Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 57

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 57
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 57 fara í land, það var einfaldlega of erfitt að sigla að Flateyri vegna veð- urofsans. Einhverjir togarar reyndu að sigla að Flateyri, en þurftu frá að hverfa til að stefna ekki áhöfnum þeirra í lífshættu. Undarlegar aðstæður á Flateyri Varðskipið Óðinn kom að Flat- eyri rétt eftir klukkan níu að kvöldi 26. október. Þá var þegar búið að finna flesta sem lentu í flóðinu, lífs eða liðna. Aðeins átti eftir að finna eina eins árs gamla stúlku. „Það var alveg rétt ákvörðun hjá Baldri og Inga Hans að láta enga fara sem voru undir tvítugu og helst bara sjó- menn. Þegar við komum á Flat- eyri þá vorum við þessir sjóvönu tilbúnir, en það tók suma klukku- tíma að jafna sig og koma sér frá borði,“ segir Sumarliði. Begga er enn í fersku minni hvernig aðkoman að Flateyri var. Svo mikill snjór var yfir öllu að sjómennirnir sem stigu af Óðni gengu af skipinu í gámahæð og gengu ofan á snjónum. „Þegar við komum fyrst gangandi upp kaj- ann þá var það fyrsta sem maður sá önnur hæð af húsi, skökk þarna fyr- ir utan bakaríið. Þá hafði hún flotið þarna niður eftir, þar hafði einhver verið sofandi í rúmi og skautað nið- ur,“ segir Sumarliði. Það var enn úr- koma og Beggi taldi það vænlegast að vera áfram í sjógallanum, frem- ur en að fara í björgunarsveitargalla sem hann þó átti. Eflaust hefur liðs- aukinn verið kærkomin viðbót fyrir þá sem höfðu þá grafið og leitað frá því um morguninn í aftakaveðri. „Þú talar“ Sumarliði var látinn tala fyrir hóp- inn. „Það hafði ekkert verið rætt á milli okkar neitt, þeir vissu bara að ég hafði fengið slysavarnafélagsupp- eldi þannig að mér var bara ýtt fram fyrir hópinn og sagt; „þú talar“. Og þeir stóðu eins og klettar fyrir aftan mig. Massífir gaurar sem voru bara tilbúnir að vinna,“ segir Sumarliði og síðar minnist hann á að honum séu minnisstæðastir þessir sjómenn sem stóðu sig eins og hetjur. Eng- inn fékk að fara inn á snjóflóðasvæð- ið nema skrá sig inn og Sumarliði afhenti aðgerðastjórninni nafnalista og þeir voru sendir í að moka. Snjóflóðið hafði lent á nítján hús- um í byggðinni. „Það er svo ótrú- legur kraftur þegar svona flóð fell- ur. Það var eins og það hefði verið skorið ofan af húsunum með hnífi, veggirnir og allt. Maður sá bara parketið og gólfefnið og svo alveg slétt þar sem veggirnir á húsunum höfðu verið. Húsin voru bara farin af grunninum og önnur voru alveg stútfull af snjó,“ segir Beggi. Skafl- arnir voru yfirfullir af braki úr hús- unum; brotnum rúðum, veggjum, húsgögnum og persónulegum mun- um, sem gerði leitina að eftirlifend- um enn erfiðari. „Við bara mokuð- um þangað til við fengum pásu, sem var allt of löng fyrir þessa stráka sem voru með mér því þeir voru bara vanir að vinna,“ segir Sumarliði. Þögnin „Við bara mokuðum og þögðum. Það sagði enginn neitt. Í tvígang lendi ég á stað þar sem ég er hrein- lega að moka mig í gegnum barna- herbergi. Við vitum að við erum að leita að ársgamalli stúlku, hún er sú síðasta sem átti eftir að finnast,“ seg- ir Sumarliði og þagnar stutta stund. „Þarna voru litabækur og Tinnabæk- ur. Ég hugsa alltaf um Flateyri þegar ég sé bókina Tinni og eldflaugastöð- in. Allt sem kom upp þurftum við að fara með í kar. Þeir höfðu klúðrað því á Súðavík, eigur fóru forgörð- um í flóðinu þar. Núna var passað upp á allt, það var allt tekið. En það var mjög erfitt að vera hreinlega að moka sig í gegnum barnaherbergi,“ segir Sumarliði. Síðasta fórnarlamb snjó- flóðsins Notast var við leitarhunda við leit- ina. Aðstæður voru fjandsamlegar hundunum, sem voru orðnir mjög sárfættir. Glerbrot úr húsunum voru um allan snjóinn og skáru fæt- ur þeirra, en hundarnir héldu samt áfram að leita. „Við förum að moka af því hundurinn var búinn að finna slóð,“ segir Beggi. Hann bætir við að það hafi líka verið slóð eftir hund- inn, þar sem það blæddi úr fótunum á honum. „En hundurinn fór alltaf sömu leiðina, þannig að við mokuð- um alltaf áfram. Það var svo skrýtið að moka því það var svo mikil gler- ull í snjónum. Maður lenti kannski á einhverju mjúku, en það var glerull og hún er svo mjúk. Þetta var eins og að hitta í kodda. Við grófum þar til við fundum hana,“ segir Beggi. Stúlkan var eins árs gömul og síð- asta fórnarlambið. Hún fannst látin í snjónum. „Það sem mér er minn- isstætt þegar við erum að moka er þessi þögn. Það voru allir að moka og moka og moka. En það var algjör þögn. Svo þegar stúlkan finnst þarna rétt hjá þar sem ég var að moka verður þögnin algjör,“ segir Sumar- liði og þagnar, en heldur svo áfram. „Þá varð þögnin ennþá meiri, það stoppaði allt. Ég held meira að segja að vindurinn hafi stoppað. Ætli það hafi ekki verið sex manns sem báru börurnar undir þessa eins árs gömlu stúlku og byrðin hefur örugglega verið mjög þung.“ Gæludýrin finnast Það tók á að horfa upp á sorgina og missinn. Eftir að stúlkan fannst í skaflinum kom upp ástand sem Sumarliði lýsir sem millibilsástandi. Menn sem höfðu verið í mokstri tóku sér matarhlé. „Við vorum rétt búnir að kyngja þegar strákarnir taka mig og henda mér út því þeir vilja fá eitthvað að gera. Þeir vildu ekki hanga og gera ekki neitt,“ seg- ir Sumarliði. „Við tókum þessu bara sem verkefni. Það var svolítið erfitt að vera harði kallinn. Að vera sá sem bar byrðina. Maður þurfti að vera Framhald á næstu opnu Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða. Starfsfólk Hvalfjarðarsveitar sendir íbúum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og nýárs- kveðjur með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á líðandi ári SK ES SU H O R N 2 01 8 Aðstæður á Flateyri voru afleitar til leitar. Stórhríð geisaði og norðan stormur þegar flóðið féll. Leitarfólk þurfti að grafa í gegnum brak af húsum og persónulegum munum. Sumarliða er minnisstætt þegar hann lenti í því að grafa sig í gegnum barnaherbergi. Ljósm. Ragnar Axelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.