Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 28.11.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2018 13 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Egilsholti 1, 310 Borgarnes Tel. 430 5500 Allt í aðventukransinn Greni - Strákransar - Bindivír - Kerti - Borðar Jólakúlur - Jólastyttur - Skrautkúlur - Oasis - Epli Skrautnálar -Sveppir -Kirsuber -Skrautgreinar Gjafavara í úrvali Kynnið ykkur úrvaliðwww.kb.is SK ES SU H O R N 2 01 8 GRUNNSKÓLI SNÆFELLSBÆJAR 100 ára fullveldi fagnað á Snæfellsnesi Í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands verða grunnskólarnir á Snæfellsnesi með opið hús. Í grunnskóla Snæfellsbæjar verður opið hús í skólanum í Ólafsvík frá kl 12:00 - 15:00. Boðið verður upp á þjóðlegar veitingar og hátíðardagskrá verður í Íþróttahúsi Snb. kl. 13:15. Í grunnskóla Grundarfjarðar verður opið hús frá kl. 12:00 - 14:00. Boðið verður upp á léttar veitingar og munu nemendur sýna fjölbreytt verkefni sem unnið hefur verið að síðustu vikur. Í grunnskólanum í Stykkishólmi verður opið hús frá kl. 11:00 - 14:00 með sýningu á verkum nemenda. Vöfflusala til styrktar skíðaferðar 7. bekkjar. Allir hjartanlega velkomnir SK ES SU H O R N 2 01 8 Nú í upphafi aðventunnar, eins og ár hvert, þá munum við Lions- menn á Akranesi undirbúa útleigu okkar á ljósakrossum. Við höfum notið velvilja bæjarbúa og þeirra sem utan bæjarins búa í gegnum árin í þessu verkefni okkar. Í mörg ár höfum við getað keypt tæki og gefið sjúkrahúsinu á grunni velvilja þeirra sem leigja af okkur krossa í kirkjugarðinum og erum við afar þakklátir fyrir stuðninginn. Nú í vor gáfum við Heilbrigðisstofnun Vesturlands ristilspeglunartæki að verðmæti 4,9 milljónir króna. Við verðum í kirkjugarðin- um laugardaginn 1. desember frá kl. 11.00- 15.30, sunnudaginn 2. desember frá kl. 11.00 - 15.30 og laugardaginn 8. desember frá kl. 13.00-15.30. Verð pr. kross verð- ur 7.000 krónur en hefur það verið 6.500 kr. undanfarin þrjú ár. Lionsklúbbur Akraness hefur aðstoðað Íþróttafélagið Þjót við að halda bocciamót. Þá bjóðum við upp á fríar blóðsykursmæling- ar í samstarfi við Apótek Vestur- land, Félag sykursjúkra á Vestur- landi og Lionsklúbbinn Eðnu. Við höfum einnig styrkt Mæðrastyrks- nefnd Vesturlands og alþjóðleg verkefni Lionshreyfingarinnar. Að þessu sinni styrkjum við baráttuna gegn útbreiðslu mislinga og rauðra hunda í Indónesíu. Þetta er tveggja ára átak og stefnt að því að bólu- setja um sjötíu milljónir barna. Hver bólusetning kostar einung- is 100 kr. íslenskar. Þá höfum við styrkt verkefni sem kallast Orkes- ter Norden, þar sem bestu ungu hljóðfæraleikarar á hverjum tíma fá tækifæri til að leika með þessari hljómsveit, sem er í raun og veru Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á Norðurlöndum. Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við Lionsklúbbinn er vel- komið að hafa samband við félaga klúbbsins og fræðast um starfið hvenær sem er. Með góðri kveðju, Lionsklúbbur Akraness Lionsmenn klárir í ljósakrossana

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.