Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 201828 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 TEK AÐ MÉR GARÐAÚÐUN ALLA DAGA VIKUNNAR GARÐAÚÐUN REYNIS SIG SÍMI: 899-0304 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Hljómsveitin Moses Hightower blæs til tónleika í Frystiklefanum í Rifi fimmtudaginn 29. nóvember næstkomandi. Daginn eftir verð- ur sveitin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Verður þetta í fyrsta sinn sem sveitin spilar á báðum þess- ara staða en meðlimir vonast til að geta komið sem oftast í fram- tíðinni, að því er fram kemur í til- kynningu frá umboðsmanni henn- ar. Moses Hightower þykir einstak- lega vel spilandi hljómsveit, enda er þar valinn maður í hverju rúmi. Meðlimir sveitarinnar eru Andri Ólafsson, bassaleikari og söngvari, Steingrímur Karl Teague, hljóm- borðsleikari og söngvari og Magn- ús Tryggvi Eliassen trymbill. Auk þeirra spila með þeim á tónleikun- um þeir Rögnvaldur Borgþórsson, gítarleikari og bakraddasöngvari og Magnús Jóhann Ragnarsson, sem leikur á hjóðgervla og ýmis ásláttarhljóðfæri. Moses Hightower hefur verið fastagestur á vinsældarlistum út- varpsstöðva frá útgáfu fyrstu plötu þeirra, Búum til börn, árið 2012. Því má búast við því að áhorfend- ur þekki mörg lög þeirra, eins og segir í tilkynningu frá umboðs- skrifstofu sveitarinnar. „Unun er að fylgjast með Magnúsi tromm- ara spila og svo er eitthvað svo ofboðslega sjarmerandi við að sjá þrjá söngvara syngja á sama tíma í framvarðasveitinni. Magnús Jó- hann bætir síðan kreminu á kök- una með áslætti og listilegum syn- tesizerlínum. Stórkostlegt band,“ segir í tilkynningunni. kgk Moses Hightower spilar í Frystiklefanum Pennagrein Pennagrein Síðan að EES samningurinn komst á árið 1992 hefur verið mikill ójöfnuð- ur í tollmeðferð á mörgum vöruteg- undum úr sjávarfangi. Mestur mun- urinn liggur í reyktum laxi. Kerfið, eins og það er uppsett núna, legg- ur 13% innflutningstolla á allan Atl- antshafslax sem reyktur er á Íslandi. Hinsvegar geta lönd innan ESB, t.d. Pólland, flutt reyktan lax til Íslands og þurfa ekkert að greiða í innflutn- ingsgjöld, þ.e.a.s. 0%. Þannig geta verslanir hér á Íslandi keypt skosk- an, norskan (sem reyktur er í Pól- landi) lax í samkeppni við innlenda framleiðslu. Nokkur fyrirtæki í reykingu á sjáv- arfangi á Íslandi, hafa tekið sig saman til að reyna að þrýsta á um að þessi tollamunur sé jafnaður, þannig að fyrirtæki í sömu grein á sama efna- hagssvæði njóti sama umhverfis frá hinu opinbera, þ.m.t. tollaaðgang. Allt frá árinu 2007 hefur ráðamönn- um verið ljós þessi mikli aðstöðu- munur íslenskra reykhúsa og undir- ritaður margítrekað bent á leiðir til að jafna þennan aðstöðumun. Eyru stjórnvalda virðast lokuð. Litið til þeirrar fyrirsjáanlegu aukningar, sem mun verða í eldi, og þá sérstaklega laxeldi á Íslandi á kom- andi misserum, er ljóst að neðan- greind reykhús munu reyna í auknum mæli að kaupa, vinna og markaðs- setja reyktan íslenskan lax. Sérstak- lega inná þau lönd sem eru meðlim- ir í ESB, þar sem að neysla á reyktu sjávarfangi er komin yfir 100 þúsund tonn á ársgrundvelli. Þetta er því langstærsti markaðurinn með meiri dýpt og breidd í neyslumynstri, sem gerir aðgang fyrir íslenska framleið- endur auðveldari en inná aðra mark- aði ef ekki væri fyrir þessar tolla- hindranir. Á fundi með Utanríkisráðherra, og í bréfaskriftum við ráðuneytið, þá höfum við framleiðendur á reyktum laxi, bent nokkrum sinnum á þenn- an ójöfnuð. Þá er ekkert langt í það að íslenskum fyrirtækjum í greininni verði úthýst af eigin heimamarkaði, með innflutningi frá, t.d. pólskum fyrirtækjum, sem nota að uppistöðu til norskan lax, án þess að íslensku fyrirtækin eigi nokkra möguleika á að keppa á þeirra mörkuðum. Kristján Rafn Sigurðsson Höf. er framkvæmdastjóri Eðalfisks. Eru stjórnvöld viljandi að skerða samkeppni íslenskra fyrirtækja? Eru kjörnir pólítíkusar upptekn- ir af gjörðum sínum, áætlunum og eigin metnaði í stað þess að huga að heild samfélagsins? Í grein sem birtist í Skessuhorni þann 14. nóvember sl. undir fyrirsögninni „Snjókorn í augum Framsóknar- manna,“ gerir Sigríður Júlía Bryn- leifsdóttir, formaður umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd- ar í Borgarbyggð, snjómokstur að umtalsefni. Hvernig pólitískir andstæðingar gagnrýni aðferða- fræði við snjómokstur í sveitarfé- laginu Borgarbyggð. Hvorki er ætlun undirritaðs að verja þá gagnrýni né framkvæmd stjórnunar við snjómokstur. Ef kjörnir fulltrúar eru veikir fyr- ir gagnrýni ættu þeir að finna sér annað að gera. Jákvæð og upp- byggileg gagnrýni getur verið eitt atriði í forsendum góðs skipulags hvort heldur við snjómokstur eða aðrar framkvæmdir sem lögboðn- ar eru. Heildin þarf alltaf að sitja í fyrirrúmi við skipulag þjónustu sem snjómokstur er. Að ná fram sem mestu fyrir sem flesta. Að leggja aðaláherslu á stofnbrautir við snjómokstur hlýtur að teljast grundvallarkrafa þeirra sem sveit- arfélagið byggja. Yfirlitsmynd er sýnir skipu- lag snjómoksturs í Borgarnesi er alveg ágæt en tekur ekki yfir allt Borgarnes. Ef búið er að endur- skipuleggja Borgarnes er óskað eftir gögnum um hvenær það var gert og hvers vegna? Mér vitan- lega nær póstnúmerið 310 yfir Borgarnes allt upp að Brautarholti að austan og ættu myndir að sýna heildarlandsvæðið. Samkvæmt svokölluðu snjó- mokstursplani í lið 2.2 FOR- GANGUR 2 Litur: Blár, sjá teikn- ingu Nr. U22.002 má sjá að gat- an Vallarás er þar inni. Hversu oft var mokað þar sl. vetur? Hversu oft var mokað þar að nauðsynja- lausu eftir að fyrirtæki voru búin að ryðja veginn vegna illfærðar, þar sem starfsfólk lenti í vandræð- um síðasta vetur? Hvaða aðgerðaráætlun var höfð í gangi vegna mikillar þíðu sem skapaðist í tvígang við Vallarás þannig að tjón hlaust af við hús- næði Eðalfangs ehf, Vallarási 7-9. U.þ.b. 6000 rúmmetrar vatns flæddu yfir Vallarás, yfir að fast- eigninni og hvorki niðurföll né dælur höfðu undan þegar mest gekk á. Athafnaleysi Borgarbyggðar að ryðja ekki drenskurði meðfram Vallarás varð þess valdandi að tjón hlaust af. Borgarbyggð sendi fyrir- tækinu síðan reikning vegna dælu- kostnaðar og hélt honum í inn- heimtu þar til í síðasta mánuði. Í niðurlagi þeirrar greinar sem varð kveikjan að þessum orðum segir að jafnræði skuli gæta og er undirritaður hjartanlega sammála en vekur athygli á að það eigi að gilda um alla sem virðist gleymast ansi oft. Kristján Rafn Sigurðsson Höfundur er framkvæmdar- stjóri Eðalfisks ehf að Vallarási 7-9 í Borgarnesi Snjómokstur í Borgarbyggð - mörg snjókorn gera snjóskafl í augum flestra Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.