Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 93

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 93
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 93 ist var allt svo frábært og ég er enn í góðu sambandi við flesta,“ segir Rebecca. Hún segir Grænlendinga vera nokkuð frábrugðna Íslend- ingum og Dönum og menninguna mjög ólíka. „Grænlendingarnir eru feimnari og húmorinn er ekki alveg eins. Ég þurfti aðeins að passa mig því ég á það til að segja ýmislegt í gríni sem hefði ekki verið vinsælt á Grænlandi,“ segir hún og glottir stríðnislega og horfir á Hjalta sem er augljóslega á sama máli. Hafa ílengst á Hólum Eftir seinna sumarið á Grænlandi fór Rebecca að vinna í mjólkurstöð- inni í Búðardal en Hjalti var þá líka farinn að vinna þar. Þau fluttu svo til Hafnarfjarðar og Rebecca fór í leiðsöguskólann í Kópavogi. Hjalti vann við byggingavinnu en þetta var í aðdraganda hrunsins og mik- il uppsveifla í byggingaiðnaðinum. Eftir námið fékk Rebecca vinnu við hvalaskoðun þar sem hún vann í tvö ár. „Þetta var eitt skemmtilegasta starf sem ég hef haft. Að vera í níu klukkutíma á dag úti á sjó að horfa á hvali í sínu náttúrulega umhverfi. Þarna fékk ég til dæmis að horf- ast í augu við Hnúfubak með ung- ann sinn alveg upp við bátinn okk- ar,“ segir Rebecca. Í lok ársins 2006 var ljóst að þau áttu von á sínu fyrsta barni og ákváðu þau því að flytja aft- ur í Búðardal. „Við vildum ekki ala upp börn í Reykjavík svo við kom- um aftur heim,“ segir Hjalti. Þau leigðu sér hús í Búðardal þar sem þau bjuggu í eitt ár eða fram á sum- ar 2008. „Pabbi og mamma bjuggu hér á Hólum en pabbi féll svo frá 17. júní 2008. Hann átti nokkr- ar skepnur sem mamma hafði ekki tök á að sjá um. Það var því ákveðið að við myndum hafa húsaskipti við mömmu. Hún flutti í Búðardal og við Rebecca komum hingað að Hól- um,“ segir Hjalti sem þá var flutt- ur aftur á fæðingarstaðinn en hann fæddist einmitt á Hólum og ólst þar upp. Upphaflega ætluðu þau bara að vera þar einn vetur og sjá um skepn- urnar. Vorið eftir sáu þau svo auglýst til leigu útihúsin í Sælingsdalstungu og sem þau svo leigðu og fjölguðu kindunum. „Við höfum því ílengst hér og gerum það líklega eitthvað áfram,“ segir Hjalti og hlær. Persónuleg leiðsögn um dýragarðinn Rebecca er mikill dýravinur og má ekkert aumt sjá þegar kemur að bjargarlausum dýrum. Hún hefur alltaf átt erfitt með að sjá þegar dýr þurfa heimili og því tekið þau mörg að sér. Sumarið 2016 voru þau Re- becca og Hjalti komin með fjölda dýra af ýmsum tegundum og ákváðu að opna lítinn dýragarð á bæn- um. „Þetta var allt frekar óformlegt fyrsta sumarið. Við höfðum bara oft lent í því að fólk væri að banka hér hjá okkur og spyrja hvort þau mættu koma og skoða dýrin. Við ákváðum því bara að prófa að opna svona garð og sjá hvernig yrði tekið í það,“ seg- ir Hjalti. Mikill áhugi var fyrir garð- inum svo þau ákváðu að gera þetta af meiri alvöru og Dýragarðurinn í Hólum - Hólar farm minizoo varð til sumarið 2017. Þá voru þau búin að koma sér upp skipulagi og mark- miði fyrir garðinn og farin að aug- lýsa. Það var strax nóg að gera en gestir sem koma í dýragarðinn fá allir persónulega leiðsögn þar sem þeim eru sagðar sögur dýranna í garðinum. „Við viljum hafa þetta persónulegt og okkar sérstaða er að hvert og eitt dýr á sér einhverja sögu sem við segjum frá. Fólk fær að vita hvar dýrin fæddust, hvern- ig þau enduðu hjá okkur, hvað þau hafa gengið í gegnum og svo auð- vitað nöfnin þeirra allra,“ segir Re- becca og brosir. „Þetta hjálpar fólk- inu að tengjast dýrunum á annan hátt en þau myndu annars gera,“ bætir Hjalti við. Gestir á Hólum fá alltaf hlýj- ar móttökur strax á bæjarhlaðinu og svo eru þeir leiddir um garðinn. „Rebecca sér að mestu um leiðsögn en ég um móttökuna. Matthías er líka búinn að vera mjög duglegur að hjálpa okkur með leiðsögnina. Hann talar íslensku, ensku og dönsku og getur því tekið hvaða hópa sem er um garðinn,“ segir Hjalti. Gestirn- ir mega stoppa eins lengi og þeir kjósa og spjalla við dýrin og segir Rebecca það oft hafa komið fyrir að fólk leggist niður og sofni hjá sum- um dýrunum. „Þegar fólk er búið að skoða dýrin er svo hægt að fá að setjast hér úti, leyfa börnunum að hoppa á trampólíni og borða nesti, spjalla eða bara njóta sveitarinnar. Það kemur oft fyrir að fólk sitji hér fram á kvöld og það er alveg dásam- legt,“ segir Rebecca. Krummanum úthýst hjá dúfunum Í Dýragarðinum á Hólum hefur eitt dýr vakið alveg sérstaka athygli síð- asta árið, það er Krummi sem tal- ar og grípur peninga. Hvernig kom það til að Krumminn fór að tala? „Ég tala við dýrin eins og þau skilji mig og ég held líka í alvöru að þau geri það. Alltaf þegar ég kem inn í hús til þeirra heilsa ég þeim. Svo spjalla ég við þau og segi alltaf bless og góða nótt áður en ég fer út í lok dags. Einn daginn þegar ég fór út og hafði heilsað Krumma með því að segja „halló Krummi,“ þá bara svarar hann; „halló Krummi.“ Ég var svo hissa og hélt ég væri orðin eitthvað rugluð,“ segir hún. Upp frá þessu fór Krumminn að segja fleiri orð og tók til að mynda upp orð- ið mamma. „Krummi fór að kalla mig mömmu eins og krakkarnir,“ segir hún. En hvernig fór hún að því að kenna honum að grípa pen- inga. „Ég veit það ekki. Ég er aldrei að kenna þeim neitt sérstakt ég er bara með dýrunum og að leika við þau. Allt í einu áður en ég veit af tek ég eftir því að þau kunna eitt- hvað svona sem ég var alls ekkert að kenna þeim,“ svarar Rebecca. „Hún er algjör dýrahvíslari og það er alveg stórkostlegt að fylgj- ast með henni innanum dýr. Hún tengist þeim bara á annan hátt en við flest hin,“ segir Hjalti og horfir á Rebeccu. Talandi Krummi í fýlu Eftir gott spjall fylgdi Rebecca blaðamanni út í hús þar sem dýr- in eru og þegar þangað var kom- ið tóku tvær álftir á móti, misjafn- lega ánægðar að sjá mannskapinn koma. Á meðan önnur þeirra vildi glöð spjalla var hin heldur hlédræg og jafnvel smá ósátt við gestagang- inn. „Þessi var bara að koma rétt áðan en hann fannst fastur í neti og var bjargað og svo komið með hann hingað. Hann er því ekki van- ur fólki og ekki tilbúinn að spjalla strax,“ útskýrir Rebecca. Hin álftin hafði búið á Hólum frá því hún var ungi og deildi stíu með Krumm- anum fræga. „Ég þorði ekki að hafa Krumma með þeim á meðan þessi nýi er að venjast svo ég setti hann inn í herbergi hjá dúfunum. Krummi er því í frekar fúll við mig núna. Hann og Svanur eru vanir að kúra saman og þeir eru bestu fé- lagar en nú er aumingja Krummi bara í látunum hjá dúfunum,“ seg- ir Rebecca og hlær áður en hún vísar blaðamanni áfram í átt að dúfnaherberginu. Hún var ekkert að grínast með fýluna í Krumma Rebecca Cathrine Kaad Osten- feld á Hólum í Hvammsveit fékk heldur óhefðbundinn pakka í póstinum fyrir skemmstu. Í pakk- anum var stílabók með umslagi innan á kápunni þar sem var að finna lítinn pappastrák sem heitir Flat Stanley. Flat Stanley er á ferð um heiminn fram í apríl á næsta ári. Það var drengur sem heitir Gavin sem sendi hann af stað frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar fyrr á árinu og þaðan kom hann svo í hendur Rabeccu. Hugmyndin er að Flat Stanley sé hjá hverri fjölskyldu í tvær vikur í senn og fylgi fjölskyldunni þann tíma. Því næst finnur fjölskyldan einhvern annarsstaðar í heiminum til að taka á móti honum í tvær vik- ur. Áður en hann er settur í póst skrifar fjölskyldan um dvöl hans hjá sér í dagbókina hans og læt- ur fylgja nokkrar myndir. Í apríl mun hann svo koma aftur til Ga- vin sem getur þá séð hvert Flat Stanley fór og lesið um öll löndin og séð myndir. arg Flat Stanley í heimsókn á Hólum Hér er Flat Stanley ásamt jólasveini á Hólum. Rebecca og Flat Stanley ásamt dagbókinni sem fylgir honum um allan heim. en þegar hún kom inn til hans að spjalla snéri hann höfðinu undan og vildi hvorki tala eða sýna Rebeccu nokkurn áhuga. Uppáhalds leikur Krumma er að grípa peninga. Leik- urinn felst í því að Rebecca hend- ir til hans pening sem hann gríp- ur og geymir í goggnum í smá tíma stoltur áður en hann sleppir. Re- becca reyndi að hressa Krumma við með að draga fram tíkall og gott ef Krummi gleymdi ekki bara fýlunni rétt í örskamma stund því hann greip peninginn en svo virtist hann muna að hann væri jú inni hjá dúfunum og ætti því að vera í fýlu. Hann lét því peninginn strax frá sér og neitaði að grípa aftur. Í næstu stíu við Krumma og dúfurnar voru kanínur, þá er einnig eitt stórt svín, hænur af öllum stærðum og gerð- um og kalkúnn í dýragarðinum á Hólum. Öll dýrin búa saman í einu húsi og aðspurð hvernig sambúðin gangi, segir Rebecca öll dýrin vera góða vini. „Það er alveg merkilegt hvað þau eru öll góð saman. Ég er með kisa sem labbar innan um fuglana og sýnir þeim engan áhuga, meira að segja þegar andamamma er á vappi með litla unga með sér er kisi ekkert að spá í þeim. Þau eru öll bestu vinir hér í dýragarðinum,“ segir hún. arg Hér eru kát börn sem una sér vel í sveitinni innanum öll dýrin. Rebecca er mikil dýramanneskja og hér er hún að knúsa lítið lamb. Rebecca og Hjalti fá fjölda ættingja og vina til að aðstoða við smalamennsku. Á þessari mynd eru meðal annars sex Danir sem komu í fimm daga heimsókn til að aðstoða. Þá er þarna einn maður sem kom frá New York til að gera heimildamynd um fjölskylduna á Hólum. Hinir á myndinni eru íslenskir vinir og vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.