Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 46

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201846 Hólmfríður Friðjónsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk BA prófi frá HÍ árið 1989 í al- mennum málvísindum, þýsku og uppeldis- og kennslufræði og 8. stigi í einsöng frá Tónlistarskólan- um í Reykjarvík árið 1996 þar sem Ruth. L Magnússon var aðalkenn- ari hennar. Auk þess stundaði hún nám í klassískum gítarleik um all- langt skeið hjá Símoni H. Ívarssyni í Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. 25 ára gömul fór Hólmfríð- ur að kenna þýsku við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ en hún hef- ur einnig kennt við Menntaskól- ann í Reykjavík og Kvennaskólann, auk þess sem hún leiddi kórastarf í Garðabænum og í Kvennaskól- anum. Hólmfríður flutti í Stykkis- hólm árið 2003 og hefur allar göt- ur síðan starfað við Tónlistarskóla Stykkishólms. Hún hefur einn- ig starfað við þýskukennslu í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga frá stofn- un hans árið 2004. Karlakórinn Kári hóf göngu sínu í Stykkishólmi árið 2008 undir stjórn Hólmfríðar og í kjölfarið hafa siglt fleiri kórar og sönghópar: Karlakórinn Heið- björt, sem samanstendur af mönn- um í Staðarsveit, Breiðavíkur- og Miklaholtshreppi, Samkór Lýsu sem er í grunninn kirkjukórar Stað- arsveitar-, Búða- og Hellnasókna, og Söngsveitin Blær sem er skipuð átta konum í Stykkishólmi. Blaða- maður Skessuhorns hitti Hólmfríði í Stykkishólmskirkju snemma í vet- ur og ræddi við hana um tónlistina, lífið og tilveruna. Tónlistin er ástríða Þegar blaðamaður spyr um kóra- starfið brosir Hólmfríður og seg- ir það vera ástríðuna í lífi sínu. „Ég elska kóræfingarnar, þessa stund sem hefur það eina markmið að hljóma vel og skapa hamingju,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er búin að vera kórstjóri Karlakórs- ins Kára frá stofnun hans, en síð- astliðið vor fagnaði kórinn tíu ára afmæli. Við héldum af því tilefni glæsilega tónleika í Klifi fyrir troð- fullu húsi, fengum Eyþór Inga og Elmar Gilbertsson til liðs við okk- ur. Kári hefur haldið tónleika víða í gegnum tíðina og farið í eina ut- anlandsferð, til Færeyja sumarið 2016. Það var Sigurður Páll Jóns- son, núverandi þingmaður, sem kom að máli við mig árið 2008 með það erindi að ýta karlkór úr vör. Sigurður á einmitt útgerð sem heitir Kári og úr varð að kórinn fékk einmitt það nafn,“ segir hún. Hólmfríður þurfti ekki langan tíma til að hugsa sig um enda er tónlist ástríða hennar og hún nefnir að það sé einstök hamingja að skapa falleg- an hljóm með fólki sem ekki endi- lega hefur tónlistarmenntun, en mikla hæfileika og kraft sem virkj- ast í gegnum kórastarfið. Á þessum tíma voru meðlimir kórsins nokkr- ir karlar úr Hólminum en fljótlega fjölgaði félögum. Það bættust við menn úr Grundarfirði og svo slóg- ust Útnesjamenn í hópinn. „Í dag eru meðlimir kórsins víða af Nes- inu svo við æfum vikulega í Grund- arfirði, sem er miðsvæðis á Nesinu. Það er alltaf gaman á æfingum, mik- il kátína og léttleiki. Ég nota oftast óhefðbundna uppstillingu, læt hóp- inn mynda hring í kringum flygil- inn svo allir heyri vel í öllum. Við það verður hljómurinn svo jafn og fallegur og meiri nánd skapast milli söngvaranna,“ segir Hólmfríð- ur. Karlakórinn Kári syngur mest hefðbundin karlakóralög í bland við léttari lög sem flestir þekkja. „Hljómurinn í Kára er hlýr og heill og sem stjórnandi er ég afar stolt af þeim árangri sem náðst hefur.“ Mikilvægt að virkja mannauðinn Aftur var árið 2012 komið að máli við Hólmfríði varðandi sönghóp í Stykkishólmi, en í þetta skipti voru það nokkrir sjúkraþjálfarar og hjúkrunarfræðingur á St. Frans- iskuspítala. Úr varð Söngsveitin Blær sem lengst af taldi sex kon- ur, en nú hafa tvær bæst í hópinn. Allar hafa þær stundað söngnám, í mislangan tíma. Starf Blævar er öflugt, jólatónleikarnir hafa ver- ið einkar metnaðarfullir, þar sem Blær hefur m.a. átt samstarf við Kárana, eins og þeir eru stund- um kallaðir. Síðast tók Blær þátt í tónleikum Heru Bjarkar í Stykkis- hólmskirkju nú á aðventunni. ,,Við erum ekki með fastan undirleikara en köllum til liðs við okkur hljóð- færaleikara af svæðinu þegar á þarf að halda. Okkur þykir mikilvægt að virkja mannauðinn sem er inn- an seilingar en það er enginn skort- ur á hæfileikaríku tónlistarfólki hér á Snæfellsnesi. Mér finnst það mik- ilvægt hlutverk okkar sem höfum skapað okkur rými í tónlistinni að fylgjast vel með hvar hæfileikarn- ir liggja og hjálpa öðrum að skapa sér sitt rými,“ segir Hólmfríður og bætir því við að það séu mikil for- réttindi að hafa pláss í tónlistar- senunni. „Þeir sem eru komnir í þessa stöðu, að vera í nokkurs kon- ar forsvari á þessu sviði verða allt- af að vera á tánum að fylgjast með hvaða mannauður er í samfélaginu og virkja hann. Við viljum ekki að það leynist gersemar einhvers stað- ar sem ekki eru teknar fram og við sem erum með lykilinn eigum að skapa rými fyrir þessa hæfileika.“ Tók að sér kórstjórn í tveimur kórum til viðbótar Eitt síðdegi haustið 2013 þeg- ar Hólmfríður var á leið heim úr Tónó, eins og hann er kallað- ur, hitti hún kunningjakonu sína, Ólínu Gunnlaugsdóttur á Ökrum á Hellnum, sem hún raðaði vörum í bílinn sinn á Bónusplaninu. „Þeg- ar Ólína lyftir handleggnum til að loka skottinu segir hún: ,,Heyrðu Hólmfríður, værir þú kannski til í að taka við kirkjukórunum í sveit- inni?“ Þetta var í þessum aðstæð- um eitthvað svo einstaklega eðlileg spurning og einhvern veginn ekk- ert annað í stöðunni en að segja já. Já, algjörlega!“ Svo var það um vor- ið árið eftir að hún hitti þá bræð- ur Kristján og Svavar á Ölkeldu í Staðarsveit í sjoppunni í Ólafsvík eftir vortónleika Kára á Ingjalds- hóli, en þeir höfðu einmitt verið þar. Hvort hún væri kannski til í að taka við stjórn Karlakórsins Heið- bjartar sem hafði verið til um nokk- urt skeið. Aftur eitthvað svo hvers- dagsleg sena. Að segja já með pyls- una í hendinni í sjoppunni í Ólafs- vík. ,,Eitthvað svo mér líkt,“ seg- ir Hólmfríður. ,,Ég bara get ekki neitað slíkum boðum, kórastarf með alþýðufólki sem elskar að syngja er svo dásamlega nærandi og skemmtilegt! Heiðbirtingar eru vinsælir gleðigjafar og tónleikar þeirra eru alltaf vel sóttir. Það sem einkennir þá er fyrst og fremst allt það frumsamda efni sem þeir flytja, bæði lög og ljóð, sem Heiðbirting- ur eða sveitungi hans hefur samið. Það er aldrei að vita hvað við ger- um í framtíðinni en ég hlakka mik- ið til að starfa áfram með þessum góða hópi,“ segir Hólmfríður. Óhætt er að segja að Hólmfríð- ur sé eftirsótt í allt tónlistarstarf á Snæfellsnesinu og hefur átt farsæl- an tíma með Snæfellingum. Efnis- skrá Samkórs Lýsu, en það er nafn- ið á sameiginlegum kirkjukórum Staðastaðar-, Búða- og Hellnasókn- ar, samanstendur bæði af kirkjutón- list og annarri kórtónlist. „Það er „Ég hef það mottó í lífinu að segja já við góðum hugmyndum og vera alltaf til í lífið“ Rætt við Hólmfríði Friðjónsdóttur um kórastarf á Snæfellsnesi Hólmfríður Friðjónsdóttir við útskrift nemenda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Karlakórinn Kári með Kirkjufellið í bakgrunni. Söngsveitin Blær ásamt Heru Björk, Birni Thoroddsen og Ásvaldi Traustasyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.