Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 58

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 58
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201858 svolítið brynjaður, en þetta hafðist,“ rifjar Beggi upp. Hópurinn fékk það verkefni að ganga á húsin fyrir ofan, á snjóflóðasvæðinu og byrgja fyrir glugga og hurðir á húsum sem höfðu þá verið rýmd og til að koma í veg fyrir frekari eignaspjöll. „Það stakk mig svolítið að það var bara búið að hlaupa frá öllu og skilja allt eftir eins og það var. Svo var kannski helm- ingurinn af húsinu fullur af snjó og allt hitt bara eins og fólkið hljóp frá því,“ segir Beggi hugsi. „Það voru sumir sem neituðu að fara í þetta verkefni, þeir voru einfaldlega bún- ir. Ég sagði strákunum bara að við tækjum þessu bara, þeir fara sem vilja. Sumir voru hræddir um að það kæmi annað snjóflóð,“ segir Beggi og vissulega var alltaf hætta á því. Fjallið stóð enn ógnandi fyrir ofan bæinn og talið var að snjóhengjurn- ar hefðu ekki allar fallið í flóðinu, svæðið var yfirlýst hættusvæði. „En það þýðir ekkert að hugsa um það, maður tekur bara svona verkefni og vinnur það.“ Sumarliði reynir að lýsa aðstæð- unum: „Þessi hús höfðu sloppið einhvern veginn. Flóðið hafði farið þarna á milli en það höfðu brotnað rúður í einhverjum húsum. Þá dúkka upp gæludýr þar út um allt. Þannig að við þurftum að kalla eftir því að þau yrðu sótt,“ segir Sumarliði og bætir við að þarna hafi verið komið fram á annan sólarhring frá því flóð- ið féll og enginn hafði fram að þessu leitt hugann að gæludýrunum. Áfallið og hjálpin Hægt og rólega fór björgunarfólk að tínast heim á leið. Björgunarfólk af Snæfellsnesi fékk að fara í gegn- um Vestfjarðagöngin sem þá var enn unnið við og flaug til baka í Stykk- ishólm frá Ísafirði. Mennirnir sem tóku þátt í björguninni og mokstr- inum á Flateyri voru margir hverj- ir mjög eftir sig andlega og líkam- lega. „Ég kom heim og sat hérna í tvo daga úti í horni og það náði eng- inn sambandi við mig,“ segir Sum- arliði. „Ég vissi ekkert af hverju ég var þarna, ég var bara á mjög myrk- um stað og gat ekki tjáð mig. Það var mjög skrýtið að vera svona. Meira að segja konan mín gat ekki náð sambandi við mig.“ Að tveimur dögum liðnum var Sumarliði boðaður í áfallahjálp á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Áfalla- hjálp var tiltölulega nýtt fyrirbrigði á Íslandi á þessum tíma. Settar voru upp áfallahjálparstöðvar á þrem- ur stöðum á Snæfellsnesi og mönn- unum sem tóku þátt í björgunar- aðgerðum var boðin aðstoð. Beggi hvatti alla sem hann hafði smalað saman til að sækja sér hjálp. „Ég veit um einn sem fór ekki og hann sagði mér að þetta hefði alltaf verið að naga hann. Hann varð aldrei samur. Það var svo gott að koma saman og bara ræða þetta. Þeir sem fóru ekki áttu bara mjög erfitt,“ segir Beggi. „Ég fór þarna og kom heim eins og nýhreinsaður hundur, en fram að því sat ég bara og þagði,“ segir Sum- arliði. „Ég er mjög ánægður að hafa farið þarna því heilinn á mér var í einhverju limbói sem ég réði ekkert við. Á engan hátt.“ Gat ekki farið vestur Báðir hafa þeir Beggi og Sumarliði farið á Flateyri eftir snjóflóðið. Beggi sigldi reglulega frá Bolungarvík og þekkti örlítið til á Flateyri. Hann var sóttur til að taka þátt í minningar- athöfn um flóðið tíu árum eftir að það féll þegar hann var í höfn í Bol- ungarvík. „Það var kolvitlaust veð- ur þá líka, en björgunarsveitin sótti mig fyrir þessa minningarathöfn. Þau mundu eftir að ég hafði ver- ið í mokstrinum. Þessi leit og þessi ferð á Flateyri 1995 risti djúp spor í minnið,“ segir Beggi. Sumarliði átti erfiðara með að fara aftur á Flat- eyri. „Við ferðuðumst alltaf mikið á sumrin við fjölskyldan, dætur mín- ar voru þriggja og fimm ára þegar flóðið féll. Við tjölduðum um allt, en ég sleppti Vestfjörðum algjörlega og fór ekki á Flateyri fyrr en börnin mín hættu að ferðast með okkur. Ég bara gat ekki farið á Flateyri í alveg tólf eða fjórtán ár. Ég bara skipulega sleppti því,“ viðurkennir Sumarliði. „En núna er ég búinn að fara í tví- gang og kíkja á minningarplattann og það var mjög gott. En þessi leit hafði mjög mikil áhrif á mig.“ Minnisstæð leit Síðan snjóflóðin í Súðavík og Flat- eyri féllu hefur snjóflóðavörnum verið komið upp, bæði fyrir vestan og víðar um land. Björgunarsveit- irnar hafa líka tekið miklum breyt- ingum. Skipulag í kringum leit- ir, liðssöfnun og annað hefur batn- að til muna. Einnig hefur áfallahjálp þróast mjög mikið á þessum árum. Sumarliði fékk að kíkja í varðskipið Þór þegar það lagðist að bryggju í Stykkishólmi fyrr í haust. „Það eina sem ég gat hugsað um þegar ég var að skoða skipið var að þetta væri skipið sem við hefðum átt að hafa þegar snjóflóðið á Flateyri féll.“ Þeim er leitin ennþá minnis- stæð. Beggi segir að honum sé í fersku minni hve erfitt það var að vera sterkur á þessum tíma. „Það var svo erfitt að halda aftur af sér og vera sterki kallinn þarna á Flateyri.“ Leitin tók mjög á fyrir alla sem tóku þátt í henni. „Ég man alltaf mest eft- ir fólkinu sem hjálpaði. Konunum í Slysavarnarfélaginu sem nestuðu okkur upp, björgunarsveitarfólk- inu og þessum sjómönnum. Þess- um hörkutólum sem stóðu eins og veggur á bak við mig.“ klj Sendum viðskiptavinum og félagsmönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4 Framhald af síðustu opnu Varðskipið Óðinn er ekki stórt skip. Þegar allir tæplega sjötíu leitarmenn frá Snæfellsnesinu og úr Borgarfirði voru komnir um borð var mjög lítið pláss. Mikill fjöldi björgunarsveitarfólks og annarra viðbragðsaðila tók þátt í aðgerðum á Flateyri. Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson/ Ljósmyndasafnið Ísafirði. „Þegar við komum fyrst gangandi upp kajann þá var það fyrsta sem maður sá önnur hæð af húsi, skökk þarna fyrir utan bakaríið.“ Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson/ Ljósmyndasafnið Ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.