Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 91

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 91
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 91 ar,“ segir hún full sjálfstrausts. „Ég held við getum alveg leyft okkur að hafa gott sjálfstraust. Það eru önnur mjög góð lið í deildinni, en ég trúi því að enginn geti komið í veg fyrir að við vinnum nema við sjálfar,“ segir hún. Kristen veit vel hvað hún syngur í þessum efnum, er reyndur atvinnumaður og hefur áður unnið Íslandsmeistaratitilinn með Snæfelli. „Það var ógleym- anlegt að vinna titilinn þegar við sópuðum Keflavík í úrslitunum og urðum Íslandsmeistarar á heima- velli. Ég man eftir öllu, hverju augnabliki,“ segir hún og bros- ir sínu breiðasta við endurminn- inguna. „Persónulegt markmið hjá mér er að hjálpa liðinu að verða bikarmeistari. Snæfell hefur orð- ið bikarmeisatri en ég hef aldrei unnið bikarinn. Síðan væri gaman að bæta nokkrum bikurum í safnið hérna í herberginu. Þeir eru marg- ir fyrir en það er alltaf hægt að búa til pláss fyrir fleiri,“ segir hún létt í bragði. Í Kaliforníu um jólin Þegar þessi orð eru rituð er Snæ- fell í öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og topplið Kefla- víkur og KR í þriðja stæti. Lið- ið leikur síðasta leikinn fyrir ára- mót í kvöld, 19. desember. Eftir það tekur við smá jólafrí. Kristen ætlar að verja jólunum með fjöl- skyldu sinni í Kaliforníu. „Ég fer á föstudaginn og kem aftur 30. des- ember. Ég verð hjá fjölskyldunni í rúma viku og það verður nota- legt,“ segir hún. „Við borðum yfir- leitt steik og humar á jólunum, en af því ég er ekki mikið heima þá spyr mamma mig oftast hvað mig langar að hafa í jólamatinn. Hún fer yfirleitt eftir mínum óskum,“ segir Kristen og brosir. Hún segir að jólahaldið sé með töluvert öðru sniði í Bandaríkjunum en á Íslandi, þar sem það er jafnan bara nánasta fjölskylda sem ver jólunum sam- an. „Ég og bróðir minn förum til pabba á aðfangadagskvöld og erum þar yfir nóttina. Um hádegisbilið á jóladag förum við til mömmu. Stórfjölskyldan mín kemur þang- að, frændur og frænkur og við för- um í leiki, spjöllum saman, horf- um á körfubolta og njótum þess að vera saman,“ segir hún. „Ég hlakka til að fara til Kaliforníu um jólin. Ég á lítil frændsystkini sem verð- ur gaman að hitta. Eini gallinn við að vera svona langt í burtu er að missa af hlutum sem þessum. En þannig er lífið sem atvinnumaður. Maður getur ekki fengið allt,“ seg- ir Kristen. Dreymir um að spila með landsliðinu Auk þessa að hlakka til jólanna með fjölskyldunni vonast Kristen eftir góðum fréttum áður en hátíð- in gengur í garð. „Ég sótti um ís- lenskan ríkisborgararétt í október og vona að Jesú gefi mér bestu jóla- gjöf allra tíma. Það yrði frábært. En ef ekki þá reyni ég bara aftur og sæki um þangað til þau verða þreytt á mér,“ segir hún. Af hverju sótti hún um ríkisborgararétt? „Mig hef- ur lengi langað að gera það þannig að ég ákvað að láta verð af því. Ég elska Ísland og finnst frábært að vera hérna. Fyrst þegar ég kom heillað- ist ég af landinu og Ísland á alltaf sinn stað í hjarta mínu. Hér hef ég eignast góða vini sem eru mér sem fjölskylda,“ segir hún. „Mig dreym- ir um að spila fyrir íslenska lands- liðið og til þess þarf ég að vera rík- isborgari. Það væri rosalega gaman að fá tækifæri til þess einhvern dag- inn. En hvort sem það gengur eftir eða ekki þá vil ég gjarnan að Ísland verði, með einhverjum hætti, hluti af lífi mínu alla tíð,“ segir hún og bætir því við að landið sé orðið að minnsta kosti hennar annað heim- ili. „Undanfarin ár hef ég varið mun meiri tíma hér heldur en í Banda- ríkjunum. Þannig að Ísland er hik- laust mitt annað ef ekki bara fyrsta heimili. Ég er alltaf boðin velkom- in heim í Stykkishólm þegar ég fer eitthvað. Hólmarar gera tilkall til mín og ég leyfi þeim það fúslega,“ segir Kristen og brosir. Sér hún þá fyrir sér að setjast að á Íslandi til frambúðar? „Allavega núna um sinn. Ég nýt mín vel hérna og kann að meta þetta samheldna samfélag þar sem allir þekkja alla,“ segir hún. „Ég er að þjálfa 10. bekkinga núna, þá sömu og ég þjálfaði þegar þeir voru í 9. bekk í fyrra og líka krakk- ana í 1. til 4 bekk. Að sjá krakkana vaxa og dafna og taka framförum á hverjum degi gefur mér mjög mik- ið. Mig langar að setja mark mitt á landið í framtíðinni, hvort sem það verður með því að hjálpa krökkum að verða betri í körfubolta eða eitt- hvað annað,“ bætir hún við. Annasamt líf atvinnumannsins Aðspurð segir hún að líf sitt sem atvinnumaður í körfuknattleik sé frekar annasamt. „Ég er al- mennt frekar upptekin. Dagarn- ir byrja á morgunæfingu í líkams- ræktarsalnum. Síðan heldur þjálf- un yngri flokkanna mér upptekinni og á kvöldin er æfing með Snæ- felli eða leikir og þeim fylgja stund- um smá ferðalög. Á miðvikudög- um og sunnudögum þjálfa ég ekki og hef því aðeins meiri tíma fyrir mig. Þann tíma reyni ég að nota til að slaka á þangað til ég mæti á æf- ingu eða í leik um kvöldið,“ segir hún. „Þegar ég er ekki að æfa eða þjálfa reyni ég að verja tíma með vinum mínum hérna í Hólminum eða slaka á. Ég á góða vini hérna sem ég er einmitt að fara að hitta á eftir, leika við börnin og svona. Ég elska börn og ver miklum tíma með börnunum þeirra. Síðan er ég mik- ið með Gunnhildi [Gunnarsdóttur] og litla stráknum hennar, sem er nýorðinn eins árs. Mér finnst gam- an að fylgjast með honum stækka, hann er fyrsta manneskjan hér í Stykkishólmi sem ég hef orðið svo lánsöm að kynnast frá fyrsta degi. Það er gaman að fylgjast með börn- unum stækka og þroskast,“ seg- ir hún. „Þetta er svona það sem ég geri þegar ég er ekki að æfa. Það er töluvert mikil vinna að vera at- vinnumaður, þó ég vildi ekki gera neitt annað í dag. Maður byrjar á að fara í ræktina og lyfta á morgnana, þjálfar á daginn og æfir með lið- inu á kvöldin. Milli æfinga verður maður að hugsa vel um líkamann, teygja vel og lengi og fleira slíkt. Þessi skrokkur er að verða gamall,“ segir hún og hlær við. Ætlar að halda áfram meðan ánægjan er til staðar En gamninu fylgir alvara. Þrátt fyrir að Kristen sé ekki gömul þá er ekki sjálfgefið að spila í mörg ár í viðbót sem atvinnumaður. „Þegar ég byrjaði sagðist ég alltaf ætla að spila þangað til ég yrði svona þrí- tug. En þrjátíu ára nálgast bara á fullri ferð,“ segir hún létt í bragði. „Eftir því sem maður eldist verð- ur maður að hugsa betur og bet- ur um líkamann. Ég er ekki jafn fljót að ná mér eftir leiki og æf- ingar og fyrir nokkrum árum síð- an. En ég reyni að hugsa eins vel um líkamann og ég get og nota til þess öll úrræði sem mér standa til boða, því mig langar að spila eins lengi og ég mögulega get,“ bæt- ir hún við. „Það er bara örstuttur tími í lífi manns sem maður getur nýtt til að spila sem atvinnumað- ur. Jafnvel þó ég spili bara í fimm ár í viðbót, þangað til ég verð 33 ára, þá væri það frekar langur at- vinnumannaferill. Þegar honum lýkur á maður nóg eftir af lífinu,“ segir hún. „En svo lengi sem mér finnst ennþá gaman að spila körfu- bolta og get enn lagt mitt af mörk- um til að hjálpa liðinu að vinna þá mun ég halda áfram,“ segir Krist- en McCarthy að endingu. kgk Í leik með Snæfelli gegn KR í janúar 2015. Liðið vann deildina og hampaði Íslands- meistaratitlinum um vorið. Ljósm. úr safni/ sá. ÓSKUM STARFSMÖNNUM OG VESTLENDINGUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI SK ES SU H O R N 2 01 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.