros- ir. ,,Margir halda kannski að bók- nám sé eina leiðin en það er mikil vöntun á iðnaðarmönnum. Ég hvet því bara alla sem hafa áhuga á iðn- greinum að prófa, óháð kyni,” bæt- ir hún við að endingu. arg Iðngreinar eru fyrir alla Útskrifast sem tæknistúdent og húsasmiður Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.