Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 72

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 72
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201872 Pétur Hraunfjörð, hagmælt- ur sagnamaður, fyrrum sjómað- ur, bílstjóri og þúsundþjalasmið- ur, flutti í Grundarfjörð fyrir um það bil sjö árum síðan ásamt konu sinni Þóru. „Hún er dönsk,“ seg- ir hann kíminn. Blaðamaður hvá- ir og Pétur hlær. „Já hún er dönsk, hún fæddist í mars 1944. Þá vorum við öll dönsk,“ segir hann og hlær meira. Hann er þó ekki danskur, enda fæddur í september. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá Pétri og hann hefur skapað sér orðspor fyr- ir að vera mjög hagmæltur. „Ég sest alltaf niður á morgnana hérna við tölvuna og kveð svolítið. Ég vakna klukkan sex og skrifa til átta um það sem mér dettur í hug.“ Morgun- inn sem blaðamaður Skessuhorns heimsækir Pétur á heimili hans Grund við Grundargötu í Grund- arfirði hefur hann þegar skrifað sex kviðlinga. En hver er Pétur Hraun- fjörð og hvaðan kemur hann? Allrahanda hagyrðingur „Ég er fæddur í Elliðaárdalnum í Reykjavík í húsi sem þar stend- ur enn, og var byggt 1913. Þar var ég alltaf á veturna en fór í sveit til ömmu minnar á vorin. Héðan er ég ættaður í báðar ættir allt frá 1750. Ég er einasti originallinn í sveit- inni,“ segir Pétur og bætir við að hann hafi líka verið hér á vertíð- um áður fyrr. „Ég hef hvorki ver- ið læknir eða lögfræðingur, en ég er búinn að gera ansi margt annað get ég sagt,“ segir Pétur eins og hann sé að byrja að kveða vísu en hafi svo hætt við eftir fyrstu línu. Hann byrjaði að stunda sjóinn þrettán ára að aldri, starfaði sem strætóbílstjóri í Reykjavík í tuttugu ár, og sam- hliða því í ýmsu öðru sem til féll. Meðal annars setti hann á fót bæði fataverslun og heildverslun þar sem selt var eitt og annað. Þá segist Pét- ur hafa komið töluvert nálægt bíl- um og húsbyggingum, en hann hefur gert nokkur hús upp og þá til dæmis húsið sem þau hjónin búa í nú. Um ævihlaupið allt hér sést og af því ekkert dregið. Eflaust væri lang, lang best ef landinn gæti hlegið. Úr Elliðaárdalnum í Eyrasveit ég yfirleitt var sendur. Þar lífsins gleði augum leit og ættar heimalendur. Hús og bíla höndlaði með heildsölu og búðir líka allskonar viðskipti víða séð en vil því (síður) flíka. Sagnamaðurinn En tengingin við Grundarfjörð hefur alltaf verið sterk. Amma hans bjó á Naustum í Eyrarsveit og hann var tíður gestur þar á sumrin. „Ég var hérna á hverju einasta sumri þangað til ég varð 13 ára, þá fór ég til sjós. En ég fór fyrst til ömmu minnar þegar ég var þriggja ára. Þá brennist ég til ólífis og amma vildi fá mig vestur til að hjúkra mér.“ Slysið atvikaðist þannig að þriggja ára togaði Pétur yfir sig hraðsuðu- ketil með þeim afleiðingum að hann brenndist illa á líkamanum. „Það vantaði bara að skrifa dánarvott- orðið,“ segir hann öruggur. Til allr- ar heilli lifði Pétur þó af þessa raun, með hjálp ömmu sinnar og foreldra og er nú kominn yfir sjötugt og enn í fullu fjöri. „En þetta var ekki í eina skiptið sem ég var talinn af,“ segir hann svo skyndilega og brosir kank- vís og segir svo hverja ótrúlegu sög- una eftir aðra. Týndist Fimmtán ára að aldri týndist Pét- ur ásamt áhöfn af togaranum Úran- usi við strendur Nýfundnalands. Þá var aftakaveður og loftskeytaklefinn fékk á sig brot með þeim afleiðing- um að sambandslaust varð við togar- ann í tíu sólarhringa. Fjölskyldur sjómannanna biðu eftir fréttum milli vonar og ótta og léttirinn var mikill þegar loks fréttist af afdrifum togar- ans. Pétur telur upp fleiri skipti sem hann hefur verið talinn af eða lent í alvarlegum slysum. „Af því ég er allt- af í aksjón,“ segir hann brosandi og nær dansar í skrifborðsstólnum. Um fermingaraldur fór til sjós fljótlega þar lærði að vinna þá lífsbaráttan varð mér ljós lífshlaupið skal nú kynna. Hagyrðingurinn En þótt Pétur sé alltaf í „aksjón“, eins og hann segir sjálfur, er ekki þar með sagt að hann sé alltaf á hreyf- ingu. Hann situr sem fyrr segir fyr- ir framan tölvuna tvo klukkutíma á dag í þungum þönkum og veltir orðum fram og til baka um tölvu- skjáinn. Afurðirnar eru oftar en ekki hnyttnar og skemmtilegar vísur eins og lesendur ættu nú að vera bún- ir að sjá. Pétur hefur meira að segja beitt ljóðmælunum fyrir sig sér til framdráttar. Fyrir ekki svo löngu þurfti hann að leita sér læknishjálp- ar í Reykjavík, hann þurfti að fara í aðgerð. „Ég átti að bíða einhvern tíma eftir aðgerðinni, en ég ljóðaði bara beint suður og sendi tölvupóst á spítalann sem er líklega ekki vel séð á þeim bæ. En niðurstaðan varð sú að ég þurfti ekki að bíða nema í tvo mánuði í stað átta. Þeir hleyptu mér bara að, eflaust til að losna við þetta ljóðarugl í mér,“ segir Pétur og skellihlær. Hann nýtti sér einnig „Ég var orðinn skrýtinn svo ég hélt því bara áfram“ -Pétur Hraunfjörð býr í Grundarfirði og er mikill hagyrðingur Pétur situr við tölvuna sína í tvo tíma á dag og semur vísur og kviðlinga. Þó eingöngu gamanvísur og gagnrýni. Togarinn Úranus týndist á Nýfundnalandsmiðum þegar Pétur var fimmtán ára og starfaði um borð í skipinu. Skipið var sam- bandslaust í töluverðan tíma og var verulega farið að óttast um áhöfnina. Skipverjar á Úranusi voru sjálfir glaðir að komast aftur til Íslands eftir volkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.