Skessuhorn


Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 05.12.2018, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2018 29 Starfsmaður óskast Óskum eftir að ráða starfsmann í 100% starf við framleiðsu í áfengisverksmiðjunni í Borgarnesi. Gott er að viðkomandi hafi lyftarapróf og iðnmenntun er kostur. Reglusemi og reykleysi er skilyrði. Áhugasamir sendi umsóknir og upplýsingar á purespirits@purespirits.is. Borgarnesdagatalið 2019 Borgarnesdagatalið 2019 er komið út. Veggdagatal með 13 myndum úr Borgarnesi, frá öllum mánuðum ársins. Myndirnar má sjá og fá nánari upplýsingar á www. hvitatravel.is/dagatal. Dagatalið fæst einnig í smásölu í Olís í Borgarnesi. Skrifstofa til leigu Til leigu skrifstofurými á Akranesi. Sameiginlegur aðgangur að eldhúsi og snyrtingu með annarri starfsemi í húsinu. Upplýsingar í síma 894-8998. Borgarbyggð - miðvikudagur 5. desember Jólafundur Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum verður haldinn í Brún í Bæjarsveit kl. 13:30. Akranes - miðvikudagur 5. desember Hátíðartónleikar Eyþórs Inga í Akraneskirkju kl. 20:00. Kórar úr heimabyggð verða sérstakir gestir á tónleikaröð Eyþórs. Miðasala á www. midi.is. Reykhólahreppur - miðvikudagur 5. desember Jólatónleikar KK & Ellen í Reykhólakirkju kl. 20:00. Jólatónleikar systkinanna eru orðinn fastur liður í jólahaldi fjölmargra Íslendinga. Miðasala á www.tix.is. Grundarfjörður - fimmtudagur 6. desember Prjónahittingur hjá Stelpó á Kaffi Emil kl. 16:30. Borgarbyggð - fimmtudagur 6. desember Aðventuopnun í Safnahúsi Borgarfjarðar. Lengri opnun í tilefni aðventunnar, opið til kl. 20:00. Aðventa, bók Gunnars Gunnarssonar í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar frá Reykjum í Lundarreykjadal frá kl. 18:00. Sjálfboðaliðar lesa og gestir eru boðnir velkomnir og hlýða á þegar þeir vilja og taka handavinnu með sér ef vill. Baðstofustemning og heitt á könnunni. Allir velkomnir. Snæfellsbær - fimmtudagur 6. desember Hátíðartónleikar Eyþórs Inga í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík kl. 20:00. Kórar úr heimabyggð verða sérstakir gestir á tónleikaröð Eyþórs. Miðasala á www.midi.is. Akranes - fimmtudagur 6. desember Jólagleði kóranna. Grundartangakórinn, Kvennakórinn Ymur, Karlakórinn Svanir og Kór Saurbæjarprestakalls halda sameiginlega tónleika í Tónbergi kl. 20:00. Kaffi og smákökur í hléi. Aðgangseyrir er kr. 3.500. Forsala aðgöngumiða er á Bókasafni Akraness. Ekki posi á staðnum. Borgarbyggð - föstudagur 7. desember Hátíðartónleikar Eyþórs Inga í Borgarneskirkju kl. 20:00. Kórar úr heimabyggð verða sérstakir gestir á tónleikaröð Eyþórs. Miðasala á www. midi.is. Hvalfjarðarsveit - laugardagur 8. desember Jólatréssala Skógræktarfélags Skilmannahrepps á skógræktarsvæðinu í Álfholtsskógi við Furuhlíð kl. 13:00 til 15:30. Kaffi og smákökur á borðum eftir skógarhögg. Einnig verður félagið með jólatréssölu 15. desember. Nánar á www. hvalfjardarsveit.is. Eyja- og Miklaholtshreppur - laugardagur 8. desember Rökkurró í Hofsstaðaskógi milli kl. 13:00 og 15:00. Foreldrafélögin á sunnanverðu Snæfellsnesi, í samvinnu við Sögufylgjur bjóða upp á heitt kakó, kaffi og piparkökur, söng og sögur, leiki og samveru. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Grundarfjörður - laugardagur 8. desember Grundfirðingar taka á móti ÍR B í 3. deild karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu í Grundarfirði frá kl. 16:00. Stykkishólmur - laugardagur 8. desember Snæfell mætir KR í stórleik elleftu umferðar Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl 17:00 í íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Grundarfjörður - laugardagur 8. desember Jólahlaðborð félags eldri borgara á Kaffi 59 kl. 18:30. Borgarbyggð - laugardagur 8. desember Jólatónleikar KK & Ellen á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi kl. 20:00. Jólatónleikar systkinanna eru orðinn fastur liður í jólahaldi fjölmargra Íslendinga. Miðasala á www.tix.is. Hægt er að panta borð fyrir tónleika í veitingahúsi Landnámssetursins í síma 437-1600 eða á landnam@landnam.is. Stykkishólmur - sunnudagur 9. desember Jólamót HSH í frjálsum íþróttum innanhúss verður haldið í írþóttahúsi Stykkishólms og hefst kl. 10:30. Sjá nánar á Facebook-síðu HSH: Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu. Dalabyggð - sunnudagur 9. desember Tvöföld sögustund í Byggðasafni Dalamanna frá kl. 14:00. Guðfinna S. Ragnarsdóttir segir frá Matthíasi Ólafssyni bónda og sergeant major á Orrahóli. Þá mun Jón Jónsson þjóðfræðingur kynna nýútkomna bók sína Á mörkum mennskunnar. Allir velkomnir og heitt á könnunni. Enginn aðgangseyrir, en tekið er við frjálsum framlögum þeirra sem líkar dagskráin (eða kaffið) og vilja styrkja safnið. Borgarbyggð - mánudagur 10. desember Skallagrímur mætir Val í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. ATVINNA Í BOÐI Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 1. desember. Drengur. Þyngd: 4.010 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Nanna Guðmundsdóttir og Hjalti Hrafn Hafþórsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. TIL SÖLU 2. desember. Drengur. Þyngd: 3.412 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Fanney Unnur Sigurðardóttir og Guillem Roca Saura, Akranesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 3. desember. Drengur. Þyngd: 3.550 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Svanhvít Mjöll Aradóttir og Ísak Máni Ingimundarson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. Markaðstorg Vesturlands Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is 26. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.060 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Brigita Slapsinskiene og Jónas Slapsinskas, Akranesi. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 27. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.712 gr. Lengd: 54 cm. Móðir: Sóley Bára Bergsteinsdóttir, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 30. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.789 gr. Lengd: 51 cm. Móðir: Arnþrúður Heiðrún Jóhannesdóttir, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 29. nóvember. Drengur. Þyngd: 3.502 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Sarah Skindbjerg Larsen og Atli Örn Þórðarson, Hellissandi. Ljósmóðir: Elín Arna Gunnarsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.