Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 201814 arnir eru svo boðnir upp erlend- is á sérstökum útboðsmörkuðum fyrir þetta efni. Það er alltaf tekið fram hvert upprunalandið er og ef þú passar að vanda þig við flokkun verður þitt endurvinnsluefni eftir- sóknarverðara og það er því okk- ar hagur að vanda til verksins og senda frá okkur eins vel flokkað efni og við getum,“ útskýrir Líf. Huga vel að aðgengi að tunnunum Þá segjast þær vilja koma því á framfæri við alla að gæta vel að tunnunum sínum og aðgengi að þeim. „Við erum gríðarlega hepp- in með starfsfólk sem vill gera sitt besta til að veita góða þjónustu. En til þess að geta veitt góða þjón- ustu þurfum við að biðla til fólks- ins að gæta aðgengis að tunnunum sínum. Í þeim tilvikum sem starfs- fólk okkar kemst ekki að tunnum til dæmis vegna snjóþunga verð- um þeim einfaldlega bara sleppt. Það er því mikilvægt að huga vel að þessu svo við getum unn- ið okkar starf, annars getum við ekki tæmt,“ segir Líf. Þá benda þær á að hjá Gámaþjónustu Vest- urlands geti fólk fengið búnað til að bæði festa tunnurnar og til að festa niður lokin svo þau fjúki ekki upp. „Þessi búnaður er sérstaklega hugsaður til þess að auðvelt sé að opna tunnurnar og losa þær og þess vegna biðjum við fólk frekar að nota þennan búnað heldur en að binda tunnurnar með köðlum eða stafla þungum hlutum á lokin. Okkar starfsmenn geta ekki alltaf verið að losa stóra rembihnúta eða að taka ofan af tunnunum þunga hluti til að geta tæmt þær. Þó svo það sé að sjálfsögðu vilji okkar starfsfólks að tæma allar tunnur,“ segir Lilja. Þessar stoðvörur fyrir tunnur má skoða og versla í net- verslun Gámaþjónustunnar undir slóðinni gamar.is. „Það er öllum velkomið að hafa samband við okkur með allar þær spurningar sem kunna að vakna og við tökum alltaf glöð á móti ábend- ingum og ráðum um hvað mætti betur fara,“ segja þær að lokum. arg/Ljósm. Gámaþjónustu Vesturlands Hér má sjá festingu fyrir sorptunnur. Hægt er að fá slíka festingu í netversl- un Gámaþjónustunnar á gamar.is. Mikilvægt er að setja aðeins endur- vinnanlegt sorp í tunnuna með græna lokinu. Á Akranesi eru sorptunnur tæmdar með tvískiptum bíl sem tekur bæði almennt sorp og endurvinnanlegt. Hinn árlegi Malavímarkaður var haldinn í Grundaskóla á Akranesi í hádeginu á fimmtudaginn. Vik- urnar á undan höfðu nemendur og starfsfólk skólans undirbúið mark- aðinn með því að útbúa ýmiss kon- ar varning sem seldur var til styrkt- ar góðu málefni. Allur ágóðinn af markaðnum rennur til styrkt- ar skólastarfi í Malaví, sem er eitt fátækasta ríki heims. Auk þess að rölta á milli sölubása bauðst gestum að kaupa vöfflur og rjúkandi kaffi og hlýða á tónlistaratriði nemenda. Að vanda var markaðurinn vel sótt- ur þar sem fjöldi fólks lagði leið sína í Grundaskóla og gerði góð kaup á öllu frá smákökum til jólaskrauts til styrktar málefninu. Malavísöfnun Grundaskóla hófst fyrir allmörgum árum síðan. Þá ákváðu nemendur skólans að leggja af þá hefð að gefa hvorum öðr- um jólagjafir, en leggja þess í stað ákveðna upphæð í söfnun og láta gott af sér leiða. Í áranna rás hafa safnast heilmiklar fjárhæðir sem Rauði kross Íslands hefur haft milli- göngu um að koma í réttar hendur. kgk Fjölsóttur Malavímarkaður í Grundaskóla Hægt var að kaupa ýmiss konar varning sem nemendur og starfsfólk skólans hafa útbúið undanfarnar vikur.Það er óhætt að segja að Malavímarkaðurinn hafi verið vel sóttur, því nánast myndaðist örtröð í kaffisölunni. Kátir piltar við eitt afgreiðsluborðanna á markaðnum. Framhald af bls. 12

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.