Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Síða 1

Skessuhorn - 28.11.2018, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 48. tbl. 21. árg. 28. nóvember 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Það tekur aðeins örfáar mínútur að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka. Af því að okkar lausnir snúast um tíma og þægindi. Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20 ÁR Landnámssetur í desember sími 437-1600 Sunnudagur 2. desember kl. 15:00 Systurnar Ásrún & Sigríður lesa upp úr og árita nýútkomna bók sína Korkusögur á Sögulofti Tilboð á heitu súkkulaði og piparkökum í veitingahúsi Laugardagur 8. desember kl. 20:00 Kyrrlát jól með KK og Ellen á Sögulofti Miðasala á tix.is Þorláksmessuskata 23. desember Nauðsynlegt að panta borð í tíma Nánar um dagskrá á landnam.is/vidburdir Nýsköpunardagur Vesturlands var haldinn síðastliðinn fimmtudag og boðið til athafnar í Tónbergi á Akranesi. Nýsköpunarverðlaun ársins féllu í hlut Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði fyrir afar myndarlega uppbyggingu nýs bolfisksvinnsluhúss. Þá hlutu 18 fyrirtæki og einstaklingar styrki til nýsköpunarverkefna en þau dreifast um allan landshlutann. Ítarlega er fjallað um nýsköpunardaginn á bls. 18-19. Kvikmyndafyrirtækið Sagafilm hef- ur í hyggju að taka upp átta þátta sjónvarpsþáttaröð í Stykkishólmi, í samvinnu við sænskt framleiðslu- fyrirtæki. Samkvæmt heimildum Skessuhorns munu tökur hefjast í janúar og standa yfir um þriggja mánaða skeið, víðs vegar um bæinn. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar sam- þykkti á fundi sínum sl. fimmtudag beiðni Sagafilm um töku á seríunni í Stykkishólmi og breytingu á útliti opinberra mannvirkja í tengslum við verkefnið. Nokkur leynd hvílir yfir verk- efninu eins og oft þegar um tökur á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er að ræða. RÚV greindi frá því að höfundar sjónvarpsþáttaraðarinnar væru þeir Jónas Margeir Ingólfsson, Jóhann Ævar Grímsson og Birkir Blær Ingólfsson. Þar kemur einnig fram að þættirnir taki meðal annars á þeirri stöðu sem blasir við á norð- urheimskautinu og ætlunin væri að draga upp mynd af samfélagi sem standi á áhugaverðum stað á heims- sviðinu. Tökur munu fara fram bæði í Stykkishólmi og á Grænlandi. „Lýsir upp á skammdegið“ Að sögn Jakobs Björgvins Jakobsson- ar, bæjarstjóra í Stykkishólmi, felast breytingar á opinberum mannvirkj- um einfaldlega í því að hús verði mál- uð á meðan tökur standa yfir. Þeim verður síðan skilað eins og þau voru áður að tökum loknum. Aðspurður segir hann að verkefnið leggist vel í Hólmara. „Þetta er spennandi verk- efni sem lífgar upp á bæinn og lýs- ir upp skammdegið,“ segir Jakob í samtali við Skessuhorn. „Þá kem- ur þetta til með að verða góð inn- spýting í ferðaþjónustuna því marg- ir munu koma í bæinn yfir þennan tíma sem tökur standa yfir,“ bætir hann við. Jakob segir íbúa ekki óvana því að kvikmyndatökur standi yfir í bæn- um. Stórmyndin The Secret Life of Walter Mitty var að hluta til tekin upp í Stykkishólmi, einmitt í næsta nágrenni við bæjarskrifstofurnar. Sú mynd hefur borið hróður bæjarins víða. „Frá því ég tók við starfi bæjar- stjóra í sumar hef ég á hverjum degi séð fólk fyrir utan skrifstofuna hjá mér að leika eftir atriði úr myndinni og taka myndir af því,“ segir Jakob að endingu. kgk Ný sjónvarpsþáttaröð tekin upp í Stykkishólmi Frá Stykkishólmi við upptökur á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty, sem frumsýnd var árið 2013. Nú er sama umgjörð að hluta til notuð í sjónvarpsþáttum sem byrjað verður að taka upp eftir áramótin.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.