Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201854 Fjórða iðnbyltingin er á næsta leiti, þrátt fyrir að hinni þriðju sé eigin- lega nýlokið. Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri á Akranesi er mik- ill áhugamaður um fjórðu iðnbylt- inguna og hélt meðal annars fyr- irlestur um þessa yfirvofandi bylt- ingu á Nýsköpunardegi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var í lok nóvember. Sæv- ar segir áhugann aðallega sprott- inn af því að hann hefur á sinni starfstíð unnið mikið í návígi við tækni, bæði í starfi sínu sem for- stjóri Símans og sem forstjóri 365 miðla og nú stjórnarformað- ur Reiknistofu bankanna. Þegar hann tók við starfi bæjarstjóra á Akranesi vildi hann halda tenging- unni við öra tækniþróun og hefur fylgst náið með þeim breytingum sem hafa gengið í gegn á síðustu árum og vill undirbúa Akranes fyr- ir fjórðu iðnbyltinguna. Fyrsta iðnbyltingin átti sér stað í lok átjándu aldar, með komu gufu- vélarinnar. Önnur iðnbyltingin gekk í gegn um hundrað árum síð- ar í lok nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu, með tilkomu stórra verksmiðja og rafvæðing- ar. Með þriðju iðnbyltingunni á seinni hluta tuttugustu aldarinn- ar tölvuvæddist heimurinn. Sífellt verður styttra á milli stórra bylt- inga í atvinnu og lífsháttum. Því göngum við inn í nýja iðnbyltingu, þá fjórðu mjög skömmu á eftir þeirri þriðju. Vitvélar og gervigreind Fjórða iðnbyltingin er öllu fram- tíðarlegri, ef svo má að orði kom- ast. Í fjórðu iðnbyltingunni felst vélmennavæðing, gervigreind, nanótækni, skammtölvur, líf- tækni, internet hlutanna, þrívídd- arprentun og sjálfstýrandi farar- tæki. Skrifaðar hafa verið sög- ur þar sem öll þessi tækni kemur fram, hvort sem hún er notið til góðs eða ills. Terminator-mynd- irnar eru kannski frægasta dæmið um hvernig þessi tækni hefur verið sett í dystópískan-búning, þar sem vitvélarnar taka yfir heiminn. Það er þó ólíklegt að svo verði í fram- tíðinni í raunveruleikanum. Tækni og framþróun sem fylgir fjórðu iðnbyltingunni mun þó hafa tölu- verð áhrif á lífsskilyrði manna, at- vinnuvegi og framtíð vinnulags. „Það sem skiptir okkur máli sem kaupstaður er hvernig við ætlum að undirbúa komandi kynslóð- ir fyrir þessar breytingar og fram- tíðina og það gerum við í gegnum menntakerfið,“ segir Sævar. Samfara fjórðu iðnbyltingunni eigi lítil samfélög eftir að finna fyr- ir miklum breytingum. Vélmenna- væðing og gervigreind eiga eftir að leysa mörg verk sem unnin eru af hugum og höndum manna í dag. En það er í mörg horn að líta áður en lítil samfélög taka á móti þeim tæknibreytingum sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni. Þó eru mörg sveit- arfélög komin langt á veg með að taka á móti fjórðu iðnbyltingunni, meðal annars með því að bæta netsamband. „Það er fleira í þessu en vél- mennavæðing, gervigreind og sjálfvirknivæðing. Það er líka nanótækni, ofurtölvur og líftækni. En vélmennavæðing og gervi- greind á eftir að hafa gríðarlega mikil áhrif á líf og störf fólks á næstu árum,“ segir Sævar Freyr og bendir á að breytingarnar séu ekki endilega allar væntanlegar á allra næstu árum. Það gæti tekið fjórðu iðnbyltinguna tíu til tuttugu ár að ganga alveg í gegn, en verulegar breytingarnar eru í farvatninu. Íslensk tunga í tæknina „Mikilvægt er að vernda íslensk- una og grunnatriði í því er að tungumálið okkar sé með í þeirri byltingu sem þróun máltækni er, sem felur í sér samvinnu tungu- máls og tölvutækni svo sem eins og flestir þekkja með Siri frá Apple og Alexa frá Amazon. Ef við ætlum sem samfélag að nýta alla mögu- leika fjórðu iðnbyltingarinnar þá verður að fjárfesta í máltækni.“ Sævar Freyr bendir á að nú þeg- ar hafi íslenska ríkið eyrnamerkt tvo milljarða til að þróa tengingu á milli íslenskunnar og tækninn- ar. „Um leið og tæknin fer að skilja íslenskuna þá förum við að vera á fullri ferð með að vera með í þess- ari byltingu,“ segir Sævar. Skattur- inn sé dæmi um ferli sem er orð- ið nær alveg rafrænt, verkefni sem áður var unnið á blöðum og hand- virkt en hefur nú færst yfir í tölvur og á internetið. „Það tilheyrir allt þriðju iðnbyltingunni. Núna erum við farin að fá forrit sem eru far- in að geta unnið úr og komið með tillögur að því hvernig hægt er að vinna lausnir til framtíðar.“ Þetta sé gervigreindin. Nú þegar til staðar Gervigreinin er í raun komin það langt að hún hefur hafið inngöngu í læknavísindin. „Gervigreind er nú þegar orðin umtalsvert betri en manneskjur í því að koma með greiningu og tillögu að meðhöndl- un á ákveðnum tegundum krabba- meins. Þetta er að gerast, þetta er til,“ áréttar Sævar. Hann bendir á að nú þegar starfi nokkur fyrir- tæki á Akranesi sem nýta sér tækni fjórðu iðnbyltingarinnar. „Skag- inn 3X notar myndavélatækni og algóritma til að greina þær afurðir sem flæða í gegnum þeirra lausn- ir. Þetta eru verk sem áður voru unnin í höndunum á fólki. ArTTré nýtir sér þrívíddarprentun til að skera út og búa til glæsileg grafísk lógó. Þetta er eitthvað sem áður var unnið í höndunum af miklu fagfólki. Og svo eru til þrívíddar- prentarar úti í heimi sem prenta hús.“ Verk sem áður voru unnin af mönnum færast í hendur vitvéla. Stór hluti starfa muni breytast og jafnvel hverfa en ný störf verði til. Sævar segir að það sé ekki spurn- ing um hvort þessi tækni verði hluti af framtíðinni, heldur hvenær og vandamálið verði ekki tækn- in heldur hvernig fólk eigi eftir að takast á við breytingarnar. „Sum- ir munu eiga erfiðara með að tak- ast á við svona breytingar en aðrir. Þeir sem eru tilbúnir í að aðlagast munu eiga auðveldara með þetta.“ Hvernig á að undirbúa næstu kynslóðir? „Það sem skiptir okkur máli sem kaupstaður er hvernig við ætlum að undirbúa komandi kynslóð- ir fyrir þessar breytingar og fram- tíðina og það gerum við í gegn- um menntakerfið,“ segir Sævar og kemur hér að kjarna málsins. „Við á Akranesi erum með einstaklega góða leik- og grunnskóla. Það er svo mikið svigrúm til athafna inn- an skólanna hjá bæði skólastjór- nendum og kennurum. Við erum búin að bera gæfu til þess í mjög langan tíma að fá framsýna skóla- stjórnendur sem eru tilbúnir að takast á við nýjungar í kennslu- háttum.“ Hann segir að til standi að halda Menntaþing á Akranesi á næsta ári. „Við viljum fá íbúa í bænum til að taka þátt í þessu með okkur og ræða hvernig við vilj- um að menntunin verði og hvern- ig við getum tryggt gleði, velsæld og ánægju.“ Hann segir að fara þurfi yfir námsgreinar og hvern- ig samspil þeirra geti verið í fram- tíðinni. „Það sem ég er algjörlega sannfærður um er að við eigum að gera meira af því að kenna sam- spil og nýtingu ólíkra námsgreina og kenna börnunum okkar enn frekar mannlega hæfni. Það þarf að efla hæfni sem einkennir okk- ur sem manneskjur eins og gagn- rýna hugsun og lausn vandamála. Við þurfum að undirbúa þau und- ir að takast á við breytingar. Það er engin stöðnun framundan.“ Útópísk-framtíðarsýn Sævar skýtur því að, að hann vilji nú ekki hljóma of útópískur eða hljóma eins og spámaður um fram- tíðina, það sé hann ekki. „En áhrif- in eiga eftir að verða mikil. Ég von- ast til að þessi iðnbylting eigi eftir að hafa þau áhrif á líf og störf sem við þekkjum í dag, þar sem fólk er að vinna langan vinnudag og þarf að sinna gríðarlega mörgu, að það skapist meiri lífsgæði. Mönn- um greinir á um hvernig fólk muni takast á við breytingarnar og hvernig framtíðin verður fyrir fólk. Í jákvæðari birtingarmynd af framtíðinni þá vinnum við minna en í dag og það er meira svigrúm til að skapa og hugsa. Aðalatriðið er hvernig við ætlum að undirbúa börnin,“ segir Sævar og hefur nú þegar rætt við mennta- málaráðherra um það hvernig hægt sé að takast á við fjórðu iðn- byltinguna og bjóða fram mennta- kerfið í Akraneskaupstað til þess að vera tilraun á nýjum áherslum í kennslu. „Okkur langar að vera það samfélag sem vinnur nokkuð þétt með menntamálaráðuneytinu í að móta stefnu til framtíðar.“ klj Fjórða iðnbyltingin í litlu samfélagi -Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er mikill áhugamaður um tækninýjungar og tækniþróun Sævar Freyr, bæjarstjóri á Akranesi, er mikill áhugamaður um fjórðu iðnbyltinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.