Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 79

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 79
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 79 Bókaútgáfan Hólar • holabok.is • holar@holabok.is SK ES SU H O R N 2 01 8 TVÆR FYRIR SJÓMENN - og landkrabbana líka! Laggó! inniheldur gamansögur af íslenskum sjómönnum og þar koma margir við sögu, tenntir og tannlausir, s.s. Lási kokkur, Bensi sailor, Magni Kristjáns, Oddur spekingur, Ingvi Mór, Jón Berg, Túlli og eiri og eiri. Víkingur - sögubrot af aaskipi og skipverjum er fróðleg og skemmtileg bók, sögð með orðum þeirra sem þar voru í skipsrúmi. Snædís Anna Þórhallsdóttir og Helgi Elí Hálfdánarson búfræðing- ar frá Hvanneyri tóku við rekstri tilraunabúsins á Hesti í Borgar- firði árið 2015. Nú hafa þau látið af störfum og Logi Sigurðsson ver- ið ráðinn nýr bústjóri. Hefur hann störf um miðjan janúar næstkom- andi. Logi er fæddur í Reykjavík en flutti í Borgarfjörðinn sex ára gam- all, þá fyrst að Hvítárbakka og svo í Steinahlíð í Lundarreykjadal þar sem hann er búsettur í dag. Hann er nemandi í búvísindum við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri. „Það er gríðarlega mikið tæki- færi fyrir mig að komast í þetta starf en ég hef mikinn áhuga á sauðfjár- rækt og öllu sem henni tengist,“ segir Logi í samtali við Skessuhorn. Samhliða námi hefur Logi með- al annars unnið hjá Líflandi og nú síðast hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. arg Nýr bústjóri á Hesti Logi Sigurðsson er ný bústjóri á Hesti. Ljósm. mm Undanfarna daga hefur Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðs- stjóri Borgarbyggðar farið í árleg- ar heimsóknir til barna í sjöunda bekk grunnskóla á starfssvæði slökkviliðsins. Þetta eru Laugar- gerðisskóli og Grunnskóli Borg- arfjarðar. Nú síðast fimmtudaginn 13. desember var röðin komin að nemendum í Grunnskóla Borgar- ness. Meðfylgjandi mynd var ein- mitt tekin í Gamla Mjólkursam- lagshúsinu við Skúlagötu þar sem bekknum er kennt. „Þetta forvarnaverkefni Slökkvi- liðs Borgarbyggðar er hugsað til þess að fræða unglinga á þessu ald- ursskeiði við hættunni af fikti við flugelda og að vara þau við að taka þá í sundur og reyna að búa til ennþá kröftugri sprengjur. Sam- kvæmt tölfræði eru drengir á aldr- inum 12 til 16 ára líklegastir til að fikta við flugelda og af því fikti hafa því miður orðið mörg mjög alvarleg slys á andliti og augum, en einnig á útlimum þeirra sem fyrir þessu verða,“ segir Bjarni. „Það gleðilegasta er að eftir að farið var af stað með þetta verk- efni fyrir nokkrum árum hefur ekki orðið neitt slys á unglingum hér í Borgarbyggð af völdum fikts, svo vitað sé. Slökkvilið Borgar- byggðar reynir að sinna forvörnum af kostgæfni og það er marg-sannað að forvarnarstarf skilar sér þegar upp er stað- ið. Í októbermánuði eru allir leikskólar hér á starfssvæðinu heim- sóttir og börnin frædd um eldinn og hættuna af honum og þau vinna verkefnið um Loga og Glóð. Í nóvembermán- uði er komið að nem- endum í þriðju bekkj- um grunnskólanna með verkefni og fræðslu frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna. Loks nú í desember er þetta átak um fiktið og flug- eldana,“ segir Bjarni að endingu. mm Fyrirlestur og fræðsla um afleiðingar fikts með flugelda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.