Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 31 Friður mikilvægari en stríð Þremur árum eftir opnun Her- námssetursins að Hlöðum var bætt undirtitli við nafn safnsins og heitir það í dag Hernámssetrið - War and peace Museum, eða stríðs og frið- arsafnið. Þetta var gert því að safn- inu fór að berast hlutir sem tengd- ust ekki seinni heimstyrjöldinni en voru engu að síður mikilvægir hlutir sem Gauja þótti ástæða til að halda upp á. „Þetta voru hlutir sem tengj- ast til dæmis Kóreustríðinu, stríðinu í Víetnam og fleiri styrjöldum. Við vildum því opna safnið fyrir slík- um munum og leggja á sama tíma áherslu á að senda skýr skilaboð til komandi kynslóða og yngra fólks að friður sé mikilvægari en stríð. Stríð er stór hluti af okkar sögu og menningararfleifð og við eigum ekki að fela það neitt. Við eigum að segja sögurnar en með þeim hætti að læra af þeim og leggja áherslu á mikilvægi friðar.“ Þá segir Gaui það standa til að setja upp minnisvarða á Hlöðum sem mun hafa það hlut- verk að hjálpa stríðshrjáðum börn- um um allan heim. „Hugmyndin er að fólk getu keypt steinvölu á sem nemur einum dollar og annað hvort fengið hana senda til sín eða við setj- um hana í vörðu hér fyrir utan. All- ur peningurinn mun svo renna beint til stríðshrjáðra barna. Hugmynd- in er að þetta verði bolti sem mun svo bara rúlla áfram um ókomna tíð. Við höfum fengið til liðs við okkur nokkra aðila, fræga aðila, bæði er- lenda og innlenda, til að taka þátt í þessu með okkur. Aðila eins og Tom Cruise og Madonnu. Þetta er þó enn á byrjunarstigi en við stefnum á að eftir eitt og hálft til tvö ár verði byrjuð að myndast falleg varða hér úti á flötinni,“ segir Gaui litli og bætir því við að þegar að því kem- ur verði haldnir styrktartónleikar á Hlöðum sem verða sýndir í beinni útsendingu á netinu. „Ég er gríðar- lega spenntur fyrir þessu verkefni en með aldri og þroska hef ég bet- ur gert mér grein fyrir því hversu margir þjást í raun og veru í þessum heimi vegna stríðsátaka. Mér finnst ég ekki geta setið og gert ekkert. Ég get í það minnsta reynt að leggja málefninu lið og þetta er mín tilraun til þess. En eins og með allt annað sem ég geri hér á safninu er ég ekki einn heldur er hópur góðs fólks með mér í liði í þessu eins og öðru,“ segir hann og brosir. „Við stefnum að því að við hér í Hvalfjarðarsveit verðum leiðandi í friðarmálum hér á landi og erlendis og erum búinn að vera með það í undirbúningi í nokkur ár en allt svona tekur tíma en þetta er vel hægt.“ Vill setja upp minnis- varða um fallna sjómenn Með mikla áherslu á að fræða gesti setursins um söguna á sama tíma og rík áhersla verður á frið, ætlar Gaui litli að halda áfram að byggja upp Hernámssetrið næstu árin en eins og fram hefur komið skrifaði hann nýverið undir húsaleigusamning við Hvalfjarðarsveit. „Þessi samningur er gríðarlega mikilvægur bæði fyrir mig og setrið og sér í lagi því sveit- arstjórnin samþykkti hann einróma. Sveitarstjórn styður myndarlega við safnið í formi þessa húsaleigusamn- ings. Þannig finn ég að Hvalfjarðar- sveit stendur einhuga á bakvið það sem við erum að gera hér á safninu og það ýtir undir velgengni kom- andi ára og framtíðaruppbyggingu. Nú höfum við velvilja fyrir því að færa okkur hér út á tún og erum þeg- ar komin mikil áform fyrir næstu ár,“ segir Gaui og brosir. Eitt það fyrsta sem fyrirhugað er að gera á setrinu á næstu mánuðum er að koma upp minnisvarða um íslenska sjómenn sem létust í seinni heimsstyrjöldinni en þeir voru 250 talsins. „Í samvinnu við utanríkisráðuneytið eigum við bara eftir að finna stað fyrir minn- isvarðann en við viljum gera þetta nokkuð myndarlega. Málið er að hlutfallslega misstu Íslendingar mið- að við höfðatölu mest í seinni heims- styrjöldinni. Okkur þykir mikilvægt að Íslendingar viti þetta og geri sér grein fyrir að seinni heimsstyrjöld- in hafði mun meiri áhrif á okkur en margir vita.“ Notalegt safn þar sem gestir fá mikla nálægð við munina Aðspurður hvort safnið sé betur sótt af innlendum eða erlendum ferða- mönnum segir Gaui litli það nokk- uð jafnt skipt. „Það sem við viljum er að fá enn fleiri til okkar, bæði erlend- is frá og þá sem hér búa. Ég er bjart- sýnn að það muni gerast núna þar sem við höfum fengið pening til að kynna okkur betur. Markaðsmál eru alltaf dýr og það er erfitt að byggja upp svona safn og standa undir föst- um kostnaði. Markaðssetning mæt- ir alltaf afgangi. Hingað hafa margir komið sem hafa ferðast um og skoð- að söfn um allan heim. Allir dásama þetta safn og ég held að það sé vegna þess að hér fær fólk svo mikla nálægð við munina. Þú mátt snerta og svo eru meira að segja einstaka búning- ar sem fólk getur klætt sig í og fengið hjálm og gervibyssu til að láta taka af sér myndir. Við leggjum upp með að hafa safnið notalegt og persónulegt,“ segir Gaui litli. Samvinnuverkefni við Landhelgisgæslu Íslands Síðustu þrjú ár hefur Gaui í samstarfi við nokkra kennara unnið að því að koma af stað fræðsluverkefni fyr- ir nemendur í 9. og 10. bekk. „Þess- ir krakkar eru að læra um hernám- ið á Íslandi og við viljum koma upp prógrammi í tengslum við námefnið. Hugmyndin er að þau komi hingað að vori og fari í smá keppni og smá leynileik inni á safninu sem er bæði fróðlegur og skemmtilegur fyrir þau. Við höfum reynt þetta á nokkrum hópum nú þegar og allir verið rosa- lega kátir,“ segir Gaui litli. Annað verkefni sem hann hefur verið að vinna að á Hernámssetrinu er sam- vinnuverkefni við Landhelgisgæslu Íslands um sýningu á þeirra starfi frá 1926-1950. „Það hafa margir spurt hvar Landhelgisgæslan hafi verið á þessum árum, hvort hún sat bara á kantinum eða hvort hún hafi á einn eða annan hátt tekið þátt. Við viljum segja þessa sögu og erum að vinna í að setja upp sýningarrými hér innan- dyra. Stærri munum verður komið fyrir á flatirnar hér fyrir utan,“ seg- ir Gaui litli og bætir því við að stefnt verði að því að sýningin opni næsta vor. „Við erum alltaf með uppákom- ur 10. maí, en þann dag komu Bret- arnir hingað. Hugmyndin er að vera með stóra uppákomu næsta vor og jafnvel að vígja þá þessa samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands og skrifa undir samstarfssamninga. En það er ekki búið að negla það nákvæmlega niður,“ segir Gaui. Gisting í anda hernámsins Næsta vor munu gestir á Hlöðum hafa kost á því að upplifa að litlum hluta hvernig það var að vera her- maður í Hvalfirði í seinni heim- styrjöldinni. Hægt verður að panta gistingu í grænum hertjöldum þar sem sofið verður á hermannabedd- um í þeim stíl sem var hér á þess- um tíma. „Þessi hugmynd er nokk- uð gömul en ég hef alltaf haft þann draum að geta tengt gistinguna hér við hernámið. Annað árið mitt hér á Hlöðum teiknaði ég upp þrjá bragga, tvo sem áttu að vera til sýnis og einn sem ég vildi bjóða fólki að gista í. Hugmyndin var að innrétta braggana eins og þeir voru árið 1940. Gestirnir myndu svo fá rúmföt, handklæði og sápu- stykki við innritun og svo úthlut- að rúmi. Klukkan tíu ætlaði ég svo að gefa öllum rommstaup eins og Bretarnir fengu fyrir svefninn og slökkva svo öll ljós. Að morgni yrði svo skálaskoðun en allir þyrftu að búa um sig, þrífa og ganga frá og ef ekki yrði þeim refsað með einhverjum hætti,“ segir Gaui og brosir. Hann ákvað að byrja aðeins smærra og næsta vor verða sett upp tjöldin, hver veit svo nema bragg- arnir rísi einn daginn. arg Á Hlöðum er stór salur sem hægt er að nýta fyrir ýmsa viðburði. Eins og sjá má eru ekki margir lausir fletir fyrir muni á Hernámssetrinu en hér sést inngangurinn á safnið. Hér geta gestir Hernámssetursins að Hlöðum upplifað sig sem háttsettann hermann í seinni heimsstyrjöldinni þegar þeir fá sér sæti til að kvitta í gestabókina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.