Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 201810 Í ár hefur því verið fagnað með ýmsum hætti að hundrað ár eru lið- in frá að hornsteinn var lagður að skólastarfi við Háskólann á Bifröst og var botninn sleginn í afmælis- árið með veglegri dagskrá á Bif- röst síðastliðinn mánudag. Vil- hjálmur Egilsson, rektor Háskól- ans á Bifröst, Leifur Runólfsson formaður stjórnar háskólans og há- tíðarstjóri, tóku á móti forseta Ís- lands ásamt Þóri Páli Guðjónssyni. Sýndu þau forsetanum húsakynni áður en haldið var til afmælisdag- skrár í Hriflu, hátíðarsal skólans. Sótt um húsafriðun og sýning opnuð Upplýst var á afmælisdaginn að búið er að leggja það til við Húsafriðun- arnefnd að elstu fjögur skólamann- virkin á Bifröst verði friðuð. Það er gert að frumkvæði útskriftarnem- enda frá 1963 undir forystu Reynis Ingibjartssonar. Húsafriðunarnefnd tók vel í erindið sem nú er til um- sagnar hjá Minjavernd. Á afmælis- daginn var einnig opnuð formlega ljósmyndasýningin Samvinnuhús þar sem til sýnis eru m.a. ljósmynd- ir, gamlar og nýjar af öllum húsum og byggingum, þar sem Samvinnu- skólinn var til húsa fram að árinu 1982, bæði í Reykjavík og á Bifröst. Sýningin inniheldur einnig sögu- legan fróðleik um skólann og um- hverfi hans í gegnum tíðina. Það er félagið Fífilbrekka sem stendur að sýningunni í samstarfi við Háskól- ann á Bifröst, en til stendur að opna á næsta ári nokkrar sýningar á Vest- urlandi um samvinnuhús í lands- hlutanum. Hönnuðir sýningarinn- ar eru Ívar Gissurarson bókaútgef- andi og Guðjón Hauksson grafísk- ur hönnuður, en höfundur texta er Reynir Ingibjartsson. Frá Reykjavík í Borgarfjörð Árið 1918 var stofnaður í Reykja- vík Samvinnuskólinn sem Háskól- inn á Bifröst á rætur sínar að rekja til. Starfsemi hófst í desember en skólasetningin hafði þá dregist nokkuð vegna spænsku veikinnar sem geisaði í Reykjavík. Jónas Jóns- son frá Hriflu var fyrsti skólastjóri Samvinnuskólans og skilgreindi hann skólann sem foringjaskóla og mótaði hann eftir fyrirmynd Ru- skin College í Oxford þar sem Jón- as hafði sjálfur verið við nám. Árið 1955 var skólinn færður að Bifröst. Var þar í fyrstu framhaldsskóli en ríflega þrjátíu árum síðar gerður að sérskóla á háskólastigi. Andi Jónasar alltumlykjandi Fjölmargir ávörpuðu hátíðarsam- komuna á mánudaginn. Fyrstur var Guðni Th Jóhannesson forseti sem rifjaði það upp að hann var um tíma stundakennari við skólann. Minnt- ist hann Jónasar frá Hriflu sem af- kastamesta einstaklings íslenskr- ar skólasögu. Saga Jónasar er sam- ofin fullveldisbaráttunni sem einn- ig fagnar aldar afmæli. Auk forset- ans ávörpuðu aðrir gestir samkom- una. Meðal þeirra Ásmundur Ein- ar Daðason sem flutti kveðju ríkis- stjórnarinnar, Haraldur Benedikts- son 1. þingmaður kjördæmisins og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir for- maður byggðarráðs Borgarbyggð- ar. Tvö barnabörn Jónasar frá Hriflu, Guðrún og Gerður, sögðu frá kynnum sínum af afa þeirra og brugðu annarri sýn en flestir þekkja á manninn Jónas. Reyndar má segja að allir sem til máls tóku á samkom- unni hafi minnst Jónasar Jónsson- ar á einn eða annan hátt með hlýju og virðingu fyrir störfum hans og elju. Arfleifð Jónasar svífur sannan- lega yfir vötnum nú sem áður. Óli H Þórðarson formaður Hollvina- samtaka Bifrastar rifjaði upp Bif- rastarandann fyrr og nú. Síðastlið- inn föstudag komu stjórnarmenn úr Hollvinasjóði skólans færandi hendi á Bifröst. Erindi þeirra var að afhjúpa listaverk Ásmundar Sveins- sonar, Lífsorku, eftir gagngera við- gerð á því. Rifjuðu upp sinn tíma Að endingu ávörpuðu afmælisfögn- uðinn átta rektorar sem síðast hafa stýrt Háskólanum á Bifröst. Það voru þeir Jón Sigurðsson, Vésteinn Benediktsson, Jónas Guðmunds- son, Magnús Árni Magnússon, Runólfur Ágústsson, Ágúst Einars- son, Bryndís Hlöðversdóttir og Vil- hjálmur Egilsson. Í stuttum ávörp- um rifjuðu þau hvert fyrir sig upp það sem einkenndi þeirra stjórnun- artíma, en skólahald á Bifröst hefur síðustu áratugina einkennst af tölu- verðum breytingum. Hafa stjórn- endur verið óhræddir við að gera þær breytingar sem þurft hefur til að aðlaga skólann breyttum tímum og áherslum í þjóðfélaginu. Vissu- lega hefur skólahald á Bifröst ým- ist verið í sókn eða vörn í gegn- um tíðina. Í dag er skólinn við- skiptaháskóli sem hefur það hlut- verk að mennta ábyrgt forystufólk í atvinnulífinu og samfélaginu og út- skrifa leiðtoga sem bera hag starfs- manna sinna og umhverfis fyr- ir brjósti. Fjölbreytt nám er í boði við viðskiptadeild og félagsvísinda- og lagadeild og er Háskólinn á Bif- röst í fararbroddi í fjarnámi meðal íslenskra háskóla. Stundar megin þorri nemenda fjarnám við skólann en býr að því að sækja vinnuhelgar í fallegu umhverfi á Bifröst. Að endingu var gestum boðið að þiggja kaffiveitingar. Lauk þar með viðamikilli afmælisdagskrá sem staðið hefur allt þetta ár í tilefni aldarafmælis skólans. mm Hundrað ár frá því lagður var grunnur að skólahaldi á Bifröst Sýningin Samvinnuhús var opnuð á göngum skólans á Bifröst. Höfundar sýn- ingarinnar eru þeir Reynir Ingibjartsson, Ívar Gissurarson og Guðjón Hauksson. Þórir Páll Guðjónsson og Vilhjálmur Egilsson tóku á móti Guðna Th Jóhannessyni forseta þegar hann kom í hús. Horft yfir salinn. Á fremst bekk m.a. Jón Sigurðsson, Vilhjálmur Egilsson og Guðni Th Jóhannesson. Átta rektorar á Bifröst. F.v. Ágúst Einarsson, Jónas Guðmundsson, Vésteinn Benediktsson, Runólfur Ágústsson, Magnús Árni Magnússon, Bryndís Hlöðversdóttir, Jón Sigurðsson og Vilhjálmur Egilsson. Karlakórinn Söngbræður hóf upp raust sína fyrir gesti, undir stjórn Viðars Guð- mundssonar og við undirleik Birgis Þórissonar. Lagt hefur verið til við Húsafriðunarnefnd að elstu fjögur skólamannvirkin á Bifröst verði friðuð. Hér er hluti þeirra. Frá afhjúpun á Lífsorkunni síðastliðinn föstudag, verki Ásmundar Sveinssonar, sem nú hefur verið gert upp að frumkvæði Hollvinasamtaka skólans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.