Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201824 Fagna stórátaki í vegagerð AKRANES: „Bæjarstjórn Akraness fagnar þeirri viðhorfs- breytingu sem orðið hefur á Al- þingi Íslendinga til stórfelldra samgöngubóta sem fyrirhug- aðar eru á næstu árum og verða fjármagnaðar með álagningu flýtigjalda,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi bæjar- stjórnar Akraness 11. desemb- er sl. „Akurnesingar hafa ver- ið í fararbroddi í þessari hugs- un á Íslandi í yfir 20 ár eins og bygging og rekstur Hvalfjarð- arganga eru góður vitnisburður um. Bæjarstjórn Akraness vill minna á að hjá starfsfólki Spal- ar á Akranesi, sem annaðist dag- legan rekstur Hvalfjarðarganga, hefur myndast mikil þekking á gjaldtöku af notkun samgöngu- mannvirkja og vill bæjarstjórn Akraness hvetja Sigurð Inga Jó- hannsson, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra til þess að nýta þessa yfirgripsmiklu þekk- ingu starfsfólks Spalar við und- irbúning og ákvörðun um stað- setningu og umsýslu með inn- heimtu flýtigjalda á Íslandi.“ -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 8.-14. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 31.821 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 16.451 kg í fjórum róðrum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 27.365 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs. 21.469 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður: 7 bátar. Heildarlöndun: 239.268 kg. Mestur afli: Hringur SH: 55.596 kg í einni löndun. Ólafsvík: 15 bátar. Heildarlöndun: 383.464 kg. Mestur afli: Gunnar Bjarnason SH: 61.205 kg í þremur róðr- um. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 460.855 kg. Mestur afli: Örvar SH: 70.131 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 7 bátar. Heildarlöndun: 142.720 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 66.971 í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH - RIF: 70.131 kg. 10. desember. 2. Tjaldur SH - RIF: 68.521 kg. 13. desember. 3. Þórsnes SH - STY: 66.971 kg. 10. desember. 4. Hringur SH - GRU: 55.596 kg. 12. desember. 5. Rifsnes SH - RIF: 53.539 kg. 12. desember. -kgk Niðurstaða valkostagreiningar á leiðarvali fyrir veg um Gufudals- sveit í Reykhólahreppi er sú að R- leið, tillaga norsku verkfræðistof- unnar Multiconsult, sé vænlegasti kosturinn. Sem kunnugt er gerir sú leið ráð fyrir Vestfjarðavegi um Reykhóla og brú yfir Þorskafjörð. Eins og áður hefur verið greint frá ráðlagði Skipulagsstofnun stjórnendum Reykhólahrepps að láta gera valkostagreiningu á leiðar- vali Vestfjarðavegar. „Þetta var gert til að draga upp skýra, aðgengilega og hlutlæga mynd af þeim valkost- um sem liggja fyrir varðandi Vest- fjarðaveg 60. Til þess var fenginn óháður aðili sem hefur ekki áður komið að vinnu við V60 og engra hefði hagsmuna að gæta,“ segir í tilkynningunni. Valkostagreiningin fólst í stuttu máli á mati á tæknilegum, skipu- lagslegum, umhverfislegum, félags- legum og hagrænum þáttum fjög- urra leiða; D2 jarðgangaleið, R- leið, Þ-H leið um Teigsskóg og leið A3. Verkfræðistofan Viaplan var fengin til verksins og var það Lilja Guðríður Karlsdóttir sem vann greininguna. Sem fyrr segir telur Viaplan að R-leið sé vænlegasti kosturinn. Hún sýni betri niðurstöður fyr- ir tæknilega, skipulagslega, hag- ræna, umhverfislega og félagslega þætti en hinir kostirnir. Leið A3, sem er útfærsla Vegagerðarinnar á sömu leið, er talin næstbesti kost- urinn. Þar á eftir kemur Þ-H leið um Teigsskóg og af þessum fjórum er leið D2 með jarðgöngum undir Hjallaháls talin sísti kosturinn. Sendir Vegagerðinni tóninn Vegagerðin er í skýrslunni gagn- rýnd fyrir frumathugun sína á til- lögu Multiconsult, sem skilað var í haust. Niðurstaða frumathug- anar var að Þ-H leið væri vænleg- asti kosturinn. Í skýrslunni segir að erfitt hafi verið að bera saman val- kosti með tilliti til stofnkostnað- ar vegna þess að Vegagerðin hafi hækkað verðlag milli skýrslna 2017 og 2018. Þá sé einnig gagnrýnivert að Vegagerðin hafi ekki metið R- leið eins og hún lá fyrir frá Multi- consult, heldur búið til nýja A3 leið þar sem gert væri ráð fyrir því að endurbyggja þyrfti Reykhólasveit- arveg frá Reykhólum að gatnamót- um Vestfjarðavegar. „Þessi frávik á milli leiðar A3 og leiðar R gera það að verkum að nær ógerningur er að bera þær saman kostnaðarlega séð og verður það að teljast bagalegt af hálfu Vegagerðarinnar að hafa ekki einnig metið leið R eins og hún lá fyrir til að hægt væri að bera sam- an annars vegar útreikninga Multi- consult og hins vegar útreikninga Vegagerðarinnar. Viaplan fær ekki séð hvernig slík vinnubrögð geti verið verkefninu til framdráttar, þar sem ljóst er að mun mikilvæg- ara er á þessu stigi að ná raunhæf- um innbyrðis samanburði held- ur en að uppfæra verðlag,“ segir í skýrslunni. Til að reyna að leggja mat á stofnkostnaðinn kostnaði leit Vi- aplan til svarskýrslu Multicon- sult til Vegagerðarinnar. Þar hefur verið gert ráð fyrir uppbyggingu Reykhólasveitarvegar á öllum leið- arvalkostum, til að gera alla val- kosti samanburðarhæfa. Þar kem- ur fram að Þ-H leið myndi kosta 8,8 milljarða, R-leið 9,7 milljarða, A3 11,2 milljarða og D2 14,8 millj- arða. Til að flækja málið enn frek- ar er ágreiningur milli Vegagerð- arinnar og Multiconsult um mis- munandi brúartegundir, en það hefur áhrif á kostnað við leiðirn- ar. „Er hér mælst til þess að þess- ir aðilar setjist niður og nái sátt- um um þetta atriði þar sem veru- legur munur er á kostnaðaráætl- unum brúargerðarinnar,“ segir í skýrslunni. Hvað varðar rekstrarkostnað tel- ur Viaplan hann minnstan á leiðum R og A3, þá Þ-H leið en mestan á leið D2. Munurinn á milli Reyk- hólaleiðanna og Teigsskógarleiðar telst þó innan skekkjumarka. Allar leiðir hafa jákvæð áhrif á samgöngur Í valkostagreiningu Viaplan segir að ljóst sé að krafan um ódýrustu leiðina út frá stofnkostnaði stangist á við kröfu um náttúruvernd. Kall- að er eftir því að Vegagerðin breyti verkferlum sínum á þá leið að unn- in sé félagshagfræðileg greining á verkefnum á fyrri stigum, eins og gert er í nágrannalöndunum. Með því sé hægt að taka betur tillit til ófjárhagslegra þátta og útiloka leiðarvalkosti fyrr í ferlinu. Umferðaröryggi er metið mest á leiðum R og A3 og þær myndu stytta akstursleið skólabíls úr 108 km á dag niður í 58 km. Allar leiðir stytta vegalengdina á sunnanverð- um Vestfjörðum. Ef R-leið verð- ur farin og Dýrafjarðargöng tilbú- in verða t.a.m. 175 km frá Reyk- hólum til Ísafjarðar í stað 246 km áður. „Allar leiðir munu hafa já- kvæð áhrif á samgöngur, byggða- þróun og ferðaþjónustu á sunn- anverðum Vestfjörðum. R og A3 munu auk þess hafa mikil jákvæð áhrif á samgöngur, byggðarþróun og ferðaþjónustu á Reykhólum sem hinar gera ekki,“ segir í tilkynningu Reykhólahrepps. Verði R-leið eða A3 fyrir valinu liggur fyrir að leyfisveitingarferl- ið mun taka lengri tíma en ef Þ-H verður valin, eða um 26 vikur. Þá má gera því skóna að allar leiðir verði kærðar. Vegagerðin ósammála Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H sá kostur sem kemur helst til greina við uppbyggingu stofn- vegakerfis, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni. Vega- gerðin segir Þ-H leiðina koma best út við samanburð á öryggi, greið- færni og styttingu leiða. Auk þess segir Vegagerðin Þ-H leiðina hag- kvæmari. „Valkostagreining Viapl- ans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu,“ segir í tilkynn- ingu Vegagerðarinnar sem send var út samdægurs. Undirbúningur að vegagerð á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Skálaness teygir sig aftur til árs- ins 2004 þegar fyrsta matsáætlun á leið um Teigsskóg var lögð fram. Málið var lengi í kerfinu. Landeig- endur, Náttúruverndarsamtök Ís- lands og Fuglaverndunarfélag Ís- lands fóru í mál við Vegagerðina og kröfðust ógildingar. Málið fór alla leið fyrir Hæstarétt, sem féllst á kröfu þeirra og felldi úrskurð umhverfisráðherra um Teigsskóg- arleið (sem þá var B leið) úr gildi. Nýtt umhverfismat var lagt fram haustið 2015 og ný endanleg mats- skýrsla vorið 2017, þar sem fimm valkostir þóttu koma til greina, þar á meðal Þ-H leið um Teigsskóg. Síðan þá hefur Reykhólahrepp- ur unnið að aðalskipulagsbreyt- ingu. Sveitarstjórn fór þess á leit við Vegagerðina í júlí sl. að tek- inn yrði til skoðunar nýr valkostur, R-leið norsku verkfræðistofunnar Multiconsult. „Vegagerðin gerði grein fyrir þeim valkosti í greina- gerð til Reykhólahrepps í október 2018 þar sem fjallað er um frum- athugun á þeim valkosti (leið A3) ásamt samanburði við leiðir Þ-H og D2 og hvernig vikið var frá leið R,“ segir í tilkynningunni. Verkefnið að tengja Vestfirði Vegagerðarin segir að leið A3 og R-leið hafi ákveðna kosti út frá byggðarsjónarmiðum þar sem Reykhólahreppur tengist betur til vesturs. „Það hefur hins vegar ekki verið megin markmið fyrirhug- aðra framkvæmda.“ Vegalengd- in frá Reykhólum til Patreksfjarð- ar myndi styttast um 40 til 50 km verði farið með brú yfir Þorska- fjörð, en leiðin frá Patreksfirði og Ísafirði til höfuðborgarinnar myndi lengjast um 4-5 km. „Það er ljóst að verkefni Vegagerðarinn- ar snýr að því að tengja Vestfirði með stofnvegi og tryggja þannig samgöngur við Vestfirði sem heild, hagsmunir Reykhólahrepps eru því ekki einir hafðir til hliðsjónar við leiðarval,“ segir Vegagerðin. Þá telur Vegagerðin núverandi Reykhólasveitarveg ekki fullnægj- andi sem flutningaleið og stofn- veg. Hann uppfylli ekki kröf- ur og sé ekki hæfur fyrir fyrirsjá- anlega umferðaraukningu nema með töluverðri endurbyggingu og lagfæringu. Því segir Vegagerðin nauðsynlegt að gera ráð fyrir end- urbyggingu hans. Kostnaðarmat Vegagerðarinnar gerir því ráð fyrir að leið A3 sé um fjórum milljörð- um dýrari en leið Þ-H. Sem fyrr segir mælir Vegagerð- in enn með því að nýr vegur verði lagður með Þ-H leið um Teigs- skóg. „Sú framkvæmd er fullfjár- mögnuð í þeirri tillögu að sam- gönguáætlun sem er til umfjölunar á Alþingi. Velji sveitarstjórn Reyk- hólahrepps að fara aðra leið sem Vegagerðin telur dýrari er ljóst að sú leið er ekki fjármögnuð að fullu og óvíst hvenær framkvæmdir geti hafist. Aftur á móti leggur Vega- gerðin áherslu á að sama hvaða ákvörðun sveitarstjórn Reykhóla- hrepps tekur að það muni ekki standa á Vegagerðinni að vinna að vegabótum á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit,“ segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. kgk R-leið vænlegust samkvæmt valkostagreiningu Vegagerðin ósammála og telur Þ-H leið besta kostinn Leiðarvalkostirnir fjórir sem eru umfjöllunarefni þessarar skýrslu, ljósgula línan er núverandi Vestfjarðavegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.