Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 21 Barnalán Arnór og Auður eignuðust fimm börn. „Elísa Anna er elst en hún er bókasafnsvörður og maður hennar er Hermann Jóhannesson kennari en þau búa í Kópavogi og eiga þrjá syni. Næstur er Óskar en hann er yfirvélstjóri hjá HB Granda og er giftur Rannveigu Þórisdóttur. Þau eiga fjóra syni og búa á Akranesi. Þá er það Sveinn en hann er vöru- flutningabílstjóri og býr í Grund- arfirði. Næst er það Guðrún Lilja en hún er gift Bjarna Sigurbjörns- syni en þau voru landverðir í Viðey í tíu ár en vildu að því loknu skipta um starfsvettvang. Við fengum þau til að taka við búskapnum og jörð- inni á Eiði þar sem þau eru bænd- ur nú og eiga þau tvö börn. Yngst- ur er svo Kári en hans kona er Ólöf Ólafsdóttir. Hann er húsasmíða- meistari og eiga þau þrjá syni og búa í Grafarvogi.“ Þannig mælist Arnóri þegar hann fer yfir barna- fjöldann. Fjöldi trúnaðarstarfa Í gegnum tíðina hefur Arnór gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, en hann var m.a. landpóstur frá pósthús- inu í Grundarfirði í þrjátíu ár. „Já, ég gegndi því starfi allt þar til að pósthúsið var lagt niður,“ rifjar hann upp. „Einnig hlóðust á mig hin ýmsu félagsstörf á lífsleiðinni. Til dæmis var ég í stjórn Búnaðar- og ræktunarsambands Snæfellinga, Búnaðarfélagsins Búa, sauðfjárrækt- arfélagsins, Skógræktarfélags Eyrar- sveitar og Mjólkursamlagsins í Búð- ardal. Einnig var ég í sóknarnefnd í mörg ár og í fjörutíu ár var ég um- sjónarmaður kirkjugarðsins á Set- bergi þar sem ég sá um grafartök- ur og frágang leiða eftir athafnir,“ rifjar Arnór upp. En þetta voru ekki einu félagsstörfin þar sem Arnór lét að sér kveða. „Viðamesta félags- starfið sem ég sinnti var stofnun og uppbygging Dvalar- og hjúkrunar- heimilisins Fellaskjóls en ég gegndi formennsku í stjórn dvalaheimil- isins í rúm tuttugu ár,“ segir Arn- ór en hann var nánast sjálfkjörinn til að taka fyrstu skóflustunguna að stækkun dvalarheimilisins á síðasta ári. „Eftir að börnin fóru að heim- an vorum við bara tvö í heimili og þegar ég var á fullu í öllum þessum félagsstörfum hvíldu bústörfin mikið á herðum Auðar og sinnti hún þeim af stakri prýði. Markmið okkar var alltaf ræktun bústofnsins og jarðar- innar,” bætir hann við en óhætt er að segja að vel hafi til tekist þegar litið er yfir farinn veg. Eins og fyrr segir tóku Guðrún Lilja, dóttir þeirra hjóna og Bjarni Sigurbjörnsson við búinu á Eiði upp úr aldamótum. Hafa þau hald- ið áfram uppbyggingu jarðarinn- ar. „Við drógum okkur í hlé þegar Guðrún og Bjarni tóku við og héldu ævistarfi okkar áfram,“ segir Arn- ór að lokum en bjart er yfir þessum heiðurshjónum þegar þau rifja upp í stuttu máli langt og farsælt ævihlaup sitt. tfk Laugardaginn 24. nóvember næst- komandi klukkan 13 flytur dr. Jón Karl Helgason fyrirlestur í hátíðar- sal Snorrastofu í héraðsskólahúsinu í Reykholti. Kallast fyrirlesturinn: „Eigi skal höggva: Jeg er ligeglad“ og eru á ferðinni lausbeislaðar hug- leiðingar um fullveldið og karlveld- ið. Árið 1241 var Snorri Sturluson tekinn af lífi á heimili sínu, Reyk- holti í Borgarfirði og herma sagnir að andlátsorð hans hafi verið „Eigi skal höggva“. Um sjö hundruð árum síðar var Guðmundur Kamb- an tekinn af lífi í matsal hótelsins þar sem hann bjó í Kaupmanna- höfn og sagan segir að andlátsorð hans hafi verið: „Saa skyd. Jeg er ligeglad“. Í erindi sínu gerir Jón Karl Helgason tilraun til að tengja saman dauða skáldanna og virðir um leið fyrir sér hugsanleg tengsl þeirra við ártalið 1918 og skrif Sig- urðar Nordals. Fyrirlesturinn er öllum opinn en er um leið nokk- urs konar upptaktur að vinnustofu sérfræðinga víða að úr heiminum, sem fást við rannsóknir á verkum Snorra Sturlusonar og viðtökum þeirra í gegnum tíðina. Það var Af- mælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands, sem styrkti þetta framtak á sama hátt og sögusýninguna um árið 1918 í Borgarfirði, sem opnuð var 3. nóvember sl. og nú myndar skemmtilega umgjörð um fyrirlest- ur Jóns og vinnustofu sérfræðing- anna. Jón Karl er prófessor við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf í saman- burðarbókmenntum frá The Uni- versity of Massachusetts og hefur á liðnum árum unnið að rannsóknum á þjóðardýrlingum, menningarsögu 20. aldar og viðtökum íslenskra fornbókmennta. Meðal verka hans eru bækurnar Hetjan og höfundur- inn (1998), Ferðalok (2003), Mynd af Ragnari í Smára (2009) og Echo- es of Valhalla (2017). Eins og áður segir er fyrirlesturinn öllum opinn og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna og aðgangseyrir er kr. 500. -fréttatilkynning „Eigi skal höggva: Jeg er ligeglad“ Dr. Jón Karl Helgason. Húsfyllir var í Reykholtskirkju á föstudagskvöldið síðasta þegar blás- ið var til fjáröflunartónleika Minn- ingarsjóðs Heimis Klemenzson- ar frá Dýrastöðum. Sjóðurinn var nýverið stofnaður og vilja vinir og samverkamenn Heimis halda minn- ingu hans á lofti og minnast sér- staklega elju hans og fagmennsku á tónlistarsviðinu. Afköstin voru mik- il þó árin væru ekki mörg og eftir Heimi liggur ótrúlega mikið af tón- list, bæði útgefnu og óútgefnu efni. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu tón- listarviðburðir sem hann átti þátt í eða stóð fyrir. Hlutverk minningar- sjóðsins verður að standa við bakið á ungu og efnilegu tónlistarfólki í Borgarfirði og heiðra þannig minn- ingu Heimis. Dagskrá tónleikanna var mynd- arleg í meira lagi og allir tónlistar- menn sem fram komu gerðu það góðfúslega án endurgjalds. Auk þess var Reykholtskirkja lánuð undir viðburðinn án endurgjalds. Fram komu; Soffía Björg, Emma Eyþórsdóttir, Agnes Björgvins- dóttir, Heiðmar og Jakob, Borg- arfjarðardætur, Halli Reynis, Ey- rún og Tinna, Viðar og Barbara, Ásta Marý, Uppsveitin og Jónína Erna. Síðast en ekki síst sungu fé- lagar í Karlakórnum Söngbræðrum bæði í upphafi tónleikanna og í lok þeirra. kgk Húsfyllir í Reykholtskirkju Karlakórinn Söngbræður söng síðasta tóninn og að því búnu voru allir sem komu fram kallaðir upp. Tónlistarhópurinn Uppsveitin, skipaður tónlistarfólki úr uppsveitum Borgar- fjarðar. Soffía Björg lék tvö frumsamin lög. Heiðmar Eyjólfsson syngur og Jakob Grétar Sigurðsson leikur undir, en þetta var í fyrsta skipti sem Jakob leikur opinberlega á píanó. Þegar skóflustunga að stækkun Fellaskjóls var tekin var Arnór fenginn til að vinna verkið, enda var hann í rúma tvo áratugi formaður stjórnar heimilisins. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.