Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201814 Til sölu íbúðir í byggingu • Parhús við Fjólulund • Afhent fokhelt• 3 svefnherbergi • Viðhaldsfrí álklæðning á útveggjum, gluggum • og útihurðum Söluaðilar og allar nánari upplýsingar hjá: Eignaborg fasteignasala - Rakel Árnadóttir - S. 416 0500 – www.eignaborg.is Fasteignasalan Hákot - S. 431 4045 – www.hakot.is Fasteignamiðlun Vesturlands - S. 431 4144 – www.fastvest.is Fjólulundur 5 og 7 Akranesi Óskum viðskiptavinum okkar, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Starfsfólk Trésmiðjunnar Akurs ehf. Áratugalöng hefð er fyrir því að eft- ir að fyrstu jólasveinarnir mæta til byggða, spila félagar í Bridgefélagi Borgarfjarðar jólasveinatvímenn- ing. Síðastliðið föstudagskvöld fór jólasveinatvímenningur félags- ins fram. Sem fyrr voru pör dreg- in saman. Niðurstaðan eftir kvöldið var afgerandi. Logi Sigurðsson bú- stjóri og Sigríður Arnardóttir bóndi stóðu uppi sem sigurvegarar, með 61,8% skor. Sigríður sló um leið nýtt félagsmet, en þetta er í þriðja skiptið í röð sem hún ber sigur úr býtum í þessari keppni. Hefur hún á liðnum árum spilað með ungst- irnunum Loga og Heiðari Árna til skiptis. Í öðru sæti urðu Guðni Hallgrímsson og Ingimundur Jóns- son með 58,3% skor og í þriðja sæti Gísli Þórðarson og Sveinn Hall- grímsson með 57,6%. mm Jólasveinar Bridgefélags Borgarfjarðar Kvenfélög í Borgarbyggð eru dyggir styrktaraðilar Brákarhlíðar í Borgarnesi. Í síðustu viku komu félagskonur í Kvenfélagi Hvítársíðu færandi hendi í Brákarhlíð og af- hentu heimilinu ríflega þrjú hundr- uð þúsund krónur að gjöf. Pening- ur sá safnaðist á 90 ára afmælis- kvöldvöku kvenfélagsins sem hald- in var í Brúarási 9. nóvember síð- astliðinn. Björn Bjarki Þorsteins- son framkvæmdastjóri í Brákarhlíð vill koma á framfæri kærri þökk, en með honum á meðfylgjandi mynd er Halla Magnúsdóttir ásamt kven- félagskonum. mm Kvenfélagskonur úr Hvítár- síðu komu færandi hendi Verðlaunanefnd sjóðs sem kenndur er við Gjöf Jóns Sigurðssonar hef- ur tilkynnt um úthlutanir sjóðsins fyrir þetta ár. Sjóðurinn var stofn- aður samkvæmt erfðaskrá Ingibjarg- ar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðs- sonar forseta, árið 1879 og hefur með hléum veitt fræði- og vísinda- mönnum viðurkenningu fyrir vel samin rit og styrkt útgáfu þeirra og merkra heimildarrita. Úthlutað er úr sjóðnum annað hvert ár. Að þessu sinni úthlutaði nefndin 17 styrkj- um, að upphæð 9,6 milljónir króna. Verðlaunanefnd er skipuð af Alþingi en í henni eiga nú sæti Sturla Böðv- arsson, Soffía Auður Birgisdóttir og Vigdís Sveinbjörnsdóttir. Meðal styrkþega er Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur fyrir bæk- urnar Saga Borgarness I og II bindi, Byggðin við Brákarpoll og Bærinn við brúna. Meðhöfundur Heiðars við söguritunina var frændi hans Eg- ill Ólafsson sem féll frá þegar verk- ið var í vinnslu. Styrkurinn er upp á hálfa milljón króna. mm Verðlaunað fyrir Sögu Borgarness Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur ritaði Sögu Borgarness ásamt Agli Ólafssyni frænda sínum. Sér fyrir endan á rekstri Sjávarsafnsins í Ólafsvík Frá afhendingu styrkjanna við slit Sjávarsafnsins. Sjávarsafnið á Norðurtanga í Ólafs- vík mun innan skamms verða lagt niður en lítil starfsemi hefur ver- ið undanfarin ár og var ljóst fyr- ir nokkru að ekki yrði áfram rekið safn í húsinu. Þótti stjórn safnsins því eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem eftir stóðu þegar búið verður að greiða skuldir safnsins og kostn- að við að loka því, yrðu látnir renna aftur til samfélagsins þar sem upp- bygging og rekstur safnsins frá upp- hafi hefur verið fjármagnað með styrkjum frá opinberum sjóðum, Snæfellsbæ og stuðningi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga. Voru styrkirnir afhentir laugar- daginn 15. desember á Kaldalæk. Í ræðu sinni við þetta tækifæri sagði Jóhannes Ólafsson frá sögu safnsins en það var stofnað í október 2000 og hófust framkvæmdir í byrjun árs 2001. Boruð var borhola til að fá sjó inn í húsnæði safnsins og smíðuð þrjú 4.500 lítra búr og tvö 1.500 lítra búr. Var fljótlega bætt við nokkrum minni búrum fyrir smærri lífver- ur úr sjó og fjöru. Hafi til að byrja með gengið erfiðlega að fá fiskana til að lifa en með góðum vilja, frjóu ímyndunarafli og samstarfi við líf- fræðinga, voru fundnar lausnir sem skiluðu árangri. Hafði stjórn safns- ins uppi stórar hugmyndir um safn að erlendri fyrirmynd en til að þær hefðu getað gengið eftir hefði safnið þurft að hafa mjög mikið fjármagn sem það hafði ekki aðgang að. Gerði stjórn safnsins ítrekaðar tilraunir til að fá menningar- eða ferðaþjón- ustutengda starfsemi í húsið. Gekk það ekki eftir og húsið því sett á sölu og fékkst kaupandi að því í haust. Þau málefni sem fengu styrki síð- astliðinn laugardag voru: Sjómanna- garðurinn í Ólafsvík, fjórar milljónir vegna breytinga í garðinum. Ólafs- víkurkirkja fékk hálfa milljón króna í sjóð til að bæta aðgengi fyrir fatl- aða. Uppbygging Ólafsvíkurrétt- ar fékk 300.000 krónur og Hesteig- endafélagið Hringur 200.000 kr. til uppbyggingar reiðhallarinnar. Fyr- irhugað er að safnið styrki fleiri verkefni á næstu og hugsanlega þar- næsta ári þa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.