Skessuhorn


Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 21.11.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2018 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Króatann Doma- goj Samac um að leika með liði Borgnesinga í Domino‘s deild karla út keppnistímabilið. Domagoj Samac er 25 ára gam- all, 206 cm á hæð og leikur stöðu framherja. Hann gengur til liðs við Skallagrím frá króatíska úrvals- deildarliðinu KK Hermes Anali- tica Zagreb, þar sem hann hefur leikið það sem af er vetri. Áður lék hann með Cibona Zagreb í Króa- tíu auk þess að hafa leikið með lið- um í Rússlandi, Lettlandi og Lithá- en. Samac lék áður með Univer- sity of Denver og Fort Hays State í bandaríska háskólaboltanum. Hann á að baki leiki fyrir U20 ára lands- lið Króaata. „Samac er væntanlegur til lands- ins um helgina og mun koma hans styrkja Skallagrím vel í baráttunni framundan,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu Skallagríms. Reikn- að er með að fyrir að fyrsti leikur Samac fyrir Skallagrím verði gegn Þór Þ. á útivelli í Þorlákshöfn á morgun, fimmtudaginn 22. nóvem- ber. kgk Domagoj Samac til Skallagríms Meistaramót BH í badminton var haldið í Hafnarfirði um síðustu helgi. Badmintonfélag Akraness sendi sjö keppendur á mótið sem allir stóðu sig með stakri prýði, eins og segir frá á Facebook-síðu félags- ins. Brynjar Már Ellertsson varð þre- faldur meistari í A flokki. Hann sigraði í einliðaleik, tvíliðaleik með Pontusi Rydström og í tvenndar- leik ásamt Brynju K. Pétursdóttur. María Rún Ellertsdóttir og Irena Rut Jónsdóttir höfnuðu í 2. sæti í tvíliðaleik í A flokki. Arnór Tumi Finnsson fagnaði sigri í tvíliðaleik í B flokki ásamt Sebastían Vignis- syni (BH). kgk Brynjar Már sigraði þrefalt Brynjar Már eftir sigur í einliðaleik. Þar mætti hann Skagamanninum Elvari Má Sturlaugssyni sem nú leikur fyrir BH. Ljósm. Badmintonfélag Akraness. Snæfell mátti sín lítils gegn topp- liði Þórs Ak. þegar liðin mættust í sjöttu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikið var í Stykk- ishólmi á föstudagskvöld. Leikur- inn var einstefna nánast frá upp- hafi og gestirnir sigruðu að lokum stórt, 61-96. Liðin fylgdust að þar til um miðjan upphafsfjórðunginn. Þá hallaði heldur betur undan fæti hjá Snæfellingum, sem skoruðu aðeins þrjú stig það sem eftir lifði leik- hlutans. Á meðan fóru gestirnir mikinn og leiddu með 15 stigum eftir fyrsta leikhluta, 13-28. Ak- ureyringar höfðu áfram góð tök á leiknum í öðrum fjórðungi og fóru með 20 stiga forskot inn í hléið, 28-48. Snæfellingar náðu aðeins að laga stöðuna í eftir hléið, minnkuðu muninn í 16 stig þegar stutt var eftir af þriðja leikhluta. En gest- irnir enduðu fjórðunginn á góðri rispu og höfðu 21 stigs forskot fyr- ir lokafjórðunginn, 49-70. Akur- eyringar bættu hægt og rólega við forskotið í fjórða leikhluta og unnu að lokum stórsigur, 61-96. Deandre Mason var atkvæða- mestur leikmanna Snæfells með 25 stig og tólf fráköst. Rúnar Þór Ragnarsson skoraði 16 stig og tók sex fráköst og Dominykas Zup- kauskas var með ellefu stig og sjö stoðsendingar. Kristján Pétur Andrésson var stigahæstur í liði gestanna með 25 stig og átta fráköst að auki. Damir Mijic skoraði 21 stig og tók sex frá- köst, Pálmi Geir Jónsson var með 18 stig og Larry Thomas skoraði tíu stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Snæfell er án sigurs á botni deildarinnar eftir sex leiki, en á leik til góða á Sindra sem einn- ig er án sigurs í sætinu fyrir ofan. Botnliðin tvö mætast í næstu um- ferð deildarinnar. Leikur Snæfells og Sindra fer fram á Höfn í Horn- arfirði föstudaginn 23. nóvember næstomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Snæfellingar fengu skell Skagamenn máttu sætta sig við stórt tap, 77-118, þegar þeir mættu KR B í 2. deild karla í körfuknatt- leik á sunnudag. Leikurinn fór fram á Akranesi. Jafnt var á með liðunum í fyrsta leikhluta og aðeins munaði fjórum stigum á liðunum að honum lokn- um. KR leiddi með 31 stigi gegn 27 stigum ÍA. Eftir það skildu hins vegar leiðir. KR-ingar byrjuðu að hitta úr þriggja stiga skotum sínum og settu hvert þeirra niður á fætur öðru. Þegar flautað var til hálfleiks höfðu gestirnir aukið forskotið í 16 stig, 42-58. Gestirnir voru áfram sterkari eftir hléið og Skagamönnum tókst ekki að halda í við þá. Eftir þriðja leikhluta leiddi KR með 85 stig- um gegn 54 og úrslit leiksins ráð- in. KR-ingar bættu enn við í loka- fjórðungnum og sigruðu að lokum með 41 stigi, 77-118. Skagamenn hafa fjögur stig í 8. sæti deildarinnar eftir sex leiki, jafn mörg og Leiknir R. í sætinu fyrir ofan en hafa leikið einum leik fleira. Fyrir neðan ÍA er Reynir S. með tvö stig eftir sex leiki einn- ig. ÍA leikur næst á föstudaginn, 23. nóvember, þegar liðið mætir Leikni R. á útivelli. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Skagamenn skotnir í kaf Skallagrímur tók á móti Keflavík í sjöundu umferð Domino‘s deildar karla í körfuknattleik á fimmtudags- kvöld. Borgnesingar byrjuðu leikinn af krafti og komust í 9-2. Keflvíking- ar svöruðu fyrir sig og komust inn í leikinn aftur. Eftir það var mikið jafnræði með liðunum, sem spiluðu bæði þétta vörn. Keflvíkingar leiddu með einu stigi eftir upphafsfjórð- unginn, 23-22. Skallagrímsmenn misstu einbeitinguna í öðrum fjórð- ungi, gerðu ódýr mistök og gestirn- ir komust í 24-36. Eftir að Borgnes- ingar náðu að stilla saman strengi sína komu þeir sterkir til baka og jöfnuðu metin áður en hálfleiksflaut- an gall, 42-42. Leikurinn var hnífjafn í síðari hálfleik og liðin skiptust á að leiða í þriðja leikhluta. Undir lok hans náðu Borgnesingar smá rispu og fimm stiga forskoti fyrir lokafjórðung- inn, 70-65. Þeir bættu við í upphafi fjórða leikhluta og leiddu framan af honum. Keflvíkingar fylgdu fast á hæla þeirra og spennan magnaðist með hverri mínútunni. Skallagrímur leiddi þegar þrjár mínútur lifðu leiks en þá náðu gestirnir smá rispu og sjö stiga forskoti. Skallagrímsmenn minnkuðu muninn í tvö stig á loka- sekúndum leiksins en nær komust þeir ekki. Keflavík hafði sigur, 95-97 í dramatískum leik í Borgarnesi. Björgvin Hafþór Ríkharðsson setti upp þrennu fyrir Skallagrím, hann skorað 15 stig, tók tiú fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Aundre Jack- son var hins vegar stigahæstur með 31 stig og tíu fráköst að auki. Matej Buovac skoraði 28 stig og Kristófer Gíslason ellefu. Michael Craiton var atkvæða- mestur í liði gestanna með 26 stig, níu fráköst, fimm stoðsendingar og fimm stolna bolta. Gunnar Ólafs- snon skoraði 20 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og ellefu stoðsendingar, Magnús Már Traustason tólf stig og Reggie Dup- ree tíu stig. Skallagrímur situr í áttunda sæti deildarinnar með fjögur stig eftir sjö leiki, jafn mörg og næstu lið fyr- ir neðan en tveimur stigum á eftir Haukum í sætinu fyrir ofan. Næsti leikur Skallagríms er útileikur gegn Þór frá Þorlákshöfn á morgun, fimmtudaginn 22. nóvember. kgk Dramatík í Borgarnesi Björgvin Hafþór Ríkharðsson setti upp þrennu í leiknum gegn Keflavík. Ljósm. Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.