Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 201810 Síðastliðin níu ár hefur fyrirtækið Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja og birt lista yfir þau sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. „Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálf- bær verðmæti fyrir hluthafa og fjár- festa. Að þessu sinni hljóta 857 fyr- irtæki á landsvísu viðurkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækj- um á Íslandi. Af þeim er 41 fyrirtæki á Vesturlandi. Þau skilyrði sem Creditinfo setur er að fyrirtækið sé í lánshæfisflokki 1-3, ársreikningi skilað lögum sam- kvæmt fyrir 1. september, fyrirtæk- ið er virkt skv. skilgreiningu Credit- info, framkvæmdastjóri sé skráður í fyrirtækjaskrá RSK, rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði), rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár, jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár, eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár og að eignir eru yfir 100 milljónir króna árið 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 (breytt skilyrði). Vestlensku fyrirtækin á listanum. (Númer er röðun þeirra á lands- vísu): 59. Spölur ehf. Akranesi. Samgöngufyrirtæki. 91. Sementsverksmiðjan ehf. Akranesi. Geymsla og dreifing á sementi. 99. Skaginn 3X hf. Akranesi. Fram- leiðslufyrirtæki. 127. Borgarverk ehf. Borgarnesi. Byggingastarfsemi og mannvirkja- gerð. 154. Hraðfrystihús Hellissands hf í Rifi. Fiskveiðar og vinnsla. 282. KG Fiskverkun ehf í Rifi. Fisk- veiðar og vinnsla. 289. Sæfell hf. Stykkishólmi. Fisk- veiðar, byggingastarfsemi og fl. 300. Þorgeir & Ellert hf. Akranesi. Framleiðslufyrirtæki. 335. Runólfur Hallfreðsson ehf. Akranesi. Fiskveiðar. 349. Bjarmar ehf. Akranesi. Vélaút- gerð og fleira. 422. BB & synir ehf. Stykkishólmi. Flutningar og geymsla. 481. Bjartsýnn ehf. Ólafsvík. Fisk- veiðar. 486. Sorpurðun Vesturlands hf. Borgarnesi. Sorpmóttaka og urðun. 513. Akraberg ehf. Akranesi. Fisk- veiðar. 516. Trésmiðjan Akur ehf. Akra- nesi. Byggingastarfsemi. 524. Jens Valgeir ehf. Hellissandi. Fiskveiðar. 528. Vignir G. Jónsson ehf. Akra- nes. Vinnsla sjávarafurða. 532. Steinunn hf. Ólafsvík. Fisk- veiðar. 543. Kaupfélag Borgfirðinga (svf) Borgarnesi. Heild- og smásala. 553. Breiðavík ehf. Hellissandi. Fiskveiðar. 566. Skagaverk ehf. Akranesi. Flutn- ingar og geymsla. 570. Esjar ehf. Hellissandi. Fisk- veiðar. 574. Meitill - GT Tækni ehf. Grundartanga. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. 603. Verslunin Kassinn ehf. Ólafs- vík. Heild- og smásala. Viðgerðir. 619. Nesver ehf. Hellissandi. Fisk- veiðar. 623. Gísli Stefán Jónsson ehf. Akra- nesi. Vélaútgerð og -leiga. 674. Útgerðarfélagið Guðmundur ehf. Ólafsvík. Fiskveiðar. 689. Vélaverkstæði Kristjáns ehf. Borgarnesi. Verkstæðisrekstur. 700. Klafi ehf. Grundartanga. Flutningar og geymsla. 714. Eiður Ólafsson ehf. Akranesi. Fiskveiðar. 715. Litlalón ehf. Ólafsvík. Fisk- veiðar. 747. Blikksmiðja Guðmundar ehf Akranesi. Rekstur blikksmiðju. 759. Hótel Borgarnes hf. Borgar- nesi. Rekstur gististaðar og veit- ingasala. 762. Útnes ehf. Hellisandi. Fisk- veiðar. 780. Traust þekking ehf. (Traust Know-How Ltd.) Borgarbyggð. Hönnun og framleiðsla. 781. Ingibjörg ehf. Ólafsvík. Fisk- veiðar. 791. Þórishólmi ehf. Stykkishólmi. Fiskveiðar. 799. Eðalfiskur ehf. Borgarnesi. Matvælavinnsla. 822. Skarðsvík ehf. Hellissandi. Fiskveiðar. 825. Búvangur ehf. Brúarlandi, Borgarbyggð. Landbúnaður. 832. Sandbrún ehf Hellissandi. Fiskveiðar. mm Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo á Vesturlandi Horft yfir salinn þegar úrslitin voru kynnt. Brynjar Baldursdóttir framkvæmdastjóri Creditinfo ávarpar samkomuna í Hörpu, þar sem verðlaunin voru afhent. Ljósm. Creditinfo. Í samgönguráðuneytinu hefur verið undirritaður samningur við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggða- áætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlana- svæða er að tengja sóknaráætlan- ir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnu- leysi og einhæft atvinnulíf. Verk- efni sem hljóta styrk skulu nýt- ast einstökum svæðum eða byggð- arlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnu- stig og meðaltekjur var meðal þess sem lagt til grundvallar við mat á umsóknum. Að þessu sinni var 120 millj- ónum króna úthlutað fyrir yfir- standandi ár til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum. Alls bár- ust 26 umsóknir um styrki að fjár- hæð tæpar 441 m.kr. Á Vesturland runnu tveir styrkir, hvor um sig að fjárhæð 15 milljónir króna. Annars- vegar til uppbyggingar Vínlands- seturs í Búðardal og hins vegar til Gestastofu á Snæfellsnesi. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sem hljóta báða styrkina. Í Vínlandssetri í Búðardal á að skapast valkostur í ferðaþjónustu sem gæti orðið drifkraftur í frekari uppbyggingu á svæðinu. Styrkur- inn verður nýttur til að ljúka lag- færingum á húsnæði, viðbyggingu á veitingaaðstöðu og til að hanna sýningar. Þá fær SSV styrk til að efla Gestastofu Snæfellsness. Gesta- stofan þykir gegna lykilhlutverki við eflingu ferðaþjónustu á sunn- anverðu nesinu. Þar verður miðl- að upplýsingum og þekkingu um Snæfellsnes til ferðamanna. Styrk- urinn verður nýttur til endurbóta á húsnæði og lagfæringa á umhverfi þess. mm Vínlandssetur og Gestastofa Snæfellsness fá verkefnastyrki Fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfélaga við afhendingu styrkja ásamt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúum í valnefnd. Vínlandssetur í Búðardal verður í Leifsbúð. Gestastofa Snæfellsness á Breiðabliki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.