Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 98

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 98
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201898 Pennagrein 1) Margir bæjarbúar á Akranesi fengu áfall þegar bæjarstjórn Akra- ness fagnaði því nú í des. 2018 að aftur yrðu lagðir á vegtollar líkt og verið hefur í Hvalfjarðargöngum undanfarin 20 ár. Í ályktuninni er talað um flýtigjöld en ekki vegtolla en jafnframt vitnað í reynslu Spal- ar af innheimtu veggjalda þann- ig að bæjarstjórnin hvetur líklega til hliðstæðrar gjaldtöku áfram. Ég leyfi mér að efast um að meirihluti bæjarbúa sé fylgjandi áframhald- andi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng- um eða annars staðar á leiðinni til höfuðborgarsvæðisins. Alla vega hef ég ekki heyrt af neinum utan bæjar- stjórnarinnar. 2) Nú eru Hvalfjarðargöngin uppgreidd og ekki lengur innheimt veggjöld eins og lofað var í upphafi. Enda óþarfi að greiða margfalt fyr- ir sömu framkvæmd. Það stóð þó tæpt, margir vildu halda gjaldtök- unni áfram. Fyrir síðustu Alþing- is- og sveitarstjórnarkosningar mátti heyra ýmsa stjórnmálamenn hér á Akranesi og í Norðvesturkjördæmi ympra á ágæti þess að halda áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Þær raddir hljóðnuðu fyrir kosningar og bæjarstjórn Akraness ályktaði gegn gjaldtöku. Þess vegna er nýleg álykt- un bæjarstjórnar Akraness um að taka upp gjaldtöku algjört sjokk fyr- ir okkur kjósendur. 3) Ég og flestir sem ég hef heyrt af hér á Akranesi fögnuðum því þegar Hvalfjarðargöng voru tekin í notk- un. Og samþykktum að greiða veg- gjöld í 20 ár því ljóst var að ann- ars yrði ekki lagt í þessa fínu fram- kvæmd. Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi töldu t.d. að margar aðr- ar framkvæmdir væru miklu mikil- vægari en að grafa göng undir Hval- fjörðinn. Veggjöld eru því ekki al- gerlega útilokuð þó þau beri að forðast nema við mjög sérstakar að- stæður og alls ekki samþykkja nein slík gjöld nema eftir langa og ítar- lega umfjöllun þar sem almenningi gefst kostur á að tjá sig. Helst þarf að kjósa í millitíðinni áður en veggjöld eru samþykkt á einhverjum vegum. Alls ekki má rasa um ráð fram og taka slíkar ákvarðanir með viðlíka flumbrugangi og nú er í gangi. 4) Framsetning veggjaldasinna eða flýtigjaldasinna (eða frekar vegtol- lasinna) á hugmyndum sínum er afar margbreytileg og flaustursleg. Ljóst er að málið er fullkomlega vanreif- að. Spurðu þrjá fylgjendur gjaldtöku og þú færð þrjú mismunandi svör um hvaða vegi eigi að leggja með veggjöldum. Yfirleitt eru það samt vegir til og frá höfuðborgarsvæðinu sem vegtollasinnar vilja leggja á veg- toll. Ekki vegir innan höfuðborgar- svæðisins og aldrei heyrir maður um vilja til að leggja á vegtolla á Vest- fjörðum, Norðurlandi eða Austur- landi. Varla er ymprað á hugmynd- um um veggjöld í öðrum göngum en Hvalfjarðargöngum. Harðsvír- uðustu vegtollasinnar nefna raun- ar gjaldtöku á öllum vegum á land- inu, að manni skilst með myndatök- um eða guð má vita hvernig. 5) Stundum er sagt að nauðsyn- legt sé að leggja á vegtolla vegna þess að tekjur af eldsneytisgjöldum fari minnkandi. Til að leysa það þarf ekki rándýrt og ósanngjarnt veg- tollakerfi. Einföld og margreynd skattlagning á bíla er að lesa af kíló- metramælum. Þetta var gert við minni díselbíla áður fyrr en einnig var mögulegt að greiða fastan skatt en sleppa álestrinum. 6) Allur kostnaður við vegafram- kvæmdir mun rjúka upp þar sem vegtollar verða lagðir á. Í versta falli margfaldast ef vegirnir verða í eigu einkafyrirtækja sem munu þurfa að greiða eigendum sínum sífellt meiri arð að viðbættum háum fjármagns- kostnaði og hvað þau nú heita auka- gjöldin og sporslunar sem einokun- arfyrirtæki geta lagt á „vöru“ sína. Maður heyrir fáa tala um einkavegi en samt eiga fyrirtæki eins og Spöl- ur að sjá um framkvæmdir. Sannið til, einhver fjármálaöfl munu eign- ast vegina og græða á okkur hinum. Við sjáum af Hvalfjarðargöngunum að aðeins hluti veggjaldanna fór í vegaframkvæmdir, annað í alls kon- ar gjöld og sporslur. Hluti af gjald- tökunni vegna Hvalfjarðarganga fór t.d. í að greiða virðisaukaskatt auk þess sem þurfti að greiða stjórn og starfsmönnum. Kannski ekki óhóf- leg gjöld, ekki veit ég það, en þó verða gjöldin örugglega mun hærri í framtíðinni þegar gróðaöflin verða yfirgangssamari á þessu sviði eins og öðrum í okkar samfélagi. 7) Umræður um vegtolla eru sannast sagna á köflum ansi hroll- vekjandi, sérstaklega fyrir okk- ur Skagamenn. Einn Garðbæing sá ég á Facebook berjast ötullega fyrir því að haldið yrði áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum til að hægt væri að fjármagna fína vegi og jarðgöng á Vestfjörðum! Meira að segja stjórn- málamenn sem vildu áframhald- andi veggjöld voru ekki svo ósvífn- ir, þeir héldu því fram að tvöfalda þyrfti Hvalfjarðargöng og því ætti að halda áfram gjaldtöku. Flestir vegtollasinnar voru þó með svipaðar hugmyndir , „ríka“ þéttbýlið á suð- vesturhorninu á að greiða vegtolla, ekki aðrir landsmenn sem eiga að fá göng og fína vegi ókeypis. Sérstak- lega virðist það vera hugsjón margra að kvelja okkur íbúa í nágrannasveit- arfélögum höfuðborgarsvæðisins. 8) Verst af öllu við þessar hug- myndir um vegtolla er að stjórn- málamenn vilja innheimta tekjur áður en ljóst er í hvað tekjurnar fara og áður en fram hafa farið ítarlegar umræður um málið. Munu fjármála- öfl og ríkir einstaklingar fá einokun- arstöðu til að féfletta almenning í nágrannasveitarfélögum Reykjavík- ur? Íslenskum stjórnmálamönnum í dag er því miður alls ekki treystandi, þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag og að gæta hagsmuna hinna ríku og sterku í samfélaginu. Og það ástand á eftir að versna, rétt fyrir þinglok samþykktu þingmenn stóraukin framlög til eigin þing- flokka sem mun styrkja stöðu þeirra gegn heiðarlegu fólki sem vill bjóða sig fram gegn þeim. 9) Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum atriðum sem mæla gegn vegtollum, þessari gamaldags inn- heimtuaðferð sem víða tíðkaðist á lénstímanum. Þó ekki megi alfarið útiloka slíka innheimtu þá held ég að stjórnmálamönnum sem nú ráða á Alþingi sé ekki treystandi til að nota vegtolla skynsamlega og af sann- girni (ef það er þá hægt). Og þeir munu ótilneyddir aldrei leggja nein gjöld af þó búið sé að greiða fram- kvæmdina upp að fullu. Almenning- ur verður því að standa saman gegn öllum flausturslegum hugmyndum um ósanngjarnar álögur. Jens B. Baldursson Höf. er Akurnesingur á eftirlaunum Áframhaldandi vegtollar í Hvalfjarðargöngum? Pennagrein Víða þar sem ég hef komið um land- ið síðustu vikur og mánuði hefur eitt mál brunnið á öllum þeim sveitar- stjórnarmönnum, atvinnurekend- um og íbúum almennt sem ég hef rætt við á þessum svæðum. Það eru húsnæðismálin. Mikill húsnæðis- skortur hefur hamlað vexti og við- gangi þessara sveitarfélaga þar sem lítið sem ekkert hefur verið byggt á landsbyggðinni undanfarinn áratug. Fyrirtæki hafa ekki getað stækkað eins mikið og aukin eftirspurn hefur kallað á og sjálfur hef ég heyrt um fjölmörg dæmi þess fólk vilji flytja út á land en geti það ekki þar sem við- unandi húsnæði sé ekki í boði. Það er því þarft að bregðast við af krafti. Eitt af því sem gert hefur verið er að hleypa af stokkunum tilrauna- verkefni með sjö sveitarfélögum víðsvegar um landið. Íbúðalánasjóð- ur auglýsti eftir þáttakendum í til- raunaverkefninu í haust. Starfshóp- ur skipaður fulltrúum frá Íbúðalána- sjóði, Byggðastofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga valdi Dala- byggð, Vesturbyggð, Snæfellsbæ, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Norð- urþing, Hörgársveit og Seyðisfjarð- arkaupstað til að vera fyrstu sveit- arfélögin til að taka þátt. Valið tók mið af því að áskoranirnar sem þau standa frammi fyrir séu mismunandi og á ólíkum landsvæðum. Þannig verður til breiðara framboð lausna í húsnæðimálum sem nýst getur til að koma hreyfingu á fasteignamarkað- inn um land allt. Vandinn er mikill og hann er víða. Alls lögðu 33 sveitarfélög frá öll- um landshlutum inn umsóknir, sem samsvarar helmingi sveitarfélaga á landsbyggðinni. Þessi fjöldi krist- allar hvað uppbygging utan höfuð- borgarsvæðisins hefur setið á hak- anum. Tilraunaverkefnið mun ekki einungis ná til fyrrnefndra sjö sveit- arfélaga því Íbúðalánasjóður mun bjóða hinum sveitarfélögunum 26 til samtals um framhald þeirra verk- efna, með það fyrir augum að einnig verði hægt að ráðast í uppbyggingu hjá þeim. Niðurstöður tilraunaverk- efnisins verða svo grunnur að breyt- ingum á stuðningskerfum húsnæð- ismála sem lagðar verða fram á Al- þþingi og er ég nú þegar með eitt frumvarp áætlað á vorþingi hvað það snertir. Hagkvæm leiguþjónusta Bríetar Enn annað skref sem við höfum stigið til að takast á við húsnæðis- vandann á landsbyggðinni er að setja á stofn opinbert landsbyggð- arleigufélag, sem fengið hefur nafn- ið Bríet og verður í umsjón Íbúðal- ánasjóðs. Sjóðurinn á um 300 eignir, sem flestar eru í útleigu og nær allar utan höfuðborgarsvæðisins. Við telj- um að til skemmri tíma litið þá sé markvissari leið til að styðja við fast- eignamarkaðinn á landsbyggðinni að halda húsnæðinu áfram í útleigu frekar en að Íbúðalánasjóður selji það frá sér. Bríet mun því nú taka við þessum eignum og reka hag- kvæma leiguþjónustu. Hugsanlegt er að Bríet geti í framtíðinni tekið þátt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á þeim svæðum sem glíma við hvað mestan skort. Ég vil hvetja sveitarfélögin til samstarfs við hið nýja félag, en flest þeirra reka sjálf nú þegar félagslegt leiguhúsnæði. Með því að sameinast um rekstur slíks húsnæðis í stærra félagi er skapaður grundvölllur til að bæta gæði, auka framboð og draga úr kostnaði. Við þurfum fjölbreyttar lausnir Bæði tilraunarsveitarfélögin og leigufélagið eru verkefni að nor- rænni fyrirmynd og hafa áhrif spenn- unnar á húsnæðismarkaði í heimin- um á almenning haft mun minni áhrif á hinum Norðurlöndunum en hér á landi. Þverpólitísk sátt ríkti hjá þeim, en mikilvægt er að sam- staða náist um þessi mál. Við þurf- um fjölbreyttar lausnir til að takast á við húsnæðisvandann sem lands- byggðin stendur frammi fyrir og hef ég fulla trú á því að þessi skref færi okkur nær markmiði okkar, að fólk geti búið og starfað á landinu öllu. Ásmundur Einar Daðason, félags- mála- og jafnréttisráðherra. Bríet er skref í rétta átt á landsbyggðinni Miðvikudaginn 12. desember voru hinir árlegu jólatónleikar Tónlist- arskóla Grundarfjarðar haldnir. Þar komu krakkarnir fram og leyfðu tónleikagestum að hlusta á afrakst- ur vetrarins. Jólalög voru að sjálf- sögðu í hávegum höfð og voru tón- leikagestir í sannkölluðu hátíðar- skapi að tónleikum loknum. tfk Jólatónleikar Tónlistar- skóla Grundarfjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.