Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 15 Kaffi Kyrrð við Skúlagötu 13 í Borgarnesi ætlar á aldarafmæli fullveldis Íslendinga, laugardaginn 1. desember, að bjóða upp á notalega stund og kaffihlaðborð að hætti ömmu. Í boði verða brauðtertur, rjómatertur, kleinur og kærleikshnoðrar. Opið verður frá klukkan 14-18 og alltaf á heila tímanum frá klukkan 15-17 mun listafólk úr héraði vera með stutt atriði. Hlaðborðið kostar 2.800 krónur og mun hluti af innkomu og sölu jólarósar renna til Píeta samtakanna, forvarnarsamtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Verið innilega velkomin. Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is „Eigi skal höggva: Jeg er ligeglad“ Lausbeislaðar hugleiðingar um fullveldið og karlveldið Dr. Jón Karl Helgason flytur Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði í tilefni fullveldisafmælis Íslendinga Laugardagurinn 24. nóv. 2018 kl. 13 í hátíðarsal Snorrastofu, héraðsskólahúsinu Gerð verður tilraun til að tengja saman dauða skáldanna Snorra Sturlusonar og Guðmundar Kamban. Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 FULLVELDI ÍSLANDS 100 ÁRA LEIÐBEININGAR UM NOTKUN OG MEÐFERÐ MERKIS Þrátt fyrir suðaustan belging og rigningu komu saumakonurnar í bútasaumsklúbbnum Jökulspori saman um liðna helgi. Stóðu þær fyrir námskeiði í bútasaumi og fengu í heimsókn þær Nancy Ge- orgsdóttir frá Quiltbúðinni á Ak- ureyri og Sunnevu Gissurardóttir frá Grundarfirði til að kenna sér. Fjórtán konur voru á námskeiðinu og var helsta verkefni helgarinn- ar að sauma buddu með mörgum hólfum. Aðstoðuðu þær Nancy og Sunneva við það. Vannst verkið vel og þegar því var lokið tóku margar til við að sauma dúka. Nancy kom einnig með að norðan mikið úrval af bútasaumsefni og öðrum auka- hlutum. Bútasaumsklúbburinn var stofn- aður 24. janúar 2005 og hittast konurnar í Átthagastofunni síð- degis þriðja hvern þriðjudag og á laugardögum. Hafa þessar dug- legu saumakonur til dæmis fært Dvalarheimilinu Jaðri bútasaums- teppi og veggteppi sem þær hafa sjálfar gert. Námskeið eins og þetta hafa þær haldið nokkrum sinnum áður. Í fyrra hittust þær og þá komu þær Nancy og Rakel Bragadóttir og er búið að ákveða að þær komi aftur að ári enda allt- af hægt að læra eitthvað nýtt og gaman að hittast og sauma sam- an. Allar konur í klúbbnum stóðu saman að undirbúningi helgarinn- ar og var konum raðað í hópa sem hver um sig hafði ákveðið verkefni tengt mat og kaffi. Hjálpuðust þær svo allar að svo þær gætu borðað saman og þyrftu ekki að fara frá til þess. Vilja stelpurnar í Jökulspori koma því á framfæri að áhugasöm- um er velkomið að koma og kynna sér starfsemina. þa Í bútasaumi með Jökulspori www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.