Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Katrín Lilja Jónsdóttir klj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Verður borin virðing fyrir lögum þessara manna? Þriðjudagskvöldið 20. nóvember hverfur þjóðinni seint úr minni. Þetta kvöld voru alþingismenn í óða önn að afgreiða fjárlög íslenska ríkisins. Stærsta og flóknasta lagagerð hvers árs var í smíðum. Í þeim er ekki ein- vörðungu fjallað um útgjöld hins opinbera, heldur lagðar línurnar um hvernig skattleggja á alþýðuna, hvernig efnhagsleg og félagsleg staða okkar verður á næsta ári. Auðvitað er þetta vandasamt verk og að sjálfsögðu vænt- ir maður þess að fólk kappkosti að vanda til verka. En annað hefur kom- ið á daginn. Í vinnutíma sínum ákvað tíundi hluti þingmanna að láta stað- ar numir við fjárlagagerðina og bregða sér frekar á hverfisbar Alþingis. Þar var svo setið við drykkju tímunum saman. Það sem fram fór á þessum fundi þekkjum við öll. Þökk sé íslenska ríkisborgaranum „Marvin“ sem fyrir til- viljun var staddur á sama bar og byrjaði, eftir að hafa misboðið það sem fram fór, að taka upp á símann sinn orðræðu þessara sex þingmanna. Ég ætla ekki að hafa það eftir sem þarna var sagt, enda þekkjum við það orðið nógu vel. Í stuttu máli voru þó niðurlægðir ýmsir samstarfsfélagar þessara þingmanna, minnihlutahópar á borð við fatlaða og samkynhneigða, kon- ur og pólítískir andstæðingar þessa fólks. Enginn nema þeir sjálfir voru óhultir. Semsagt algjörlega óforsvaranleg framkoma og óafsakanleg, byggð á mannfyrirlitningu, sjálfsupphafningu og hroka sem siðprútt fólk hefur aldrei kynnst á langri ævi. Skemmst er frá því að segja að þegar fréttamiðlarnir DV og Stundin hófu að segja frá Klausturbarsfundinum, fór um fólk. Strax á miðvikudagskvöld og ekki átti það eftir að batna eftir því sem blaðamenn þessara miðla mat- reiddu meira efni úr hljóðupptökunum. Viðbrögð almennings voru mjög afdráttarlaus. Sexmenningarnir yrðu að segja af sér þingmennsku svo vænta megi þess að virðing Alþingis risi úr öskustó að nýju. Almenningur með að- stoð samfélagsmiðla, í viðtölum við fjölmiðla, í könnunum og í umræðunni á vinnustöðum og götum úti, talaði alveg skýrt. Svona framganga er ekki í boði. En jafnvel þótt þjóðin hefði talað, voru viðbrögð annarra þingmanna ekki sérlega snörp. Kvöldið eftir að ósköpin urðu alþjóð ljós, bauð for- seti Íslands þingheimi til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum, í tilefni af- mælis fullveldisins. Taktleysið var nokkuð og skrifast bæði á forseta Al- þingis og Íslands. Í ljósi alvarleika málsins hefði verið skynsamlegt að blása þessa þingmannaveislu af. Viðbrögð annarra þingmanna voru ótrúverðug á þann hátt að mæta í þingmannaveisluna og sitja þar til borðs með nokkrum þeirra sem gerst höfðu sekir um að smána vinnustað þeirra, einstaka pers- ónur í röðum þingmannna en fyrst og fremst þjóðina sem kaus þá til trún- aðarstarfa. Ég vænti þess að á næstu dögum eigi það eftir að koma í ljós hvort þess- um sex þingmönnum sem smánuðu þjóð sína verður sætt. Viðbrögð þeirra eru að mínu áliti í besta falli ótrúverðug. Enginn þeirra hefur sagt af sér þingmennsku. Tveir hafa tekið sér leyfi frá þingstörfum og ekki getið um hvenær því leyfi lýkur. Fjórir sitja sem fastast. Að vísu voru tveir reknir úr þingflokki Fólks fólksins, en ætla að sitja sem fastast á þingi, utan flokka í fyrstu, en vafalaust munu þeir síðar, í spjalli yfir ölkollu eða tveim, spyrða sig við Miðflokkinn. Til þess var nú leikurinn gerður. Áfram er þess væntanlega vænst að þjóðin fylgi lögum. Hins vegar bendi ég á að ef viðbrögð við svo alvarlegum trúnaðarbresti sem sexmenningarnir sýndu þjóð sinni eiga áfram að byggjast á hálfkáki, smjörklípum og þöggun annarra þingmanna, verður svar almennings að hætta að fara að þeim lög- um sem þingmenn setja. Hvernig á annars að ætlast til þess að þjóðin beri virðingu fyrir lögum, ef þingmenn sem setja lögin bera ekki virðingu fyrir þegnum sínum? Magnús Magnússon Af tilefni 25 ára afmæl- is Domino‘s á Íslandi bauð pizzastaðurinn upp á ýmis tilboð í lok nóvember. Í stað þess að hafa sérstakt tilboð laugardaginn 24. nóvem- ber síðastliðinn rann 25% af allri sölu á Domino‘s pizz- um til Minningarsjóðs Ein- ars Darra sem styrkir bar- áttuna Ég á bara eitt líf. Alls söfnuðust 5.295.269 krónur og rennur upphæðin óskipt til Minningarsjóðsins. arg Ríflega fimm miljónir runnu til Minningarsjóðs Einars Darra Fjórðungur af allri sölu Domino‘s Pizza laugardaginn 24. nóvember rann til Minn- ingarsjóðs Einars Darra. Hér má sjá þegar aðstandendur sjóðsins taka á móti peningnum sem safnaðist. Í síðustu viku var tuttugu starfs- mönnum Norðuráls sagt upp störf- um. Það jafngildir um 3% starfs- manna. Margir þeirra hafa starf- að frá fyrirtækinu lengi, jafnvel frá upphafi árið 1998. Að sögn Sól- veigar Kr. Bergmann upplýsinga- fulltrúa fyrirtækisins gengu upp- sagnirnar þvert á svið og deildir. Flestir sem misstu vinnu sína nú tilheyra stoðsviðum og verða störf þeirra lögð niður auk þess sem ver- ið er að vinna að öðrum skipulags- breytingum. Ákvörðun um upp- sagnir nú var, að sögn Sólveigar, tekin í ljósi rekstrarumhverfis fyr- irtækisins sem kallar á hagræðingu í rekstri. „Á undanförnum mán- uðum hefur þróun á framleiðslu- kostnaði verið okkur óhagstæð og innlendur kostnaður hefur hækk- að verulega á undanförnum árum,“ segir Sólveig. Ekki er um hópupp- sögn að ræða, en hún er skilgreind sem slík ef þrjátíu eða fleiri er sagt upp hjá fyrirtækjum sem hafa yfir þrjú hundruð starfsmenn. Óhagstæð þróun hefur verið á álverði að undanförnu á sama tíma og framleiðslukostnaður hefur víð- ast hvar aukist, bæði hér innan- lands sem erlendis. Nú er talið að um 40% álverksmiðja í heiminum séu reknar með tapi. Meðalverð á áltonni var á þessu ári rétt rúmlega 2.100 dollarar sem er 7% hærra en meðalverð síðasta árs. Í dag er ál- verð hinsvegar komið niður í 1.913 dollara fyrir tonnið. mm Tuttugu sagt upp hjá Norðuráli Nú undir mánaðamótin voru starfs- menn Vegagerðarinnar að setja niður umferðareyju ásamt gang- brautarskiltum á þjóðveginum þar sem ekið er inn í Stykkishólm. Var þetta gert að beiðni bæjarfélags- ins og til að ná niður hraða ásamt því að gera gangandi vegfarendum auðveldara að komast yfir veginn. Það er frekar óvenjulegt að svona framkvæmdir séu unnar á þessum tíma árs en nóvember var óvenju- lega hlýr og því hentugur til fram- kvæmda af þessu tagi. þa Taka niður umferðarhraðann inn í Stykkishólm Undir lok nóvember var hópur fólks á ferð um Vesturland, allir ak- andi um á Bentley bílum. Í hópn- um voru m.a. blaðamenn ýmissa fjölmiðla sem hingað voru komn- ir til að kynnast því hvernig bílarn- ir reynast í vetrarfærð. Var meðal annars farið á Langjökul, um Ey- steinsdal á Snæfellsnesi og víðar. Býður Bentley bílaframleiðandinn viðskiptavinum sínum og fjölmiðla- fólki í slíkar ferðir og engu til spar- að. Að þessu sinni var jepplingur- inn Bentayga tekinn til kostanna og tólf slíkir bílar fluttir inn af þessu tilefni. Einn slíkur bíll kostar um 60 milljónir íslenskra króna og má því gera því skóna að bílarnir á hlaðinu framan við hótelið hafi kostað upp undir það sama og húsin sjálf. mm/ Ljósm. Daði Jörgensson. Bentleyjar við Búðir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.