Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 11 Starfsmaður í viðhaldsteymi á Langjökli Into the Glacier ehf Into the Glacier leitar að starfsmanni í viðhaldsteymi sitt sem er með starfsstöð í Húsafelli. Viðhaldsteymið sér um viðhald ísganga og fasteigna í eigu Into the Glacier ehf. Into the Glacier Er vaxandi fyrirtæki í ferðaþjónustu með starfsstöð bæði í Reykjavík og Húsafelli. Félagið starfrækir ísgöngin á Langjökli og er með daglegar ferðir þangað allt árið um kring. Hjá fyrirtækinu starfar þéttur hópur af hæfileikaríku fólki sem tekst á við margskonar verkefni á næststærsta jökli Íslands. Starfið hentar bæði fólki sem býr á Vesturlandi sem og á höfuðborgarsvæðinu þar sem ferðir eru til og frá starfsstöð daglega. Starfsmönnum er einnig boðið að gista í starfsmannahúsum í Húsafelli í vaktalotum. Lýsing á starfinu Viðhaldsteymið sér um viðhald í ísgöngunum á Langjökli og um viðhald á öllum tækjum, trukkum, bílum og húsnæði Into the Glacier ehf. Trukka-, véla- og bílafloti ITG er umfangsmikill og nóg af verkefnum er að taka. Verkefnin eru krefjandi, margvísleg og skemmtileg og fáir dagar eru eins. Við leitum að starfsmanni sem er tilbúinn til að ganga til verks, er vanur ýmis konar vélavinnu og reynslu af akstri stórra ökutækja. Unnið er á vöktum, og í teymi alla daga. Hæfniskröfur Vinnuvélaréttindi (stóra prófið), reynsla er æskileg.• Ökuréttindi (C & D).• Iðnmenntun er mikill kostur, s.s. rafvirkjun, smíði, vélstjórn ofl.• Þekking og reynsla af viðgerðum og bilanagreiningu bíla og/eða tækja.• Skipulagshæfni og verkvit eru skilyrði.• Gott er að viðkomandi sé duglegur til verka og stundvís.• Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði þar sem unnið er í teymi.• Með umsókn skal skila ferilskrá (CV) og rökstuðningi á hæfni einstaklings í starfið. Hægt er að sækja um starfið í gegnum www.alfred.is eða með tölvupósti á elva@intotheglacier.is - Elva Dögg Pálsdóttir, mannauðsstjóri Into the Glacier sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Öllum umsóknum verður svarað. SK ES SU H O R N 2 01 8 Árleg jólaúthlutun fer fram fimmtudaginn 13. desember frá klukkan 13-17 í húsi Rauða krossins við Skólabraut 25a. Tekið verður á móti umsóknum dagana 29. og 30. nóvember og 3. til 6. desember á milli klukkan 11 og 13 í símum 859-3000 (María) og 859-3200 (Svanborg). Alllir umsækjendur þurfa að skila inn staðgreiðsluskrá sem sýnir tekjur frá janúar til nóvember (ekki skattframtal). Hana má nálgast á vef Ríkisskattstjóra og einnig er hægt að fá hana útprentaða á skattstofunni. Einnig þarf að skila inn búsetuvottorði en það fæst útprentað á skrifstofu Akraneskaupstaðar. Tekið verður á móti gögnum og skriflegum umsóknum í húsi Rauða krossins 4. og 6. desember frá kl. 16 til 18. Mjög mikilvægt er að sækja um á auglýstum tíma þvi úrvinnsla umsókna tekur tíma og eftir 13. desember verður ekki úthlutað. Með vinsemd og virðingu, Mæðrastyrksnefnd Akraness Jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness SK ES SU H O R N 2 01 8 Þorkell Jóhann Steindal, í daglegu tali kallaður Keli, býr á Akranesi. Hann fékk nýverið leiðsöguhundinn Gaur, en hann er skilgreindur sem hjálpar- tæki fyrir blinda og sjónskerta. Gaur kemur frá Svíþjóð þar sem hann fór í gegnum strangt þjálfunarferli áður en hann kom til Kela. Þessa dagana er hann að læra á Akranes og kynnast nýjum stað með nýrri lykt og nýjum aðstæðum. „Ég er að umhverfisþjálfa hann og fara með hann í gegnum verslanir, bókasafnið og á aðra staði. Fyrst verður hann rosalega spennt- ur og forvitinn um aðstæðurnar og á erfitt með að vera leiðsöguhundur. En eftir svona þrjú skipti á hverjum stað er hann orðinn tiltölulega eðli- legur og rólegur,“ segir Keli í samtali við Skessuhorn. Aðrar reglur gilda um leiðsöguhunda eins og Gaur en aðra hunda. Hann má því fara með Kela hvert sem er, inn á veitinga- staði, í verslanir, á bókasafnið og alla aðra opinbera staði. Af tilefni komu Gaurs skrifaði Anna Lára Steindal, systir Kela, færslu á Facebook þar sem hún kynn- ir Gaur fyrir Skagamönnum og bið- ur þá um að hjálpa honum í vinnunni með því að veita honum ekki athygli á göngu um bæinn. „Gaur er vinnu- samur og líf hans og yndi er að verja öryggi Kela þegar hann er á ferðinni. Gaur er þjálfaður til að einbeita sér í vinnunni en er líka mannelskur og félagslyndur. Gaur gefur sig ekki að fólki að fyrra bragði en túlkar augn- samband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti,“ skrifar Anna Lára í færslunni. „Honum hefur verið gríðarlega vel tekið hér á Akranesi og eftir að Anna Lára skrifaði færsluna á Facebook hefur fólk passað sig vel að trufla hann ekki í vinnunni,“ segir Keli. „Hundar tala annað tungumál en við og fyrir þeim getur augnsamband eða bros verið boð um samskipti og það truflar hann því í vinnunni þegar fólk er að veita honum athygli. Hann fer þá að eiga samskipti við fólk og dett- ur úr leiðsöguhundagírnum. Hann getur nefnilega bara verið eitt í einu, annað hvort mannelskur hundur sem vill spjalla við alla, eða leiðsöguhund- ur. Hann er svona eins og Súperman, heima við er hann bara eins og Clark Kent, eða venjulegur heimilishund- ur, en svo setur hann á sig skikkjuna og þá er hann Súperman, eða leið- söguhundur í vinnunni,“ útskýrir Keli. arg Biður Skagamenn að sýna Gaur ekki athygli í vinnunni Gaur er leiðsöguhundur sem hjálpar Kela í daglegu lífi. Ljósm. Anna Lára Steindal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.