Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201818 Kynningarfundur um lög um áætl- að samþykki til líffæragjafar var haldin á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á Akranesi síðastliðinn miðvikudag. Kynningaátakið er með heitinu „Við gefum líf.“ Því er ætlað að kynna nýja löggjöf fyrir starfsfólki á heilbrigðisstofnunum. Kynningunni var varpað til ann- arra heilbrigðisstofnana á Vestur- landi í gegnum Netið. Ný lög um líffæragjafir taka gildi 1. janúar næstkomandi. Í stað þess að fólk skrái sig sem líffæragjafa verður gert ráð fyrir samþykki fyr- ir líffæragjöf, nema annað sé tek- ið fram. Jórlaug Heimisdóttir hélt tölu, en hún stóð að kynningunni fyrir hönd landlæknisembættisins ásamt Jóhanni Jónssyni sem er yf- irlæknir líffæraígræðslu á Land- spítalanum. Jórlaug talaði um hvað felst í breytingunni. Til dæmis munu þeir sem hafa gefið sig fram sem líffæragjafa ekki þurfa að skrá sig upp á nýtt, en þeir sem ekki hafa tekið afstöðu til líffæragjafa núna fara á lista yfir mögulega gjafa. Þeir sem eru andvígir líffæragjöf þurfa þá að taka það fram á heima- síðunni Heilsuveru eða á heima- síðu embættis landlæknis. Þeir sem ekki búa yfir mikilli tölvukunnáttu geta fengið aðstoð frá hjúkrunar- fræðingum eða heimilislæknum við skráninguna, sé viðkomandi and- vígur líffæragjöf. Jóhann Jónsson yfirlæknir ræddi í stuttu máli um líffæraígræðslur hér á landi. Meðal annars kom fram að líffæraígræðslur hafa hingað til verið framkvæmdar erlendis, ann- að hvort í Danmörku eða Svíþjóð. Hins vegar hefur sú breyting orðið á síðustu árum að nýrnaígræðslur eru að miklu eða öllu leyti fram- kvæmdar hérlendis. Hann sagði langtímamarkmið vera að allar ígræðslur verði framkvæmdar á Ís- landi og þjálfuð verði upp ígræðsl- uteymi og gjafateymi. klj Samvera er besta jólagjöfin Fjölskyldan saman um jólin FLUGELDASALA Björgunarsveitin OK í Borgarfirði Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði verður með sölu á flugeldum fyrir áramótin. Salan fer fram í Bútæknihúsinu á Hvanneyri og Þorsteinsbúð í Reykholti frá klukkan 12 til 22 sunnudaginn 30. desember og á gamlársdag frá klukkan 11 til 15. Þökkum íbúum og öðrum velunnurum stuðninginn á liðnum árum. SKE SS U H O R N 2 01 8 PÓ ST U R IN N © /2 01 8 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Héraðsskjalasafn Akraness • Starf skjalavarðar Búsetuþjónusta • Starf iðju- eða þroskaþjálfa • Almennt starfsfólk Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum er að finna á www.akranes.is/lausstorf Slökkvilið Grundarfjarðar var á mánudagskvöldið kallað út vegna bruna á Kvíabryggju. Þar hafði glóð náð að læsa sig í reykkofa staðarins þar sem jólahangikjetið hékk í súð. Slökkvistarf gekk vel, en reykkof- inn er hins vegar ónýtur og inni- hald hans sem var gott betur en tví- reykt eftir brunann. mm/ Ljósm. tfk. Reykkofi Kvíabryggju brann Kynntu lög um áætlað samþykki til líffæragjafar Jórlaug Heimisdóttir frá embætti landlæknis og Jóhann Jónsson yfirlæknir líf- færaígræðslu. Starfsfólk af Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi fjölmennti á fundinn. Enn áttu margir eftir að bætast í hópinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.