Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 20188 Ríkissjóður lækkar skuldir LANDIÐ: Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sl. föstudag kom fram að ríkis- sjóður keypti í liðinni viku eigin skuldabréf af Seðla- banka Íslands að fjárhæð 24 milljarða króna. Um er að ræða óverðtryggð ríkisbréf. Væntalega er því gert ráð fyr- ir í ráðuneytinu að verðbólga fari vaxandi og að hagsmun- um ríkissjóðs sé best borgið með að greiða niður óverð- tryggðar skuldir. Kaupin eru annars vegar fjármögn- uð með andvirði stöðug- leikaeigna eða 17,5 ma.kr. og hins vegar með lækkun á al- mennri sjóðsstöðu ríkissjóðs um 7,5 ma.kr. Ríkissjóð- ur mun í kjölfarið innleysa bréfin og lækka útistand- andi skuldir um samsvarandi fjárhæð. Eftir þessi viðskipti nema heildarskuldir ríkis- sjóðs 843 ma.kr., eða sem samsvarar rétt rúmlega 30% af landsframleiðslu. Hrein staða ríkissjóðs reiknuð á grundvelli laga um opinber fjármál, þ.e. þegar sjóðir og innstæður eru dregnar frá heildarskuldum, nemur eft- ir viðskiptin um 653 ma.kr., eða sem nemur um 23% af VLF. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 17. - 23. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 8.157 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 5.455 kg í einum róðri. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 22.021 kg Mestur afli: Kvika SH: 22.021 kg í fjórum löndun- um. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 171.247 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 63.606 kg í einni löndun. Ólafsvík: 16 bátar. Heildarlöndun: 258.960 kg. Mestur afli: Óli á Stað GK: 39.522 kg í sex róðrum. Rif: 11 bátar. Heildarlöndun: 188.296 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 39.057 kg í fimm lönd- unum. Stykkishólmur: 7 bátar. Heildarlöndun: 79.419 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 24.795 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Steinunn SF - GRU: 63.606 kg. 21. nóvember. 2. Hringur SH - GRU: 54.309 kg. 21. nóvember. 3. Helgi SH - GRU: 42.161 kg. 20. nóvember. 4. Rifsari SH - RIF: 18.661 kg. 21. nóvember. 5. Erling KE - ÓLA: 15.722 kg. 21. nóvember. -kgk Út er komin hjá Byggðastofnun skýrslan Atvinnutekjur 2008-2017 eftir atvinnugreinum og svæð- um. Í henni er leitast við að greina hvaða atvinnugreinar standa und- ir tekjum fólks eftir landssvæðum og hvaða breytingar hafa orðið á tímabilinu frá bankahruni. Með- al helstu niðurstaðna á landsvísu má nefna að atvinnutekjur hækk- uðu að raunvirði um 7,4% á milli áranna 2016 og 2017. Þá kemur fram að greinar tengdar ferðaþjón- ustu héldu áfram að vaxa á árinu 2017, mælt í atvinnutekjum og að mikil aukning varð í mannvirkja- gerð á milli ára. Mestur samdrátt- ur varð hins vegar í fiskveiðum og fiskvinnslu. Vesturlandi er skipt í þrennt í skýrslunni. Akraneskaup- staður og Hvalfjarðarsveit eru eitt svæði, sveitarfélögin Borgarbyggð, Skorradalshreppur og Dalabyggð eru annað og loks er Snæfellsnes það þriðja. Iðnaður og opinber þjónusta stærstu atvinnugreinarnar Heildaratvinnutekjur á Vesturlandi hækkuðu um 12,4% á tímabilinu 2008-2017. Á milli áranna 2016 og 2017 hækkuðu þær um ríflega 5%. Á árinu 2017 voru mestu atvinnu- tekjurnar á Vesturlandi greiddar í iðnaði en þar á eftir komu fræðslu- starfsemi, heilbrigðis- og félags- þjónusta, fiskveiðar og opinber stjórnsýsla. Mesta aukning at- vinnutekna á tímabilinu 2008-2017 var í gistingu og veitingum, fisk- vinnslu, fræðslustarfsemi og iðn- aði. Samdráttur varð hins vegar á tímabilinu í fiskveiðum, fjármála- og vátryggingastarfsemi og mann- virkjagerð. Á milli áranna 2016 og 2017 varð hins vegar mest aukn- ing í iðnaði og mannvirkjagerð og mestur samdráttur í fiskveiðum og fiskvinnslu. Landshlutinn undir meðaltali Atvinnutekjur á íbúa á Vesturlandi voru nokkuð undir landsmeðal- tali. Það skýrist að mestu leyti af því að meðalatvinnutekjur á íbúa á svæðinu sem inniheldur Borgar- byggð, Dalabyggð og Skorradals- hrepp voru aðeins ríflega 80% af landsmeðaltali á meðan að Snæ- fellsnes og suðursvæðið, þ.e. Akra- nes og Hvalfjarðarsveit, voru rétt undir landsmeðaltali. Lang- stærsta atvinnugreinin á Akra- nesi og Hvalfjarðarsveit er iðn- aður á meðan að sjávarútvegur er stærstur á Snæfellsnesi. Í Borgar- byggð, Dalabyggð og Skorradals- hreppi var iðnaður stærsta greinin, mælt í atvinnutekjum, en þar á eft- ir koma fræðslustarfsemi og opin- ber stjórnsýsla. Hlutfall atvinnu- tekna kvenna af heildaratvinnu- tekjum á Vesturlandi fór úr 33,9% árið 2008 í 37,3% árið 2017. Nánar má lesa um skýrsluna á vef Byggðastofnunar. mm Iðnaður er langstærsta atvinnugreinin á Vesturlandi Starfsemi fjölda iðnfyrirtækja á Grundartanga vegur hátt í heildartekjum í lands- hlutanum. Ljósm. frá í haust; Magnús Ólafsson. Hér má sjá atvinnutekjur Vesturlands alls. Iðnaður er langstærsta atvinnugreinin í landshlutanum en í sætum tvö og þrjú eru opinber störf við kennslu og hjúkrun. Fiskveiðar eru í fjórða sæti í landshlutanum. Hér má sjá hvernig atvinnutekjur á Vesturlandi hafa breyst á áratug. Gisti- og veitingaþjónusta hefur bætt upp það sem tapast hefur úr tekjum af fiskveiðum. Fiskvinnsla hefur hins vegar aukist á tímabilinu og bætir að hluta til upp töpuð störf við mannvirkjagerð. Á laugardaginn kom upp bilun í flug- vélinni TF-DVD sem þeir Ásmund- ur Guðmundsson og Edward Finns- son flugu. Þeir voru á leið á Horn- strandir en urðu að nauðlenda vegna rafmagnsleysis og bilunar í vélinni. Halldór Jónsson, sem á flugvélina TF-FRK, fylgdi þeim inn til aðstoðar og stuðnings og gekk lendingin vel. Þeir Ásmundur og Edward leituðu til bæjarbúa eftir aðstoð og ekki þurfti að koma á óvart að Guðmundur Sig- valdason átti varahlutinn sem vantaði og gaf svo flugvélinni start. Gátu þeir félagar því haldið för sinn til Horn- stranda áfram. „Flugvöllurinn hér á Reykhólum er mikið notaður af ungum flug- mönnum til snertilendinga. Þannig ná verðandi flugmenn að fylla upp í punktakortin sín. Þá er töluvert um að þyrluflugmenn noti völlinn þeg- ar þeir eru með ferðamenn í útsýn- isferðum um landið. Það hefur auk- ist til muna að þeir komi hér við. Að sögn þeirra Ásmundar, Edwards og Halldórs er flugvöllurinn á Reykhól- um mikið þarfþing og á fullan rétt á sér,“ segir Reynir Róbertsson á Reyk- hólum. Hann bendir jafnframt á að til umræðu hafi verið hjá Isavía að loka flugvellinum á Reykhólum vegna kosnaðar. „Ég hef heyrt að sá kostn- aður sé um hundrað þúsund krónur á ári, það eru nú öll ósköpin. Því er augljóst í huga okkar sem búum hér að þeim pening sé skynsamlega var- ið,“ segir Reynir. mm/ Ljósm. rr. Þurftu að nauðlenda á Reykhólaflugvelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.