Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 89

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 89
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 89 Atvinnan ekki númer eitt „En svo ég haldi áfram að segja það sem maður á ekki að segja, þá er kannski stærsta uppgötvun- in sem ég hef gert í mínu starfi þessi; ég taldi alltaf að atvinnan væri fólki mikilvægust. Auðvitað skiptir hún gífurlega miklu máli og það má ekki gera lítið úr því. En þegar maður ræðir við fólk í dag er atvinnan ekki það sem fólk set- ur í fyrsta sæti. Það spyr; hvernig er leikskólinn? Hvernig er grunn- skólinn? Geta börnin mín stund- að íþróttir? Get ég farið út að borða? Hvaða afþreyingu get ég fengið hérna?“ Og svo framveg- is,“ segir Kristinn. „Í nútímasam- félagi þá skiptir öll grunnþjónusta auk menningar, lista og afþreying- ar alveg gífurlega miklu máli. Ef ég hefði verið spurður árið 2000 þá hefði ég ekki minnst á þetta, því ég gerði mér ekki grein fyrir mik- ilvæginu. Ef þessir hlutir eru ekki í lagi á hverjum stað þá skiptir ekki máli hvað fólk getur fengið góða vinnu, það hugsar ekki einu sinni um að setjast þar að,“ segir hann. „Þess vegna höfum við farið í að gera göngustíga, styrkja starf ung- mennafélaganna, bæta íþrótta- aðstöðu, styrkja Frystiklefann og reyna að efla ferðaþjónustu með því að búa til áningarstaði, styðja við uppbyggingu þjóðgarðsins, markaðssetja svæðið og svo fram- vegis,“ bætir hann við. „Best verð- ur maður var við breytta hugsun þegar maður ræðir við unga fólk- ið sem er að koma heim. Það sér að breyting hefur orðið á samfé- laginu, það er bæði meiri afþrey- ing í boði og betri grunnþjónusta en áður. Síðast en ekki síst segist unga fólkið hafa meiri tíma fyrir sig eftir að það flutti heim aftur. Hér fara ekki þrír tímar á dag í að fara með börnin í og úr skóla, á æf- ingar og annað. Hér er allt örstutt og börnin fara jafnvel bara sjálf. Nálægðin við alla þjónustu er svo mikil og foreldrarnir hafa meiri tíma fyrir sig.“ Komu fram sem ein heild En eins og lesa má úr orðum Krist- ins þá hefur staðan ekki alltaf ver- ið þannig. „Árið 2000 hittust sveit- arstjórnir á Snæfellsnesi og ræddu sín á milli hver gæti verið skýr- ing þess að fólki þætti svæðið ekki nógu áhugavert til búsetu. Tvennt stóð upp úr að okkar mati þá; fé- lags- og skólaþjónustan var ekki nógu góð, þar fannst okkur við geta bætt okkur. Einnig var áber- andi að börnin flyttu í burtu 16 ára gömul til að fara í framhaldsskóla og sneru síður aftur. Við einsett- um okkur að berjast fyrir tveim- ur verkefnum, að stofna Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga og fá framhaldsskóla á svæðið. Okk- ur tókst hvort tveggja á undraverð- um tíma. Félags- og skólaþjónust- an tók til starfa árið 2000 og árið 2004 vorum við komin með fram- haldsskóla,“ segir hann. Þar segir hann að sveitarstjórnarfólk á Nes- inu hafi komið fram sem ein heild. „Það sem við vissum þegar við vorum að berjast fyrir framhalds- skólanum, og þar sjást klókindi stjórnmálamannanna, var að fyrsta spurningin sem þeir myndu spyrja til að reyna að slá verkefnið út af borðinu væri; „og hvar á svo fjöl- brautaskólinn að vera?“ Þá myndi ég segja að hann ætti að vera í Snæfellsbæ, Grundfirðingarn- ir í Grundarfirði og Hólmararnir í Hólminum. En við vorum búin að útkljá málið áður en við fórum af stað, höfðum komumst að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að best væri að hafa skólann miðsvæðis, í Grundarfirði. Forsenda þess var auðvitað nýr vegur yfir Kolgrafa- fjörðinn og um Búlandshöfðann. Þetta tókst okkur,“ segir Kristinn. „Hvar ætlið þið að hafa þennan skóla?“ „Á fyrsta fundi sem við áttu með þingmönnum um málið hlustuðu þeir á okkur og við sögðum mjög áhugasöm frá því að stærsta verk- efnið og mesta framfaraskref- ið sem við þyrftum að stíga hér á Snæfellsnesi væri að fá fram- haldsskóla á svæðið. Þeir sögðu þetta allt saman gott og rétt en svo kom spurningin. „Og hvar ætlið þið nú að hafa þennan skóla?“ Og við sögðum, nánast í kór: „Nú, í Grundarfirði.“ Þá sló þögn á hóp- inn. Næsta spurning var hvort all- ir væru sammála um það og við sögðum bara já. Þá vorum við búin að snúa verkinu upp á þá og ekki hægt að nota deilur um stað- setningu sem einhverja afsökun til að ganga ekki beint í málið,“ seg- ir hann. „Maður hefur lært það í gegnum tíðina að samstaða sveit- arfélaga skiptir gríðarlega miklu máli þegar þarf að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunamálum. En þá þarf maður líka að kunna að gefa eftir og sveitarstjórnarmenn verða að vinna heimavinnuna sína, klára þessa innansveitarkróniku áður en farið er af stað til ríkisins og stíga alltaf fram sem samhentur og sterkur hópur.“ Málefni dagsins í dag En þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið gert þá eru verkefnin enda- laus, eins og Kristinn sagði áðan og það má aldrei hætta. Hver eru helstu verkefnin sem framundan eru? „Þetta árið hafa þrjú verkefni borið hæst hjá okkur í Snæfellsbæ. Í fyrsta lagi vorum við að berjast fyrir því að fá Fróðárheiði í útboð. Það hófst loksins. Við höfum líka verið að berjast fyrir því að bygg- ing Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hell- issandi verði boðin út. Það von- andi klárast núna í desember. Þar fyrir utan erum við að berjast fyr- ir fjölgun hjúkrunarrýma á Dval- arheimilinu í Ólafsvík. Það verk- efni verðum við að klára, því hér eins og annars staðar fjölgar eldra fólki og biðlistarnir eru alltaf að lengjast. Þetta eru brýnustu verk- efnin þar sem við erum að sækja á ríkið,“ segir hann. „Síðan ef mað- ur fer aðeins út fyrir Snæfellsbæ og horfir á það sem sveitarfélögin hafa verið að berjast fyrir í sam- einingu, þá eru efst á blaði vega- framkvæmdir frá Reykjavík og upp í Borgarnes. Þær skipta okk- ur í Snæfellsbæ alveg jafn miklu máli og íbúa í Borgarfirði, Hval- firði og á Akranesi. Þetta er hags- munamál fyrir okkur eins og alla aðra, til dæmis út frá umferðar- öryggi. Sveitarfélögin á Vestur- landi standa saman við að reyna að koma þessu máli í ákveðinn far- veg,“ segir Kristinn. Sveitarfélögin taki af skarið Hann er þeirrar skoðunar að sveit- arfélögin í landshlutanum eigi að taka sig saman um þessa fram- kvæmd ef ríkið ætlar sér ekki að ljúka henni. „Við sjáum það þegar samgönguáætlun liggur fyrir hvort veitt verði nægu fé í að klára veg- inn frá Borgarnesi til Reykjavík- ur. Ef ríkið ætlar ekki að gera þetta þá vil ég að sveitarfélögin á Vest- urlandi stofni saman einkahluta- félag um að klára þessar fram- kvæmdir og taki gjald fyrir akstur um veginn. Samið verði við ríkið um ákveðið framlag yfir ákveðinn tíma. Það greiðir niður lánið, um- ferðin greiðir niður lánið og í stað- inn fyrir að bíða í 15 ár eftir vegi þá gerum við þetta á þremur árum og klárum þetta. Þá er ég að tala um tvískiptar akreinar frá Borgar- nesi að göngum, um Kjalarnes og Sundabraut alla leið til Reykjavík- ur,“ segir Kristinn. „Alveg sama hvaða afstöðu menn hafa til gjald- töku á þjóðvegakerfinu þá er ég sannfærður um að þetta muni hafa mjög góð áhrif á landshlutann all- an. Íbúum á Akranesi og Borgar- nesi myndi stórfjölga, umferðar- öryggi myndi aukast og ég tala nú ekki um tímann sem myndi spar- ast með tilkomu Sundabrautar. Þá væri Akranes 20 mínútum nær höf- uðborginni,“ segir hann. Góðar samgöngur forsenda byggðar Kristinn kveðst stundum heyra að nægur peningur sé til í ríkissjóði til að setja í vegakerfið. Hann sjái hins vegar ekki hvaðan þeir peningar ættu að koma. „Við þurfum nokkur hundruð milljarða í vegakerfið á Ís- landi, umfram það sem er verið að setja í það. Ég sé ekki hvaðan þeir peningar eiga að koma. Þess vegna er það mín skoðun að við eigum að fara þá leið að taka af skarið, fram- kvæma þetta og taka upp veggjöld til að borga niður framkvæmd- ina ef þingið fer ekki með málið alla leið,“ segir hann. „Jafnframt legg ég til, fyrir þá sem búa á þessu svæði, að sett verði hámark á veg- gjöldin. Segjum 35 þúsund. Þann- ig myndu stórnotendur, til dæm- is fólk sem keyrir frá Akranesi til vinnu í Reykjavík, aldrei borga meira en 35 þúsund á ári. Stórnot- andi myndi þannig borga nokkra hundraðkalla fyrir hverja ferð,“ segir Kristinn. „Stök ferð væri aft- ur á móti töluvert dýrari, eins og hún var um Hvalfjarðagöngin. Þar kostaði stök ferð þúsund krón- ur. En við sem búum á Vestur- landi borguðum aldrei þúsundkall- inn, við vorum flest með veglykil í áskrift og fengum hverja ferð fyrir innan við þriðjung af verðinu sem greitt var fyrir staka ferð. Eftir sem áður borguðu mjög margir þús- undkallinn fyrir ferðina, til dæmis ferðamenn. Af hverju ekki að láta ferðamennina sem aka um vegina á bílaleigubílunum taka þátt í að borga niður þessar framkvæmd- ir? Mér finnst það alveg sjálfsagt. Alveg eins og við gerum flest með glöðu geði þegar við erum á ferða- lagi erlendis, þá erum við alltaf að borga vegtolla,“ segir hann. „Ef við getum lagað vegakerfið frá Reykja- vík og upp í Borgarnes þá mun fólk horfa í auknum mæli til Vestur- lands sem búsetukosts, sérstaklega ef lóða- og húsnæðisverð í höfuð- borginni verður áfram svona hátt. Góðar samgöngur eru forsenda byggðar og þetta myndi hafa já- kvæð áhrif um allt Vesturland,“ segir Kristinn Jónasson að end- ingu. kgk/ Ljósm. úr safni Skessuhorns. Kári Viðarsson og Freydís Bjarnadóttir í hlutverkum sínum í leikverkinu MAR sem sýnt var í Frystiklefanum í Rifi við góðan orðstír. Kristinn segist hafa áttað sig á með tímanum hve stóran sess menning, listir, afþreying og grunnþjónusta skipar í hugum fólks. Frá Snæfellsbæ, Stapafell í baksýn. „Hér er frábært fólk, frábær fyrirtæki, falleg náttúra. Við höfum allt sem þarf til að geta blómstrað,“ segir bæjarstjórinn. Fánar dregnir að húni sumarið 2011 þegar stækkun Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars var formlega vígð, en stækk- unin var tekin í notkun í desember árið áður. Nú er eitt helsta verkefnið stjórnenda bæjarfélagsins að berjast fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á Jaðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.