Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 20188 Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Bráðum koma blessuð jólin... Mikið úrval af allskyns gjafavöru Apótek Vesturlands verður með fjölbreytt úrval af allskyns gjafavöru fyrir jólin. Mikið úrval af bað- og ilmvöru auk ýmissa annarra góðra kosta. Komdu og kannaðu úrvalið. Afgreiðslu tími: Virka da ga 9–18 Laugar daga 10–14 Sunnud aga 12–14 Unnið er að endurbótum á Lýsu- hólslaug á sunnanverðu Snæfells- nesi. Að sögn Sigrúnar H Guð- mundsdóttur frá Kálfárvöllum ganga framkvæmdir vel. Búið er að steypa botnplötuna og verið að undirbúa veggi fyrri steypu. „Það gerði brjálað veður fyrir helgi og fyrsti snjór haustsins féll. Fram- kvæmdirnar voru því stopp í nokkra daga en þetta gengur allt vel og er á áætlun,“ segir Sigrún. arg Framkvæmdir við Lýsuhólslaug ganga vel Framkvæmdir við Lýsuhólslaug ganga vel. Ljósm. Snæfellsbær. Menningarnefnd Snæfellsbæj- ar stóð fyrir jólatónleikum í síð- ustu viku eins og svo oft áður í upphafi aðventu. Að þessu sinni var það söngkonan Guðrún Árný sem heimsótti Snæfellsbæ og söng Skólakór Snæfellsbæjar með henni í Ólafsvíkurkirkju. Voru tónleik- arnir mjög vel heppnaðir þar sem Guðrún Árný flutti jólalög af mik- illi einlægni bæði ein og með skóla- kórnum en hún lék sjálf undir á píanó. Stóðu börnin í skólakórnum sig mjög vel undir stjórn Veronicu Osterhammer og Nönnu Aðalheiði Þórðardóttur. Um 40 börn úr 2. til 6. bekk eru í kórnum. þa Tónleikar í upphafi aðventu Rósa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, hefur óskað eftir tíma- bundu leyfi frá bæjarstjórnarstörfum, vegna anna í sínu daglega starfi. Hún starfar sem kunnugt er framleiðslu- stjóri Guðmundar Runólfssonar ehf. Fyrirtækið stendur um þessar mund- ir í miklum framkvæmdum vegna byggingar á nýrri og hátæknilegri fiskvinnslu í Grundarfirði. Beiðni Rósu um tímabundna lausn frá bæj- arstjórnarstörfum frá áramótum til ágústloka 2019 var samþykkt á síð- asta fundi bæjarstjórnar. Bjarni Sig- urbjörnsson mun taka sæti í bæj- arstjórn í hennar stað, en hann var fimmti maður á D-lista fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. kgk Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.Run og bæjarfulltrúi í Grundarfirði. Ljósm. úr safni. Rósa í leyfi frá bæjarstjórnarstörfum Eitt af mest lesnu blöðum á lands- byggðinni er einatt Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna. Blað- ið er gefið út að hausti, tímanlega áður en fengitími gengur í garð, þannig að bændur og búfjáreig- endur geti myndað séð skoðun á hvaða hrútar verða valdir til kyn- bóta. Hrútaskráin er 52 síður og gef- in út af sauðfjársæðingastöðvun- um á Suður- og Vesturlandi. Hún inniheldur upplýsingar um 44 hrúta sem notaðir verða til sæð- inga í vetur. „Hrútakosturinn er að venju gríðarlega öflugur, blanda af reynsluboltum sæðingastöðvanna og yngri kappa sem hafa nú hafið sinn fyrsta vetur á sæðingastöðvun- um,“ segir í kynningu á vef RML. Ritstjóri skráarinnar er Guðmundur Jóhannes- son en efni er að mestu tekið saman og skrifað af Árna B. Bragasyni, Eyjólfi Ingva Bjarna- syni, Eyþóri Einars- syni og Lárusi Gunn- ari Birgissyni. Flestar ljósmyndir í skránni eru teknar af Höllu Eygló Sveinsdóttur en auk hennar tóku Sigurjón Einarsson og Torfi Bergsson myndir af hrútum. mm Hrútaskráin er eitt mest lesna blað bænda

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.