Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 65

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 65
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 65 Kveðjur úr héraði Sími 477 2022 – Stillholt 23– www.dyrabaer.is SK ES SU H O R N 2 01 8 Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 GLEÐJUM MEÐ GÆÐUM SK ES SU H O R N 2 01 6 Kæru Vestlendingar! Hafursfellinu var ekki hnikað, þó norðurljósin ærsluðust um himin- hvolfið og buðu því upp í dans, eitt kvöldið hér í upphafi aðventu. Það stóð jafn tignarlegt og ætíð, leyfði ljósunum auðmjúklega, að baða sig í hvítum fönnum sínum og vissi að hvorugt gætu þau án hins verið, hin jarðbundnu náttúrufyrirbæri og þau hin loftkenndari. Hvort um sig þarfnast hins, svo veröldin haldi nú áfram að snúast og veltast, í enda- lausri leit sinni að hinu fullkomna jafnvægi lofts, láðs og lagar. Þar sem ég stóð úti í kaldri des- embernóttinni og dáðist að leik ljóss og skugga, fann ég til mikils þakklætis fyrir að fá að vera hluti af þessu sjónarspili öllu saman. Á þessum tíma árs tíðkast enn sá siður að setjast niður við kertaljós og ilmandi kaffibolla til að skrifa jólakveðjur til vina og vandamanna. Þá lítum við yfir árið og þökkum fyrir það sem liðið er og fögnum nýju ári full eftirvæntingar, stund- um með svolitlum kvíða, en von- um að það megi verða okkur öllum, farsælt og gott. Þetta gerðum við líka hér í Laug- argerðisskóla nú í upphafi aðventu, þ.e.a.s. nemendur okkar rýndu í skólastarfið, greindu það sem var gott, sem og hitt sem mætti bet- ur fara og veltu því fyrir sér hvað þau sjálf gætu gert til að bæta skól- ann sinn. Þátttakendur voru í fimm hópum, á aldrinum 5 – 14 ára sem skiluðu sínu með miklum sóma. Ein áhugaverðasta niðurstaða þess- arar vinnu var sú að krakkarnir voru afskaplega ánægðir með hve fáir væru hér í skólanum, en nem- endur í grunnskóladeildinni eru 15 og 8 nemendur eru í leikskólan- um. Þau sáu ótal kosti við þetta fá- menni, t.d. fengju þau öll toppþjón- ustu, gætu betur látið ljós sitt skína og einbeitt sér betur að þeim verk- efnum sem lægju fyrir hverju sinni. Þau sáu mörg sóknarfæri fyrir skól- ann og voru tilbúin að leggja sitt af mörkum til þess að bæta skóla- og félagslífið. Annað sem þau voru al- veg einhuga um var að auka sam- starf við aðra skóla, þau horfa í allar áttir og vilja gjarnan að skipulagt sé fjölbreytt samstarf á milli skólanna jafnt og þétt yfir veturinn. Þessi mikla ánægja kom okk- ur hinum eldri svolítið á óvart, við héldum kannski að viðhorf krakk- anna til skólans hefðu litast af því hve fá við værum, eins og það væri eitthvað slæmt. Auðvitað er það ekki slæmt – það er frábært! Það er auðlind sem margir öfunda okk- ur af. Hér er svigrúm til að sinna hverjum og einum, bjóða upp á fjölbreytt verkefni og einstaklings- miða námið. Nokkuð sem flest skólafólk dreymir um. Í fámenninu felast tækifæri – og viljinn til sam- starfs er gulls ígildi. Maður er jú manns gaman. Í viðhorfum krakkanna endur- speglast sóknarfæri okkar allra sem búum á landsbyggðinni, verum stolt af nærsamfélagi okkar, kunnum að meta það sem vel er gert og horf- um til hinna sem fjær búa um sam- starf í mikilvægum málum. Njót- um kyrrðarinnar, tækifæranna og náttúrunnar sem gefur okkur hér á Snæfellsnesi, svo óendanlega mikið – þvílík forréttindi að búa við slíka náttúrufegurð! En munum líka eftir því að sækjast eftir félagsskap ann- arra, læra af þeim og miðla þekk- ingu okkar og hugmyndum. Þannig þroskumst við, vöxum og döfnum. Það er eins farið með okkur mannfólkið og Hafursfellið, við erum öll aldeilis ágæt en getum vel á okkur ljósum bætt, frá fjarlæg- ari stöðum, verðum bara betri fyr- ir vikið. Þetta vita krakkarnir, bragð er að þá barnið finnur. Við getum agnúast út í náungann og furðað okkar á umtali og hljóð- um sem koma frá stólum eða hjól- um, jafnvel orðið alveg dauðuppgef- in á öllu þessu þrasi og veseni sem samferðafólk okkar býður stundum upp á. En það er alveg sama hve sár, reið eða pirruð við verðum – það er bara eitt í stöðunni – að finna með einhverju móti jafnvægið í tilver- unni og róa að hinu sameiginlega markmiði okkar; að reyna að láta gott af okkur leiða. Megi nágrann- ar okkar allra, njóta friðar og far- sældar um jól og áramót. Bestu aðventukveðjur úr Eyja- og Miklaholtshreppi, Ingveldur Eiríksdóttir. Jólakveðja úr Eyja- og Miklaholtshreppi Látum gott af okkur leiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.