Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 201826 Mín fyrstu viðbrögð við hatursorð- ræðu þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í morgun [fimmtu- daginn 29. nóvember, innsk. blm.] voru að verja hvorki krafti né orðum í hana og halda áfram með vinnu- daginn minn. En ég hélt auðvitað ekkert áfram með daginn minn að neinu ráði - þetta hefur tekið sinn toll líkt og allt ofbeldi gerir. Eftir að hafa hugsað mikið um þetta, rætt við kærleiksríkt sam- starfsfólk, tekið við slatta af ást í gegnum samfélagsmiðla, grátið tölu- vert, verið kaffærð í faðmlögum frá vinum og fjölskyldu og fylgst með umræðunni eins og hjartað mitt og taugakerfi þolir er eitt og annað sem ég ætla að segja. Aðför að fatlaða líkama mínum sem dýrslegum er ekki bara það „að gera grín að fötluðum“. Það er birtingarmynd kvenfyrirlitningar og fötlunarfyrirlitningar. Um er að ræða fyrirlitningu sem á sér djúp- ar sögulegar rætur og endurspeglar ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra - óæðri manneskjum. Það í samhengi við niðrandi umræðu um útlit og kynþokka kvenna er kven- fjandsamlegt. Ég er ekki bara fötluð. Ég er kona. Ég get ekki tekið mig í sundur og verið stundum fötluð og stundum kona. Ég er alltaf (stolt) fötluð kona. Þó hatrið beinist að persónum (sem er grafalvarlegt) er alvara máls- ins sú að um kerfisbundið hatur er að ræða. Það beinist harðast að kon- um. Hinsegin fólki. Fötluðu fólki. Karlmönnum sem einhvernveginn passa ekki inn í ríkjandi hugmyndir um (skaðlega) karlmennsku. Það er hvorki tilviljun né einsdæmi að akk- úrat þessir hópar séu viðfang orða- níðs fólks með mikil forréttindi. Það er alltumlykjandi - alltaf. Gerendur í þessu tilviki eru vald- hafar. Alveg óháð því hvar gerend- ur eru í valdastiganum er ofbeldi af þeirra hálfu alvarlegt. Það er hins- vegar sérstaklega hættulegt þeg- ar fólk í valdastöðum viðhefur hat- ursorðræðu. Í fyrsta lagi vegna þess að það setur fordæmi og hefur vald til þess að normalisera orðræðu og ofbeldismenningu. Ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, má tala svona, þá hljóta allir að mega það. Í öðru lagi vegna þess að hatursorðræða af- hjúpar viðhorf valdhafa sem við höf- um kosið og treyst til þess að reka samfélagið okkar og taka mikilvægar ákvarðanir um hagi okkar. Ef þing- menn sjá fatlað fólk sem dýr en ekki manneskjur er ekki furða að það taki ákvarðanir um líf fatlaðs fólks byggt á einhverju allt öðru en mannrétt- indaskuldbindingum. Í þriðja lagi vegna þess að rannsóknir og reynsl- an sýnir okkur að hatursorðræða valdhafa hefur bein áhrif á tíðni hat- ursglæpa. Að lokum að fyrirgefningu og af- sökunarbeiðnum. Það telst almenn kurteisi og mannvirðing að biðjast afsökunar þegar okkur verður á. Það er hinsvegar mjög rotin afsökunar- beiðni og ekki afsökunarbeiðni í raun að afsaka sig með áfengisneyslu og því að eiga vini sem tilheyra minnihlutahópum (sbr. Gunnar Bragi í Kastljósi). Það er líka eitt að verða á og annað að láta hatur gagn- vart konum og jaðarsettum hópum vella út úr sér í marga klukkutíma á opinberum vettvangi. Þegar fólk gerist uppvíst um slíkt er ekki for- svaranlegt að henda í eina yfirlýs- ingu og lofa að drekka færri bjóra næst og halda að þar með verði allt aftur fallegt og gott. Eina leiðin til þess að biðjast afsökunar af trúverð- ugleika og auðmýkt er að gangast við gjörðum sínum og taka ábyrgð með því að segja af sér. Í allan dag hef ég ekki getað hætt að hugsa um öll fötluðu börnin og ungmennin, einkum stúlkur í óhefð- bundnum líköm- um, sem hafa heyrt af þessu eða glefs- ur um þetta. Þetta hefur vissulega verið sárt fyrir mig og annað full- orðið fatlað fólk en sárast er þetta fyrir þau. Hvernig í veröldinni eiga þau að þróa með sér jákvæða lík- ams- og kynímynd, upplifa sig eiga framtíð og búa við öryggi í samfé- lagi þar sem fyrrverandi forsætisráð- herra líkir fyrrverandi fatlaðri sam- starfskonu sinni við dýr - ofan á allt annað misrétti sem þau verða fyrir vegna fólks í valdastöðum sem sér þau ekki sem mennsk. Fyrir þau bregst ég við þessu hatri í dag. Við þau vil ég segja: Allir lík- amar eiga rétt á sér. Allir líkamar eru verðmætir og verðugir. Allir líkamar mega og eiga að taka sér pláss. Allir líkamar eiga rétt á að búa við frið- helgi frá hverskyns ofbeldi Freyja Haraldsdóttir Ég er alltaf stolt fötluð kona Pennagrein Pennagrein Í fyrirliggjandi tillögu að fjárhags- áætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2019 er lagt til að lækka álagning- arprósentu fasteignaskatts á íbúð- arhúsnæði í Borgarbyggð niður í 0,40%. Fasteignaskattur á íbúðar- húsnæði er núna 0,45% en var síðast lækkaður úr 0,47% niður í 0,45 um áramót 2017 - 2018. Árið 2015 var skatturinn hækkaður upp í 0,49% en hámarks heimild til álagningar sam- kvæmt lögum er 0,5%. Sú hækkun átti sér stað þegar verulega kreppti að fjárhagslega hjá sveitarfélaginu en rétt er að halda því til haga að álagn- ing fasteignaskatts er mjög mikil- vægur tekjustofn hjá stórum víð- feðmum sveitarfélögum þar sem oft á tíðum eru til staðar mörg sumar- hús og þar af leiðandi dulin búseta. Í tillögunni er einnig lagt til að fast- eignaskattur á atvinnuhúsnæði verði lækkaður úr 1,55% niður í 1,39% á næsta ári. Heildar lækkun á tekju- grunni Borgarbyggðar miðað við þessar lækkanir er um 56,2 milljón- ir króna. Við ætlum í framhaldinu áfram að setja okkur skýr fjárhag- leg markmið í gegn um verkefnið ,,Brúin til framtíðar“ eins og kem- ur fram í málefnasamningi framboð- anna sem standa að meirihlutanum. Í því samhengi verður meðal annars horft til þess að lækka fasteignaskatt enn frekar á kjörtímabilinu. Íbúar í Borgarbyggð aldrei verið fleiri Nú búa í Borgarbyggð 3.810 manns, en ef horft er aftur til 1. janúar 1998 þá voru íbúar í þeim sveitarfélögum sem nú tilheyra Borgarbyggð 3.259 talsins. Í upphafi árs 2013 voru íbúar 3.469 og hefur þeim farið fjölgandi síðan, en í 1. janúar 2018 voru íbú- ar 3.745. Miðað við bráðabirgðatöl- ur Hagstofunnar við lok þriðja árs- fjórðungs í ár er íbúafjöldi í Borg- arbyggð 3.810 og hafa aldrei búið fleiri í sveitarfélaginu. Miklar framkvæmdir fyr- irhugaðar á árinu 2019 Nú er frítt að aka um Hvalfjarðar- göngin og má fullyrða að það sé gríðarlega mikilvægur áfangi fyr- ir Vesturland allt. Höfuðborgar- svæðið er í auknum mæli hluti af at- vinnusvæði íbúa Borgarbyggðar og telja má að þróun- in verði enn frekar á þá leið. Mikil- vægt er að hamra járnið á meðan það er heitt og leggja áherslu á þau mál- efni sem skipta mestu máli við bú- setuval fólks. Með því að lækka fast- eignaskatta, bæði á íbúa og atvinnu- rekendur, er leitast við að bæta lífs- gæði í sveitarfélaginu og gera það að enn eftirsóknarverðari valkosti fyrir einstaklinga og fyriræki. Í fyrirliggjandi tillögu að fram- kvæmdahluta fjárhagsáætlunar er augljóst hvert stefnt er. Helstu áherslurnar eru á skólamannvirki, uppbyggingu gatna og ljósleiðara- væðingu, en allt eru þetta mikilvæg- ir innviðir. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sú mikla uppbygging sem á sér stað á skólamannvirkjum í sveitarfélaginu og standa m.a. vonir til þess að innan fárra mánaða verði tekið í notkun mikið endurbætt hús- næði Grunnskólans í Borgarnesi. Verið er að vinna húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið sem verður notuð til að meta húsnæðisþörf á svæðinu og talsvert hefur verið rætt um að skoða möguleika á frekari þéttingu byggðar í Borgarnesi og hvaða tæki- færi felast í því. Í fyrirliggjandi fjár- hagsáætlun er lagt upp með að verja 50 milljónum króna til gatnagerðar, en reiknað er með að fara í gatna- gerð m.a. í Bjargslandinu í Borgar- nesi þar sem búið er að skipuleggja 56 nýjar lóðir sem verður hægt að úthluta fljótlega eftir áramót ef allt gengur upp. Þá eru þegar tilbúnar til úthlutunar 18 lóðir á Hvann- eyri. Búið er að ráða verktaka til að sjá um lagningu ljósleiðara um hin- ar dreifðu byggðir Borgarbyggðar og vonir standa til að sú framkvæmd klárist á næstu þremur árum. Tíminn er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og fylgja verkefnunum eftir af festu en umfram allt jákvæðni. Það er mikil uppbygging framundan og nú er það okkar að byggja saman upp stærra og sterkara samfélag þar sem skilyrði til búsetu eru hagfelld. Lilja Björg Ágústsdóttir, Höfundur er forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borg- arbyggð. Við ætlum að lækka fast- eignaskatt í Borgarbyggð Útsendingar Útvarps Akraness hófust síðastliðinn föstudag með þætti Ólafs Páls Gunnarssonar, Takið ykkur stöðu. Útsendingar stóðu yfir þar til síðdegis á sunnu- daginn með fjölbreyttri dagskrá þar sem finna mátti allt frá sögu- legu efni til tónlistar, barnaþátta, gríns og gamans. Að vanda var það Sundfélag Akraness sem stóð fyrir útsend- ingum Útvarps Akraness. Hafa þær verið árviss viðburður í men- ningarlífi bæjarins frá árinu 1988, hvorki meira né minna. Útvarpið fagnaði því 30 ára afmæli um þessar mundir á 70 ára afmælisári sund- félagsins. Í tilefni þess var fluttur sérstakur afmælisþáttur sundfé- lagsins, Sund í 70 ár. Sturlaugur Sturlaugsson, Ingunn Ríkharðs- dóttir og Guðmundur Páll Jóns- son, sem öll eru fyrrum formenn Sundfélags Akraness, fóru þar yfir sögu félagsins. kgk Útvarp Akranes ómaði um helgina Þátturinn Hálf-(V)iddar var á dagskrá Útvarps Akraness þegar Skessuhorn bar að garði. Viðar Engilbertsson og Ingi Björn Róbertsson á tali við Sævar Frey Þráinsson bæjarstjóra. Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður stjórnaði útsendingunni. Sundfélag Akraness er 70 ára á þessu ári. Í tilefni afmælisins var boðið í afmælisköku, kaffi og notalega sam- verustund síðastliðinn föstudag, um leið og útsendingar Útvarps Akra- ness hófust. Sundfélagið stendur sem kunnugt er fyrir Útvarpi Akra- ness og því við hæfi að fagna afmæl- inu samhliða útvarpsútsendingum, sem eru svo samofnar sögu félags- ins. Þá hefur útvarpið verið sent út frá 1988 og átti því jafnframt afmæli, 30 ára. Í tilefni afmælisins var einn- ig sendur út þátturinn Sund í 70 ár, í umsjón Sturlaugs Sturlaugssonar, Ingunnar Ríkharðsdóttur og Guð- mundar Páls Jónssonar. Öll eru þau fyrrum formenn sundfélagsins og fóru þau yfir sögu félagsins í beinni útsendingu á sunndaginn. kgk Sundfélag Akraness bauð í afmæliskaffi Óundirbúin sögustund með Sigrúnu Ríkarðs- dóttir í afmælisveislunni vakti lukku gesta. Trausti Gylfason, formaður sundfélagsins, nælir sér í eina sneið af afmælis- kökunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.