Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 66

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 66
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201866 Kveðjur úr héraði Ég er mikið jólabarn og hlakka allt- af til jólanna. Samverustundirnar með fjölskyldunni finnst mér mik- ilvægastar og ég held að ég sé lík mömmu varðandi það – vil alltaf hafa sem flesta í kringum mig. Svo er það jólamaturinn, kökurnar, gjaf- irnar, tilhlökkunin og gleðin sem skín úr andlitum barnanna. Til- hlökkunin og gleðin þeirra er svo smitandi, enda er það alveg rétt sem Megas syngur; „ef þú smælar fram- an í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Mér finnst jólaskreytingar einn- ig ómissandi partur af jólunum. Ég vil helst byrja að skreyta um miðj- an nóvember, stundum fyrr. Mér finnst heimilið aldrei jafn fallegt og um jólin og það er sko aldeilis ekki vegna þess að allt er svo hreint, ný- skúrað og fínt, heldur vegna þess hve kyrrlátt það verður og róman- tískt þegar jólaljósin og skrautið er komið. Dimmir dagar verða bjartir og notalegir. Ég hef það líklega frá pabba, hann hefur alltaf verið dug- legur að skreyta og fjárfestir í nýju skrauti árlega. Það er stundum eins og maður sé komin til Las Vegas þegar pabbi er búinn að skreyta. Í ár er fyrsta skiptið sem ég sem held ekki jólin með mömmu og pabba. Ég er 33 ára gömul - já, stundum gerast hlutirnir hægt. Ég hlakka til að vera hjá tengdafjöl- skyldu minni og það verður spenn- andi að kynnast nýjum hefðum. Á næsta ári munu jólin svo breytast enn meira því lítill moli er vænt- anlegur í líf okkar Hlöðvers í maí. Forgangsröðunin mun breytast og lífið mun snúast um litla gullið. Ég hlakka mikið til að fara í fæðingar- orlof, ég veit að þetta verður áskor- un, en ég hlakka til vera í rólegheit- unum í Búðardal umvafin fjölskyld- unni minni. Ég tel það forréttindi að alast upp úti á landi, fá að kynn- ast sveitinni. Frelsið og öryggið hér er ómetanlegt. Það eru spennandi tímar fram- undan í Dölunum. Nýlega fékk ég nýja nágranna sem byggðu fyrsta einbýlishúsið í 10 ár hér í Búðardal. Einnig stefnir í uppbyggingu Vín- landsseturs hér, þar sem við Dala- menn getum kynnt eina af mörg- um Íslendingasögum Dalanna. Svo er von margra að á næsta ári hefjist bygging íþróttamannvirkis í Búð- ardal, en það mun bæta þjónustuna hér margfalt, jafnt fyrir unga sem aldna. Fyrirtæki á svæðinu leita að möguleikum til að styrkja og efla sinn rekstur og má þar nefna Sæfrost sem er að hefja ostruframleiðslu. Ég hef trú á því að árið 2019 verði ár framkvæmda til framtíðar í Dölun- um, samfélagið hér muni styrkjast og Dalirnir heilla sem aldrei fyrr. Með þessum orðum óska í Dala- mönnum og öðrum Vestlendingum gleðilegra jóla og farsældar á kom- andi ári. Svana Hrönn Jóhannsdóttir Dalakona Jólakveðja úr Dölunum Jólaskreytingar í Las Vegas Nú þegar líða fer að jólum er það gömul og góð venja að horfa til baka yfir árið, rifja upp góð- ar stundir á árinu og þakka fyrir það sem á daga manns hefur drif- ið. Jafnvel þakka erfiðu stundirn- ar því þær kenna okkur svo margt, þær kenna okkur margt um okkur sjálf og fólkið okkar. Það eru góðu stundirnar sem lifa og vaxa í minn- ingunni á meðan hugurinn fel- ur erfiðu tímana. Þær stundir sem virðast erfiðar á meðan við upplif- um þær verða þó oft á tíðum góðar vegna einhvers sem þær færa okk- ur. Á árinu fórum við með miðju- drenginn okkar erlendis í aðgerð á hrygg. Vissulega erfið upplif- un á meðan og alls konar tilfinn- ingar sem maður upplifir. Þær eru ólíkar tilfinningarnar fyrir, á með- an og svo eftir svo stóran viðburð í lífi manns. En það sem stendur uppúr, ásamt öðru, er það hversu þétt fólk stóð við bakið á okkur. Ég upplifði það mjög raunverulega að hafa verndarhjúp góðra hugs- ana umhverfis mig á meðan hann var í aðgerðinni. Fyrirbænir og góðar hugsanir umvöfðu okkur á meðan við sátum á sjúkrastofunni í Þýskalandi og eins undarlega og það hljómar þá höfðum við ekki áhyggjur. Eftir á þótti mér þetta mjög merkileg tilfinning, en þarna upplifði ég áþreifanlega hvað sam- hugur getur verið öflugur. Þann- ig hefur þessi erfiði tími í okkar lífi sem fjölskyldu sýnt okkur hvað við eigum gott fólk og gott samfé- lag í kringum okkur. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Vonandi get ég endurgoldið því fólki sem stóð þétt við okkur en jafnframt óska ég engum að þurfa þann stuðning sem við vissulega þurftum. Öll knúsin, allar góðu hugsanirnar og kveðj- urnar, þeir sem héldu utan um hina drengina á meðan við vorum úti, þeir sem gættu heimilisins og kisu, þeir sem aðstoðuðu okkur fjárhags- lega og listinn gæti haldið áfram. Þetta skipti okkur miklu máli. Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að hún væri svo ánægð með það hvað ég væri dugleg að gera hluti og rækta fólkið í kring- um okkur. Það varð til þess að ég fór að hugsa aðeins um það. Eins og oft þá á maður það til að vera neikvæður við sjálfan sig og telur að aldrei sé nóg gert. En eitthvað höfum við gert rétt því við höfum umvafið okkur góðu fólki. Það höf- um við séð. Mitt heilræði á aðventunni til þín kæri lesandi er að nýta stund- ir sem gefast til að rækta fólkið í kringum þig. Það munu allir vera þakklátir ef þú stingur uppá ein- hverju skemmtilegu nú eða bara hringir og spjallar um ekkert sér- stakt. Ég lofa að amma þín og afi verða þakklát fyrir símtal eða stutta heimsókn. Það þarf ekki að vera brjálaður viðburður til að gefa okk- ur gott í hjartað. Vissulega er þetta kveðja úr mínu héraði þó svo að ég hafi tekið ansi persónulega til máls í þessari jóla- kveðju. Mitt samfélag er ekki bara vinir mínir og fjölskylda heldur líka fólkið í Grundarfirði og enn frekar fólkið á Snæfellsnesi. Ég er Grund- firðingur og ég er Snæfellingur. Hér í bænum okkar hefur öflugt fólk tekið sig til og endurvakið og byggt upp að nýju skíðasvæðið hér í bænum. Þetta er þvílík perla fyr- ir samfélagið okkar, bæði Grund- arfjörð og vonandi allt Snæfells- nesið, og í mínum huga er eins og heilum mánuði sé bætt við vetur- inn. Þá meina ég að í minning- unni vaxa þessir dagar sem svæð- ið er opið, þrátt fyrir að þeir telj- ist rétt um það bil jafn margir og puttarnir á fingrum okkar verður minningin einhvern vegin stærri. ,,Veturinn þegar við vorum allt- af á skíðum“. Verandi íþrótta- mamma, bæði í þeim skilningi að vera sjálf hálfgerður íþróttaálfur og strákarnir mínir, er ég þakklát fyr- ir alla uppbyggingu og hugmynda- vinnu sem eykur möguleika okkar og barnanna okkar til að hreyfa sig og auka útivist í æskuminningum sínum. Það er svo dýrmætt að búa til þannig umhverfi að barnæsk- an sé björt og fjörug. Þannig vil ég helst hafa þetta. Er nokkuð dásam- legra en að sofna þreyttur á kvöld- in eftir leik. Mig langar að óska þér les- andi góður innilega gleðilegra jóla, megir þú njóta aðventunnar í faðmi vina og fjölskyldu. Leikið ykkur inni, leikið ykkur úti, próf- ið að segja já þegar börnin stinga uppá einhverju sem þið ef til vill nennið ekki. Ég lofa að það verð- ur gaman - jafnvel þó það þurfi að laga eitthvað til eftir á. Vonandi hefur þetta ár fært þér margar góð- ar minningar og megi næsta ár vera þér farsælt. Freydís Bjarnadóttir Grundarfirði Jólakveðja úr Grundarfirði Samhugur getur verið öflugur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.