Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 94

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 94
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201894 Páll Guðmundsson var fæddur á Hjálmsstöðum í Laugardal 14. febrú- ar 1873 og var faðir hans Guðmundur Pálsson bóndi þar og Gróa Jónsdótt- ir seinni kona hans, en hann giftist systrum. Guðmundur faðir Páls var einn þeirra sem sluppu lifandi úr ferð vermanna yfir Mosfellsheiði 1857 en missti þó allar tær af báðum fótum og voru þær sagaðar af honum ódeyfð- um auk þess sem hann fékk allmik- il kalsár á úlnliði og upp á handleggi. Var hann þó afburða kraftamaður og vinnuþjarkur hinn mesti og vinnu- harður við aðra sem og sjálfan sig og ekki síst börn sín. Sína fyrstu kaupstaðarferð fór Páll Guðmundsson níu ára gamall misl- ingavorið 1882 sem fyrir utan þau veikindi sem yfir gengu var þetta ár talið eitt hið versta sem menn mundu. Fór hann þá ríðandi með lest til Reykjavíkur ásamt Nikulási eldri bróður sínum og þeir bræður sjálf- ir nýstaðnir upp úr mislingum. Allt lukkaðist það ferðalag þó vel en trú- lega þætti þetta nokkurt erfiði fyrir níu ára dreng nú á dögum. Annað sinn var Páll sendur með Karli bróður sínum austur að Gjábakka honum til aðstoðar við fjárrekstur sem Karl hélt síðan áfram með til Reykja- víkur. Á heimleiðinni varð Páll sam- ferða um stund Narfa Brandssyni frá Arnarfelli og orti um hann: Narfi heitir, nýtur veitir, nöðru sands. Ljóðum hreytir seggur á sveitir, sonur Brands. Urriðum flækir og önglum krækir upp um svell yrkir mækja ullur frækinn Arnarfell. Ekki varð skólaganga Páls löng en afi hans kenndi honum eitthvað að lesa og þrjár vikur var hann svo 12 ára gamall hjá Gunnlaugi Þorsteinssyni á Kiðabergi. 16 ára gamall fór hann svo til vers og stundaði síðan sjóróðra líklega oftast frá Stokkseyri í næstu ellefu vetur. Þá var starfræktur skóli á Stokkseyri í landlegum til þess að menn gætu haft eitthvað þarflegt fyr- ir stafni og skráði Páll sig í skólann og sinnti honum samviskusamlega eft- ir getu og fékk þar staðgóða undir- stöðumenntun sem reyndist honum vel síðar í lífinu en hann var um ára- bil oddviti sveitar sinnar. Má þó geta nærri að ekki hefur alltaf verið hægt að hafa mikið skipulag á hlutunum þeg- ar kallað var til róðra í miðjum tíma og leystist þá skólinn upp í skyndingu þegar menn hlupu til skips en úr for- mannavísum í Þorlákshöfn 1914 er hér smá sýnishorn: Ára gríði á ufsafrón þótt aðrir kvíði að lenda öld með fríða efldur Jón yngri á Hlíðarenda. Jón við Norður-kenndur-kot, kappa forðum jafninn lét úr skorðum skríða á flot skötustorðarhrafninn. Páll giftist árið 1902 Þórdísi Gríms- dóttur frá Laugardalshólum en missir hana síðan frá átta börnum síðsumars 1914. Þá kom til hjálpar Rósa Eyjólfs- dóttir frá Snorrastöðum og varð hún seinni kona Páls og eignuðust þau sjö börn. Meðal afkomenda Páls má nefna nafna hans listamann á Húsa- felli og Jón Þ. Björnsson kennara og organista í Borgarnesi. Útsýni þykir fagurt frá Hjálmsstöðum og eftirfarandi vísur munu hafa orð- ið til hjá Páli einn morguninn þegar hann steig út úr bæjardyrunum: Með þungan hreim úr hvilftum fjalls hallir falla straumar. Meðan dreymir mey til hals minning geymist Laugardals. Fjöllin sindra í sólargljá sjónarlindum nærri. Innar tindum er að sjá aðrar myndir stærri. Lof þér hátt um lög og ból ljóða sáttir munnar. Dýrðarmáttug mikla sól móðir náttúrunnar. Eftirfarandi vorvísur yrkir hann einn- ig: Hallur fellur foss af brún, fall við gellur þróin, snjall og hvell við hæðir, tún og hjalla vellir spóinn. Skært og hvasst við hlíðartá hljóma þrastatungur, endurkastast klettum frá kliður rasta þungur. Og sömuleiðis þessa: Sólarbaugur bjartur hlær, brenna taugar halnum meðan augað opnast fær upp í Laugardalnum. Þann mikla snjóavetur 1920 var Páll nýlega kominn inn frá gegningum og hafði hallað sér útaf þegar konur komu til hans og báðu hann að moka frá dyrum svo þær kæmust til mjalta. Við þetta hálf sló að honum og fædd- ist þá þessi: Næðir frost um beran búk, byltist skafl að hreysi, tunglið yfir Hekluhnjúk hangir í reiðileysi. Grun en ekki vissu hef ég um að eftir- farandi vísa sé í gamni gerð um mann sem stóð við slátt, en þótti hvorki vit- maður nema í hófi, né afkastamikill til verka: Veltur grundum grænum frá grasið undan beittum ljá. Horfa sprundin hrifin á hjörvalund sem kann að slá. Margar hestavísur orti Páll og eru ýmsar þeirra vel þekktar en rétt að tína hér fram nokkrar af þeim minna þekktu og byrja á upphafinu að Gránavísum: Sveimar hljótt í huga inn harmur blandinn trega nú er gamli Gráni minn genginn heljarvega. Yfir fáksins bleiku bein best sem hæfir vini vil ég litla ljóðagrein leggja í þakkarskyni. Um Örn Einars Sæmundsen: Harðni sprettur ýfist Örn, yglir skapið harkan þögl spyrnir tá við kletta kvörn kögglar fljúga og neistahögl. Og aðeins meira: Svífur Skjóni leifturlétt landsins grónu bala. Rífur frónið, klýfur klett, klungur tóna gala. Rauður vakur teygir tá traustur spakur þolinn. Hauður blakar, gufa grá gýs um rakan bolinn. Þeir urðu miklir vinir Páll og Einar E. Sæmundsen skógfræðingur sem kallaður var Skógarmaður og hófust kynni þeirra þegar Einar var ásamt fleirum við skógargirðingu í Mið- dalskoti 1910. Báðir voru þeir félagar hesthneigðir gleðskaparmenn og vel hagmæltir. Eitt sinn hófu þeir félagar kappyrkingar eina kvöldstund og birt- ist hér smásýnishorn af þeirri fram- leiðslu: Páll: Tarfar bruna í Tungunum, tifar buna í sprungunum, mæður una hjá ungunum, ymur druna úr bungunum. Oft er hart í Hreppunum, húmið skartar sveppunum, glymur margt í greppunum, gorið svart í keppunum. Einar: Til veiða flaug oft valurinn, viðsjáll draugasalurinn, slæmur í auga alurinn, indæll Laugardalurinn. Bítur geit á bungunum, bitur þreyta í lungunum, ýmsir leita að ungunum, alltaf bleyta í Tungunum. Á 65 ára afmæli Einars sendi Páll hon- um þessar vísur: Leggur á skóga hrím og hríð, hregg er nóg í fari, sneggist tó í hamrahlíð hneggjar dróg í vari. Kveð við raust því komið er haust kvíðalaust má stríða. Láttu Austra fengsælt flaust fram úr nausti skríða. Ætíð þróist upp úr snjó andans frjógræðingur, aflaðu nóg en eyddu þó Einar skógfræðingur. Verði líf þitt frægðarför fram í rauða elli, þó að gráni skegg og skör skaltu halda velli. Árið 1915, sem var fyrsta bannárið og landabruggun ekki komin á það stig sem síðar varð, hittust þeir félagar á Þingvöllum er Páll var að koma úr Reykjavíkurferð og segir þá Einar: „Allar lokast andans dyr aldrei gutlar í tösku, annað er nú en áður fyr aldrei von á flösku“. Páll svaraði samstundis: Nú er fáleg ferðin mín, fékk ég engan sopa, fyrir bjór og brennivín bergi ég Hoffmannsdropa. Um tíma gerði Páll töluvert af því að kaupa fé á fæti og reka til slátrun- ar í Reykjavík bæði fyrir sjálfan sig og kaupmenn í Reykjavík og eitthvað á Suðurnesjum og þótti farast það vel. Eitt sinn var hann ásamt Böðvari á Laugarvatni að koma sunnan með sjó og voru slæptir og syfjaðir en höfðu skilið eftir flösku í Kúagerði og hugs- uðu hlýtt til: Nú er sálin særð og þreytt, situr kvíði á verði en vonin lifnar við það eitt að vakna í Kúagerði. Gömlu héraðsskólarnir voru miklar mennta- og menningarstofnanir og stórmerkilegt framtak á sínum tíma og Hvítárbakkaskólinn ekki síst. Því miður er mér ekki kunnugt hver það var sem Páll orti um Gíslarímu en sá virðist hafa verið Árnesingur að ætt og farið í Hvítárbakkaskóla með allgóð- um árangri þó eitthvað gengi honum treglega að festa ráð sitt eftir að það- an var komið ef marka má rímu Páls sem fjallar að nokkru um leit hans að konuefni, en þessar vísur eru þó fram- arlega: Fæddist Gísli í Flóanum, flugið lærði af kjóanum, lötraði mýrarlautirnar líkt og aðrir vaðfuglar. Votur í fætur var hann oft, vatnaskvap og mýrarloft óyndi kom í hann strax, út sig bjó til ferðalags. Hljóp hann yfir auða jörð alla leið í Borgarfjörð. Hvítárbakka hitti hann þar, heima skólastjórinn var. Settur í skólann svo hann var, Siggi Þór er listasnar, tók hann Gísla tveim höndum og tróð hann út af vísindum. Síðar segir svo frá dvöl Gísla í Reykja- vík: Lenti hann svo í lofsælu á Laugavegi 70 herlegt er þar höfuðból höfðingjar hvar girnast skjól. Undi Gísli allvel þar ýmsir voru þar legátar, lögfræðingar, lávarðar og látúnshnepptir bílstjórar. -- -- Í ýmsum hærri útvegum oft með stærri höfðingjum hann á daginn sveittur sat sínu lagi haldið gat. Heyrðu ýmsir undrasöng út um fjós og bæjargöng. Virtist mönnum söngur sá samt ei vera englum frá. Þó Páll væri töluvert á ferðalögum og hefði gaman af þeim voru þau í lang- flestum tilfellum í raun vinna hans en ekki eingöngu skemmtiferðir. Árið 1938 fór hann þó í bændaför Sunn- lendinga til Norðurlands og voru þá um 170 bændur í ferðinni á 13 bif- reiðum. Svo margar vísur hafði Páll gert um reiðhesta sína að honum fannst við hæfi að yrkja aðeins um þennan nýja fararskjóta líka: Hitna þræðir, lifna log leyndur fæðist máttur, um kroppinn læðast krampaflog, kviknar æðasláttur. Eldi spúði, flýði fold, ferðakúði þvælinn. Slípti húðin möl og mold mökkur knúði þrælinn. Ég þakka lesendum mínum þolin- mæðina og óska ykkur gleðilegra jóla og margra og farsælla komandi ára. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715. dd@simnet.is Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Vísnahorn Ætíð þróist upp úr snjó - andans frjógræðingur Af Páli Guðmundssyni frá Hjálmsstöðum og yrkingum hans Páll Guðmundsson og Þórdís Grímsdóttir fyrri kona hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.