Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessu- horni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukk- an 15:00 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Lausnin var í þessari viku var: „Orðaleikur“. Vinningshafi er: Einar G.G. Pálsson, Klettavík 11, 310 Borgarnesi. Höku- skarð Á fæti Duft Uppnám Hól Lull Jór Veiði Hvelfd- ar Sögnin Gal- gopi Tölur Farvi Keyra Hvíldi Hryðja Óhóf Ylur 3 Spjald Borg- aði Skaði Draup Grugg Borða Art Frá Kvakar Elds- neyti Erting Afl Snagi Tunna Þófi Svar 7 Þýður Stór- herbergi 4 Sverta Vafi Líka Lap Kæpa Flakka Brellur Hvæs Alúð Ekkert Tilurð Röst Bor Gap Múli Féll Athuga Þ'ökk Örn Hjól Rölta Óttast 1 Ungviði Skjól Sæti Bögglar Röð 6 Kul Flan Sefa Tölur Háhýsi Á reikn Fræg Rödd Púka Blóm Krá Önug Ílát Vermir Rasar Ósk Kaup Fugl Kusk Varmi Vísa Ókunn Mislynd 8 5 Döfn- uðu Vá 2 Blað Röð Kvað Mögl Sáð- lönd Öldu- gjálfur Góð Brak Sonur Getur 1 2 3 4 5 6 7 8 L O F N A R L J Ó Ð Æ T L A O K I Ó F Ó M A K F R Ó M F I M I L L V X Á V A N I I Ð U R E F L Á S A F A R Ð R A K L E I T T N Ó R A R A N I A L L U R D Ö G G L Ö G G L U L L A U Ó L M A G G A L M E N N U R J Á Ð A L Ó G N Á S S Ó T A B A N S A T Á L M I R U M Ó A R H Ó Þ E I S J Ó N A R K E I Ú B L Ó M G F A U K P A R R Ö R E K L A R A K K U R O R T G Á U N S R U L L A S M Á I K T A A F A R Ú Ð I K N Ö R R T Ö R N A G I Æ Ð I N S A F T L J Ú F A R O R Ð A L E I K U RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Ekki man ég nú lengur hvaða þekkti Íslending- ur það var, líklega um eða fyrir 1800, sem var í rök- ræðum við danskan kunningja sinn og veltu fyr- ir sér hvaða tungumál væri talað í helvíti. Dan- inn taldi að þar myndi töluð íslenska og svar- ar þá Íslendingurinn: ,,Það verður ógaman fyrir Dani ef það bætist nú ofan á aðrar þeirra þján- ingar eftir dauðann að þeir skilja ekki sprokið.“ Allt í lagi að rifja þetta upp nú að nýliðnum degi íslenskrar tungu en varðandi eilífðarmálin þá orti Bjarni Sigtryggsson: Hvað verður að endingu um okkur eftir vorn hinsta dag? Við tekur Framsóknarflokkur og frelsarans Kaupfélag. Þó Íslendingar hafi af eðlilegum ástæðum ort mest á móðurmálinu hafa þeir þó brugðið fyrir sig öðrum tungumálum samanber hringhend- ur Hindisvíkurklerks. Haraldur frá Kambi var eitt sinn spurður hvort hann hefði aldrei ort neitt á dönsku: Ég orti lítið ljóð á dönsku, líka á þýsku. Mikið á ensku, meira á frönsku, en mest á grísku. Líklega hefur áfengi orðið Íslendingum hvað kærast yrkisefna þó þeir hafi svosem ort vel um margt annað. Á bannárunum var bæði ort um áfengi og bruggað áfengi af áður óþekkt- um áhuga. Sömuleiðis leituðu menn óspart á náðir greiðugra lækna og apótekara. Árni frá Múla sendi einhvern tímann Kristni Jónssyni í Reykjavíkur-Apóteki eftirfarandi lyfseðil: Þungan geng ég þrautastig þorstinn brennir kokið. Svo er ekki meir um mig, mér er öllum lokið. En þarflegt væri það ég finn þó að önd mín visni að hella í mig í hinsta sinn hundaskammt frá Kristni. Um svipað leyti sendi Þórarinn Sveinsson í Kílakoti í Kelduhverfi svohljóðandi bréf til héraðslæknisins á Kópaskeri: Mér vill ama meinlegt bann, munnur þráir stútinn. Vertu svoddan sjentilmann að senda mér á kútinn. Heimskan mér í huga býr, hálfvelgjan og sútin, en þetta hyski þaðan flýr, þegar ég fæ á kútinn. Lotinn geng ég út og inn með augu rauð og þrútin, en unaðslíf ég aftur finn, ef ég fæ á kútinn. Hamingjan sem hef ég treyst, hrapaði í grútinn, en hún verður endurreist, ef ég fæ á kútinn. Eyjólfur heitinn Jónasson á Sólheimum í Dölum var lengi leikseigur við lækna svæðis- ins að fá hjá þeim heilsubætandi inntökur við hinum ýmsustu kvillum sem þjáðu bæði hann sjálfan og stundum hund hans en að sjálfsögðu þurfti hann persónulega að gæta þess að fjár- hundurinn fengi réttar inntökur en enga óholl- ustu. Eftir að hafa komið sér vel við nýkominn lækni sem Þórhallur hét orti hann á heimleið- inni: Fjörs í bálið fór allur, fægði stál úr kjafti, þína skál ég Þórhallur þamba af sálarkrafti. Nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki al- veg öruggur á tildrögum að eftirfarandi vísum en þær munu ortar kringum 1940 og væntan- lega hefur höfundur orðið fullseinn í Ríkið og kviðið fyrir biðinni eftir opnun: Sigli ég um sorgarhaf, sálarþreki týni; skynsemin er skrælnuð af skorti á brennivíni. Framundan er niðdimm nótt, neyð og fár ég hreppi; verði ekki opnað fljótt, enda ég á Kleppi. Það var hinsvegar Þormóður Pálsson frá Njálsstöðum sem setti saman eftirfarandi: Vonin gyllir æskuár, ástin tryllir muna, vínið stillir villtar þrár, veitir fyllinguna. Það mér skímu bezta bar, böls úr glímu flúinn, öls í vímu aldrei var andinn grímubúinn. Svavar Gests var á sínum tíma einn af þekkt- ari skemmtiköftum landsins. Lengi með vin- sæla danshljómsveit og síðar þekktur útvarps- maður. Svavar bragðaði ekki áfengi sem ef til vill var ekki svo algengt með mann í hans starfi en einhvern tímann meðan hann lék fyrir dansi í Lídó sáluga fékk hann senda þessa vísu: Sorglegt er með Svavar Gests, sá er illa farinn. Hann er sökum heilsubrests hættur að stunda barinn. Eftir að Svavar var að mestu hættur með hljómsveit sína en orðinn vinsæll þáttastjórnandi í Ríkisútvarpinu orti Sveinbjörn Beinteinsson: Veina hundar, væla fress, vondir bolar öskra. Svo er líka Svavar Gests, sumum fer að blöskra. Það er orðið margt og margvíslegt sem Ís- lendingar hafa ort í gegnum árin og vonandi töluvert eftir enn. Vandamál hinsvegar að skilja á milli hvað er best og hætt við að sýn- ist sitt hverjum. Bjarni frá Gröf sagði um sinn kveðskap: Að einhver vísa yrði nógu góð, eftir því ég hefi lengi beðið, enda hef ég öll mín bestu ljóð aldrei nokkurntíma getað kveðið. Það var hinsvegar Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum sem sagði: Bestu skáldin buðu mér það besta er þau sungu en besta ljóðið aldrei er ort á nokkra tungu. Ætli við ljúkum svo ekki þættinum að sinni með vísu Haraldar frá Kambi þegar lífsmátinn var farinn að setja mörk sín á andlitið: Lífið á mig leggur bákn, það lýð gef ég til kynna. Andlitið er ytra tákn erfiðleika minna. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Veina hundar, væla fress - vondir bolar öskra

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.