Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 19 Hestamannafélagið Glaður í Döl- um fagnar 90 ára afmæli sínu í ár og af því tilefni var efnt til af- mælisveislu og árshátíðar hesta- manna á Vesturlandi um liðna helgi. Að sögn Þórðar Ingólfs- sonar var veislan góð, þétt setið í salnum og vel heppnuð samkoma í alla staði. „Hrossaræktarsam- band Vesturlands hélt haustfund fyrr um daginn og kom það mjög vel út að skeyta þessu svona saman. Um kvöldið borðuðum við saman góðan mat og skemmtum okkur fram undir morgun,“ segir Þórður í samtali við Skessuhorn. Meðan á veisluhöldum stóð var tilkynnt um átta heiðursfélaga Glaðs. Það voru Margrét Guð- bjartsdóttir, Kristján Gíslason, Marteinn Valdimarsson, Svavar Jensson, Gunnar Örn Svavarsson, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Gísli Þórð- arson og Grettir B Guðmundsson en þau hafa öll unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. „Það skiptir allt máli í þessu sam- hengi, að vera virkur í hrossarækt, keppni, félagsstarfi eða mótahaldi. En það er mikil sjálfboðavinna sem fer fram í félagi sem þessu,“ segir Svala Svavarsdóttir, fulltrúi í stjórn Hestamannafélagsins Glaðs. Félaginu voru færðar vegleg- ar gjafir í tilefni afmælisins. Lár- us Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna, færði Glaði klukku fyrir hönd LH til að hengja upp í reiðhöllinni. Mar- teinn Valdimarsson færði Glaði einnig klukku í reiðhöllina fyrir hönd Hestamannafélagsins Borg- firðings. „Báðir aðilar hafa gert sér grein fyrir því að hestamenn eru algjörlega tímalausir en kannski þarf bara klukku í báða enda, svo þeir mæti heim á réttum tíma í mat,“ segir Svala. Ása Hólmars- dóttir færði Glaði hljóðbúnað í reiðhöllina frá Hestamannafélag- inu Dreyra og Herborg Sigurðar- dóttir færði félaginu fallegan far- andskjöld fyrir hönd Snæfellings. Síðast en ekki síst gaf Kvenfélagið Fjólan félaginu 200.000 krónur til að styrkja öflugt barna- og fræðslu- starf. „Við Glaðsmenn erum afar þakklát fyrir góðar gjafir og ekki síst góða mætingu í afmælið og á árshátíðina,“ segir Svala. arg/ Ljósm. Svala Svavarsdóttir Gleðskapur hestamanna á Vesturlandi Þau Kristján Gíslason, Gunnar Örn Svavarsson, Grettir B Guðmundsson, Svavar Jensson, Marteinn Valdimarsson, Margrét Guðbjartsdóttir, Gísli Þórðarson og Ingibjörg Eyþórsdóttir voru gerð að heiðursfélögum Hestamannafélagsins Glaðs. Afmælisveisla Glaðs og árshátíð hestamanna á Vesturlandi var þétt skipuð. Afmælisnefnd var skipuð þeim Eyþóri Gíslasyni, Þórði Ingólfssyni og Skildi Orra Skjaldarsyni. Á fundi Hrossaræktarsambands Vesturlands sem var haldin síðastlið- inn laugardag, var ræktunarbú Vest- urlands heiðrað og heiðursmerki HrossVest veitt. Að þessu sinni voru þrettán hrossaræktarbú tilnefnd og var Hrossaræktarbúið Berg við Grundarfjörð, bú þeirra Önnu Dóru Markúsdóttur og Jóni Bjarna Þor- varðarsyni, hlutskarpast. Lukkudís frá Bergi varð efst í flokki sex vetra hryssa með aðaleinkunnina 8,55, Ögri frá Bergi varð í öðru sæti fjög- urra vetra stóðhesta með aðaleinkunn 8,13, Huginn frá Bergi varð efstur í flokki fimm vetra stóðhesta með 8,52 og Sægrímur frá Bergi var efstur í flokki sex vetra stóðhesta með 8,75. „Þegar Sægrímur er annars vegar er talað um flaggskip búsins, enda hest- urinn stórglæsilegur og þykir þjáll í reið. Þessir gripir tryggðu þeim gott gengi á árinu en hér er um gríðarlega öflugt hrossaræktarbú að ræða,“ seg- ir Hrefna Bryndís Jónsdóttir, stjórn- armeðlimur í HrossVest, í samtali við Skessuhorn. Það hrossaræktarbú sem hafnaði í öðru sæti var Steinsholt og í því þriðja varð Skipaskagi. Þá voru þau Kristján Gíslason frá Borgarnesi og Brynja Jóhannsdóttir í Stykkishólmi sæmd heiðursmerki HrossVest. Heiðursmerki er veitt þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til félags- og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi og eru þau Kristján og Brynja bæði vel að heiðrinum komin. Eftirfarandi er listi yfir þau rækt- unarbú sem tilnefnd voru að þessu sinni: Berg Benedikt Þór Kristjánsson, Akra- nesi Efri-Hreppur Einhamar 2 Hjarðarholt Hömluholt Mið-Fossar Skipaskagi Skáney Skrúður Steinsholt Stóri-Ás Svignaskarð Eftirfarandi er listi yfir þrjú efstu kynbótahross í hverjum flokki: Stóðhestar 7 vetra og eldri Forkur frá Breiðabólsstað. Aðalein- kunn 8,67 Bersir frá Hægindi. Aðaleinkunn 8,61 Bjarmi frá Bæ 2. Aðaleinkunn 8,46 Stóðhestar 6 vetra Sægrímur frá Bergi. Aðaleinkunn 8,75 Sesar frá Steinsholti. Aðaleinkunn 8,56 Stjarni frá Laugavöllum. Aðalein- kunn 8,52 Stóðhestar 5 vetra Huginn frá Bergi. Aðaleinkunn 8,52 Nökkvi frá Hrísakoti. Aðaleinkunn 8,30 Sókrates frá Skáney. Aðaleinkunn 8,25 Stóðhestar 4 vetra Eldjárn frá Skipaskaga. Aðalein- kunn 8,44 Örvar frá efri-Hrepp. Aðaleinkunn 8,27 Ögri frá Bergi. Aðaleinkunn 8,13 Goði frá Bjarnastöðum. Aðalein- kunn 8,13 Hryssur 7 vetra og eldri Kvika frá Grenjum. Aðaleinkunn 8,46 Hrifla frá Sauðafelli. Aðaleinkunn 8,33 Skriða frá Kolbeinsá 2. Aðaleinkunn 8,24 Hryssur 6 vetra Lukkudís frá Bergi. Aðaleinkunn 8,55 Sinfónía frá Stóra-Ási. Aðaleinkunn 8,49 Fjóla frá Eskiholti II. Aðaleinkunn 8,37 Hryssur 5 vetra Paradís frá Steinsholti. Aðaleinkunn 8,63 Ör frá Mið-Fossum. Aðaleinkunn 8,44 Völva frá Sturlureykjum 2. Aðalein- kunn 8,41 Hryssur 4 vetra Dröfn frá Stykkishólmi. Aðalein- kunn 8,13 Sonja frá Vatni. Aðaleinkunn 8,04 Kveikja frá Skipaskaga. Aðalein- kunn 8,03 arg/ Ljósm. aðsendar Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands Þau Kristján Gíslason og Brynja Jóhannsdóttir voru sæmd heiðursmerki HrossVest. Búið Berg á Snæfellsnesi var valið ræktunarbú Vesturlands. Hér eru hjónin Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir á Bergi. Sægrímur frá Bergi var efstur í flokki sex vetra stóðhesta, hér setinn af Jakobi Svavari Sigurðssyni. Ljósm. iss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.