Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 67

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 67
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 67 Kveðjur úr héraði Stykkishólmsbær sendir Vestlendingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þakklæti fyrir árið sem er að líða Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðvesturkjördæmi óskar íbúum kjördæmisins og lesendum Skessuhorns gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið og stuðninginn á árinu sem er að líða. Gleðileg jól S K E S S U H O R N 2 01 5 Ég sit árla morguns með kaffiboll- ann minn og gef gætur að myrkr- inu úti fyrir. Aðventan er handan við hornið og íbúar bæjarins eru í óða önn að lýsa upp skammdeg- ið, prýða hús sín og umhverfi. Ég leiði hugann að bernskujólum mín- um en þessi árstími hefur alltaf ver- ið í miklu uppáhaldi hjá mér. Oft á tíðum var stutt liðið á haustið þeg- ar ég fór að finna fyrir tilhlökkun til jólanna. Ég var mikið jólabarn og tók virkan þátt í undirbúningi jólanna á mínu æskuheimili. Ég var vart komin heim í jólafrí þegar jóla- tónlistin var hækkuð í botn, sápu- vatnið blandað og hafist var handa við jólaþrif og annan undirbúning. Í ýmis horn var að líta á stóru heim- ili og móðir mín hjálpinni fegin. Ég naut aðdraganda jólanna og á góðar minningar þeim tengdum. Þegar ég leyfi huganum að reika og baða mig í minningum jólanna þá sé ég alltaf fyrir mér smákökurnar hennar mömmu. Þeim er fallega raðað á fat og af þeim skín einhver hátíðarljómi og eru mér einhvers- konar kærleikstákn jólanna. Þeg- ar ég var barn voru smákökurnar geymdar fram að jólum og minn- ingin um smákökufatið í eldhús- inu á jóladagsmorgun yljar þægi- lega. Þessi minning varð til í kring- um 1980 en síðan þá hefur samfé- lagið allt tekið miklum stakkaskipt- um. Það kemur fyrir að ég velti því fyrir mér hvort upplifun barnanna í dag beri minni keim af heilagleika jólanna. Stundum hef ég fengið á tilfinninguna að búið sé að gjald- fella jólin, þessa einstöku upplif- un sem ég tengdi við. Ég hef spurt mig að því hvort hinn sanni jóla- andi hafi orðið undir í samkeppni við stífa skemmtidagskrá og kaup- æði á aðventunni. Einnig hvort að- dragandi jóla, sem ég upplifði með mikilli eftirvæntingu, standist sam- anburð við lífsmáta okkar allt árið um kring. Stundum upplifi ég samfélagið allt á fleygiferð, reyna að toppa einhverjar fyrri upplifan- ir, gera meira, vera víðar. Ég get ekki fullyrt að sú sé raunin en upp- lifunin er mín. Allt er breyting- um háð og margt af því sem áður taldist fágætt og hátíðlegt er orðið afar hversdagslegt. Þrátt fyrir það skynja ég ekki minni eftirvæntingu til jóla hjá börnum í dag en ég upp- lifði sjálf í minni bernsku. Venjur eru aðlagaðar og við leggjum okkur fram um að skapa jólaanda og ljúf- ar minningar fyrir börnin og okkur sjálf. Gott veganesti sem vert er að hafa í huga þegar við skipuleggjum jólaundirbúninginn er það að ekki er þörf á flóknum aðgerðum til að brjóta upp aðventuna. Það nærtæk- asta er oft það dýrmætasta. Að vera til staðar í tíma og rúmi er lykill- inn að hátíðlegum minningum sem standast allan samanburð. Gleðileg jól! Ásta Kristín Guðmundsdóttir Borgarnesi Jólakveðja úr Borgarnesi Allt er breytingum háð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.