Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 20188 Draga á verulega úr plastpokanotkun LANDIÐ: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum fyrir 28. nóvemer nk. um frumvarp vegna breyt- inga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með frum- varpinu er innleidd Evróputil- skipun er lýtur að því að draga úr notkun á þunnum burðar- pokum úr plasti. Í frumvarpinu er sett fram tillaga að töluleg- um markmiðum sem skuli náð varðandi árlega notkun burð- arpoka úr plasti. Eigi síðar en í árslok 2019 skal árlegt notk- unarmagn burðarpoka úr plasti vera 90 eða færri á hvern ein- stakling og eigi síðar en í árslok 2025 skal árlegt notkunarmagn vera 40 burðarpokar eða færri. Þá er lagt til í frumvarpinu að óheimilt verði að afhenda burðarpoka, þ.m.t. burðar- poka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjald- ið verði sýnilegt á kassakvittun. Loks verður samkvæmt frum- varpsdrögunum óheimilt að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án end- urgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. júlí 2021. -mm Rýmingaræfing á Hraunborg BIFRÖST: Síðatliðinn fimmtudag var haldin viðamik- il rýmingaræfing Slökkviliðs Borgarbyggðar á leikskólanum Hraunborg. Slökkviliðsmenn á Bifröst fengu óundirbúin boð um að reykur væri í eldhúsi og eldhúsálmu skólans og rýming barna úr húsnæðinu stæði yfir. Börnin voru svo flutt eftir að þau höfðu yfirgefið skólahús- næðið út um neyðarútganga og björgunarop, niður í Hriflu, samkomusal Háskólans á Bif- röst, þar sem tekið var á móti þeim og haft ofan af fyrir þeim þangað til að foreldrar þeirra sóttu þau. Á vef Borgarbyggð- ar er greint frá því að búið var að fela eina dúkku í hús- næði skólans og var það hlut- verk slökkviliðsmanna að finna „barnið“ en reykkafarar voru sagðir hafa verið undrafljótir að því og allt gekk upp eins og vonast hafði verið til. Að þess- ari æfingu komu margir. Með- al annars starfsmenn leikskól- ans Hraunborgar og háskól- ans, slökkviliðsmenn á Bifröst og ekki síst foreldrar barnanna. Að lokum var haldinn rýnif- undur með þeim sem þátt tóku í æfingunni og farið yfir það sem betur mætti fara og eins yfir það sem vel var gert. „Er slökkviliðsstjóri afar þakklát- ur öllum þeim sem tóku þátt í æfingunni og öllum undir- búningi hennar sem tókst í alla staði vel,“ segir í frétt Borgar- byggðar. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 10.-16. nóvember. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 17.064 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 11.879 kg í fjórum róðrum. Arnarstapi: 4 bátar. Heildarlöndun: 82.545 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 36.657 kg í fjórum lönd- unum. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 216.515 kg. Mestur afli: Hjalteyrin EA: 48.941 kg í einni löndun. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 201.421 kg. Mestur afli: Guðbjörg GK: 46.011 kg í fjórum róðrum. Rif: 6 bátar. Heildarlöndun: 77.493 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 25.667 kg í þremur róðrum. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 78.919 kg. Mestur afli: Leynir SH: 25.258 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hjalteyrin EA - GRU: 48.941 kg. 16. nóvember. 2. Sigurborg SH - GRU: 48.508 kg. 14. nóvember. 3. Helgi SH - GRU: 39.768 kg. 13. nóvember. 4. Farsæll SH - GRU: 39.010 kg. 13. nóvember. 5. Hringur SH - GRU: 36.584 kg. 14. nóvember. -kgk Síðastliðinn laugardag gerði úr- hellisrigningu í Borgarfirði. Við það jókst vatn verulega í ám og þar á meðal höfuðá héraðsins; Hvítá. Þórhildur María Kristins- dóttir, landsvörður hjá Umhverf- isstofnun, tók meðfylgjandi ljós- myndir með nákvæmlega sólar- hrings millibili við Barnafoss, rétt ofan við Hraunfossa. Sú fyrri var tekin klukkan 15 sunnudaginn en þá hafði hækkað verulega í ánni sem beljaði fram í þrengslunum í hrauninu. Síðari myndin er tek- in á mánudeginum á sama tíma en þá hafði sjatnað verulega í ánni að nýju. mm Hvítá stækkaði ört í úrhellisrigningu Um síðustu helgi buðu ábúendur á Erpsstöðum í Dölum sauð- og geit- fjárbændum að koma í Rjómabú- ið með eigin mjólk og gera úr henni ost. Ellefu manns þekktust boðið og komu með um 60 lítra af geitamjólk og 40 lítra af sauðamjólk. Á laugar- dag var mjólkin gerilsneydd og síð- an ostuð, bæði í feta og bire/camem- bert, auk þess sem gerð var sauða- mjólkurjógúrt. Gekk í flestum tilfell- um vel að osta. Þó komu upp tvö til- vik þar sem þátttakendur áttu í vanda með mjólkina, að sögn Þorgríms Guðbjartssonar á Erpsstöðum. „Þá þarf að bregðast skjótt við og leita lausna til að koma í veg fyr- ir að ostunin mistakist með öllu og mjólkin endi sem svínamatur,“ seg- ir hann. „Þátttakendum fannst ein- mitt áhugavert að upplifa mistök og reyna að finna leiðir til að enda með nothæfa vöru. Í báðum tilfellum tókst okkur að útbúa ferskan myglu- ost, sem er fljótþroskaður og ætti að vera tilbúinn til neyslu eftir tvær til þrjár vikur. Þá var þeim einnig kennt að ef ekki er hægt að bjarga ostinum, þá má alltaf frysta maukið og nota í lasagna eða heita brauðrétti,“ bætir hann við. Þetta er í annað sinn sem Rjómabú- ið Erpsstaðir gengst fyrir samveru- stund sem þessari við ostagerð. „Er ostagerðin þátttakendum að kostn- aðarlausu, enda er hér um skemmtun að ræða, þar sem við komum saman, bröllum með mjólkina og reynum að freista þess að ná einhverri færni í vinnslu á vörum úr mjólk geita og áa,“ segir Þorgrímur að endingu. kgk/ Ljósm. Bjarnheiður Jóhannsdóttir. Ostagaman á Erpsstöðum Johanna Karin Knutsson á Hofsstöðum í Hálsasveit, Helga Guðmundsdóttir Stykkishólmi, Anja Mager á Dýrastöðum og Ann Marie frá Egilsstöðum og Þorgrímur Einar Guðbjartsson framkvæmda- og vinnslustjóri Rjómabúsins Erpsstöðum, smakka á sauðamjólkurjógúrt sem Ann Marie gerði. Hrært í sauðaostinum. Betri nýting er á sauðamjólk við ostagerð en til dæmis kúamjólk, sem þýðir að úr henni verður meiri ostur. Mysunni hellt af. Ostalagerinn stappfullur af ostum. Saltpækli hellt yfir fetann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.