Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 49. tbl. 21. árg. 5. desember 2018 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Gjafakort Arion banka er alltaf rétta jólagjöfin Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er og fæst í öllum útibúum okkar. Gjöf sem gleður alla gleður alla Nýtt! Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20 ÁR Landnámssetur í desember sími 437-1600 Jólahádegishlaðborð 6. 7. 13. og 14. des. Borðapantanir í síma 437-1600 Gjafabréf á leiksýningar er tilvalin jólagjöf Laugardagur 8. desember kl. 20:00 Kyrrlát jól með KK og Ellen á Sögulofti Miðasala á tix.is Þorláksmessuskata 23. desember Nauðsynlegt að panta borð í tíma Nánar um dagskrá á landnam.is/vidburdir Landsmenn héldu með margvíslegum hætti upp á það síðastliðinn laugardag að öld er liðin frá fullveldi Íslands. Allskyns menningardagskrá var í boði, meðal annars á nokkrum stöðum á Vesturlandi. Á kaffihúsinu Blómasetrinu Kaffi kyrrð í Borgarnesi svar slegið upp hátíðarhlaðborði að hætti ömmu. Voru fjölmargir sem nýttu sér þjóðlegar og góðar veitingar og notalega stemningu. Hér eru prúðbúnar við veisluborðið þær Svava Víglundsdóttir, Katrín Huld Bjarnadóttir og Ása Haraldsdóttir. Ljósm. mm. Að morgni 1. desember síðastlið- ins stóðu nokkrar konur, sem hafa langt skátastarf að baki, fyrir göngu- ferð undir yfirskriftinni „Flaggað á Háahnúki“. Konurnar starfa allar með eldri skátum í Svannasveitinni á Akranesi en Bandalag íslenskra skáta hafði hvatt til þess að skátar flögguðu sem víðast þennan dag. Tilefnið var að fagna 100 ára full- veldi Íslands og um leið að íslenski fáninn var í fyrsta sinn dreginn að húni sem fullgiltur þjóðfáni þenn- an dag 100 árum fyrr. Gönguferðin var auglýst og opin öllum en veðrið að morgni fullveldisdagsins hélt ef- laust einhverjum heima. Þrátt fyrir hífandi rok var það sex manna hóp- ur sem flaggaði á Háahnúki í kulda og trekki sem fékk hópinn vissu- lega til að hugsa um frostaveturinn mikla 1918. Þá var í upphafi ferð- ar flutt ljóð eftir afmælisbarn dags- ins Eggert Ólafsson, Ísland ögrum skorið, auk þess að fallega ljóðið Mikilvægi, eftir Inga Steinar Gunn- laugsson hyllti fjallið fagra. mm/elf Flögguðu á Háahnúki í kulda og trekki Skátaflokkurinn Grélöð á toppnum. Flokkinn skipa Anna Margrét, Eydís Líndal, Hjördís Hjartar og Helga Elínborg. Sú síðastnefnda komst ekki á toppinn vegna mjalta. Ljósm. Þröstur Þór Ólafsson. Hópurinn á fjallinu; Heiða Hallsdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson og Þröstur Þór Ólafsson Auk Grélaðar. Ljósm. Eydís Líndal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.