Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 201820 Hugmyndir eru uppi meðal félags- manna Golfklúbbsins Jökuls um nýjan 9 holu golfvöll í Rifi. „Við erum með þá hugmynd að færa golfvöllinn frá Fróðárvelli, þar sem hann er núna og í Rif. Svæðið á Fróðá hentar frekar illa undir golf- völl. Það er leiðinlegt veðurfars- lega, út af vindum og rigningu. Auk þess er svæðið mjög blautt vegna þess að staðan á vellinum er mjög lág auk þess sem Fróðá rennur und- ir hluta vallarins,“ segir Jón Bjarki Jónatansson, formaður Golfklúbbs- ins Jökuls, í samtali við Skessuhorn. Hann segir hugmyndina um golf- völl í Rifi ekki nýja af nálinni, þó fyrst nýlega hafi Jökulsmenn farið að velta möguleikanum fyrir sér af fullri alvöru. „Hjörtur Ragnarsson, félagi okkar í golfklúbbnum, er bú- inn að vera vallarstjóri og hugsa um völlinn okkar lengi. Hann er bú- inn að vera með þessa hugmynd í kollinum í mörg ár, að færa völl- inn í Rif. Hann fékk mig með sér til að skoða svæðið í sumar og okkur leist báðum mjög vel á. Við höfð- um samband við Edwin Roald golf- vallahönnuð, sem kom vestur og leist vel á, teiknaði upp drög og smá skýrslu um það hvort þetta væri yf- irhöfuð framkvæmanlegt,“ seg- ir hann. Næst höfðu forsvarsmenn golfklúbbsins samband við bæjar- stjóra sem benti þeim á að senda bæjarstjórn erindi vegna málsins. Erindið var kynnt bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar í byrjun nóvember. Bæj- arstjórn mun taka afstöðu til máls- ins á fundi sínum í næstu viku, að sögn Jóns. „Vonandi verður niður- staða bæjarstjórnar jákvæð,“ segir hann. „Staðsetningin upp á tíu“ Nýi golfvöllurinn er hugsaður við hliðina á flugvellinum í Rifi, á fall- egum stað undir Snæfellsjökli. Að sögn Jóns er þar ekkert grjót, heldur bara sandur og mold og því kjörað- stæður til að búa til golfvöll. Hróflað verður sem allra minnst við lands- lagi staðarins, það þess í stað nýtt í legu vallarins. Jón er þess fullviss að nýr golfvöllur í Rifi muni gjörbreyta allri golfiðkun í Snæfellsbæ norðan heiðar til hins betra. „Þeir sem spila sjaldan munu örugglega spila meira með tilkomu betri vallar. Einkum horfum við þó til þess að efla barna- starf klúbbsins, fá fleiri konur í golf- ið og fjölga iðkendum almennt. Til þess þarf völlurinn og aðstaðan að vera góð. Fróðárvöllur er frekar erf- iður fyrir byrjendur. Það helgast bæði af því hvernig lega hans er og líka vegna þess að hann er svo blaut- ur. Nýi völlurinn í Rifi verður ekki jafn erfiður og á veðursælli stað, sér- staklega í suðaustan- og norðaust- anáttum sem eru ríkjandi hérna á svæðinu. Hann verður því aðgengi- legri öllum kylfingum og á mjög fal- legum stað. Edwin sagði þegar hann kom vestur að staðsetningin væri al- veg upp á tíu, með jökulinn í bak- sýn. Við sjáum einnig fyrir okkur að innlendir sem erlendir gestir komi til með að nýta sér golfvöll þar sem útsýni er einstakt, rétt við sjó og jök- ul,“ segir Jón ánægður. „Vonandi hægt að byrja í apríl eða maí“ Aðspurður segir Jón að kostnað- aráætlun vegna gerðar golfvallar hljóði upp á 90 milljónir króna. Kostnaði verði haldið í algjöru lágmarki og að félagsmenn muni koma til með að vinna mikið sjálf- ir að gerð vallarins, til að halda kostnaðinum sem lægstum. „En hver eru þá næstu skref í málinu? „Ef við fáum jákvætt svar frá bæj- arstjórn í næstu viku [í þessari viku, innsk. blm.] þá er næst á dagskrá að klára að teikna völlinn og ljúka hönnunarvinnunni. Vonandi verð- ur þá hægt að hefja framkvæmdir við nýjan golfvöll í Rifi í apríl eða maí,“ segir Jón Bjarki Jónatansson að endingu. kgk/ Ljósm. aðsendar. Hugmyndir uppi um golfvöll í Rifi Golfvöllurinn í Rifi er hugsaðir við hliðina á flugvellinum. Hann kæmi þá vestan við veginn, til vinstri á myndinni en sjálft svæðið sem lagt yrði undir golfvöllinn sést ekki í mynd. Jón Bjarki Jónatansson, formaður Golfklúbbsins Jökuls. Jólaútvarp Grunnskóla Snæfells- bæjar fer í loftið mánudaginn 10. desember næstkomandi og útsend- ingar standa yfir til 13. desemb- er. Venju samkvæmt munu all- ir bekkir senda út bekkjaþætti, en nemendum á unglingastigi stend- ur auk þess til boða að gera þætti ásamt vinum sínum um hvað sem þeir hafa áhuga á. Í tilefni af eitt hundrað ára fullveldisafmæli Ís- lands verða efnistök bekkjaþátt- anna Ísland á fullveldistímanum. Eðli málsins samkvæmt er það ný- breytni. „Hver bekkur mun hafa einn áratug til umfjöllunar. Þannig mun 10. bekkur fjalla um árin 1918 til 1927, 9. bekkur um árin 1928 til 1937 og svo framvegis. Bekkja- þættirnir kallast á við efnistök Full- veldishátíðarinnar sem haldin var hér í skólanum síðasta laugardag. Sú heimildavinna sem nemendur lögðust í fyrir hátíðina nýtist auð- vitað við gerð bekkjaþáttanna,“ segir Theódóra Friðbjörnsdóttir kennari í samtali við Skessuhorn. Hún heldur utan um útvarpið að þessu sinni og er nemendum inn- an handar við hvaðeina sem teng- ist skipulagningu og undirbún- ingi verkefnisins. „Ég stend fyrir fjölmiðlavali á unglingastigi núna í haust. Við byrjuðum á að vinna skólablað en frá nóvember hefur undirbúningur jólaútvarpsins stað- ið yfir, í góðu samstarfi við nem- endaráð sem heldur utan um aug- lýsingarnar. Krökkunum er skipt í þrjú upptökuteymi og auglýsinga- gerð. Krakkarnir sem eru í auglýs- ingum hafa samband við fyrirtæki. Þau sem vilja auglýsa merkja við hvernig auglýsingu þau vilja fá, til dæmis lesna eða leikna. Krakkarn- ir sjá síðan um að semja textann og lesa hann. Þau annast alla auglýs- ingagerð frá A til Ö og vinnu við þáttagerðina,“ segir Theódóra. Samfélagið tekur þátt Aðspurð segir hún að undirbún- ingurinn hafi gengið eins og best verður á kosið. „Upptökuteymun- um hefur gengið mjög vel að skipta með sér verkum þannig að álag- ið hefur dreifst mjög vel og upp- tökurnar sjálfar gengið vel, undir styrkri handleiðslu Þrastar Krist- óferssonar tölvuumsjónarmanns. Útvarpsstjóri er Jason Jens Illuga- son, nemandi í 10. bekk. Hann hef- ur staðið sig mjög vel í því hlutverki og allir sem koma að útvarpinu eru jákvæðir og leggja sitt af mörkum til að láta hlutina ganga upp,“ seg- ir hún. Theódóra segir að auk nem- enda skólans verði fluttir þættir frá leikskólunum, Smiðjunni, sem og Barna- og skólakór Snæfellsbæjar. Þá verður Jakob Þorsteinsson, fyrr- um nemandi Grunnskóla Snæfells- bæjar, einnig með þátt. „Þetta er því ekki bara skólinn, heldur sam- félagið allt sem tekur þátt í Jólaút- varpinu. Ég veit að Jakob langar til að verða útvarpsmaður og finnst þetta spennandi. Útvarpið er öllum opið sem hafa áhuga og um að gera fyrir alla sem hafa áhuga að vera með,“ segir Theódóra Friðbjörns- dóttir að endingu. Dagskrá Jólaútvarps GSNB má sjá á heimasíðu skólans, www.gsnb. is. Þar verður jafnframt hlekkur fyrir þá sem vilja hlusta á útvarpið í tölvu eða snjalltækjum. Þeir sem nota gamla góða útvarpstækið geta stillt það á FM 103,5 dagana 10. til 13. desember næstkomandi og hlýtt á Jólaútvarp Snæfellsbæjar frá morgni til kvölds. kgk MT1-2: Frá upptökum Jólaút- varps GSNB í fyrra. Ljósm. úr safni. Jólaútvarp GSNB í loftið á mánudaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.