Fréttablaðið - 19.10.2019, Side 47

Fréttablaðið - 19.10.2019, Side 47
Hugbúnaðarsérfræðingur í þróunarteymi okkar Við leitum að drífandi og sjálfstæðum einstaklingi í fjölbreytt starf sem felur í sér nýsköpun og vöruþróun í hópi samhentra starfsmanna. Star-Oddi er framsækið fyrirtæki á sviði mælitækni fyrir dýra- og umhverfisrannsóknir í hafi og á landi. Okkar sýn er að vera leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lítilla, áreiðanlegra og harðgerra mælitækja. Langflestir viðskiptavinir fyrirtækisins eru erlendir og meðal notenda eru heimsþekktar rannsókna- og vísindastofnanir. Starfið felur í sér vöruþróun á nýjum afurðum og viðhaldi á núverandi vörum okkar. Þú þarft að kunna forritun örstýringa (microcontrollers) í ígreyptum kerfum (embedded systems), og hafa grunnþekkingu á almennri forritun fyrir Windows eða Linux umhverfi. Þú munt einnig taka þátt í þróun og viðhaldi á prófunarbúnaði, koma að gæðaprófun og kóðarýni, skjölun og rótargreiningu (Root Cause Analysis). Vinnan fer fram bæði í 2-3 manna hópi og sjálfstætt. Hæfniskröfur • B.Sc. eða M.Sc. gráða í tölvunarfræði eða rafmagns-, hátækni- eða hugbúnaðarverkfræði • Menntun eða reynsla af vöruþróun og vöruþróunarferli æskileg • Reynsla af C forritun æskileg • Reynsla af Python, Java, C++, Delphi eða sambærilegum forritunarmálum æskileg • Reynsla af Microchip og ARM örstýringum æskileg • Reynsla af Bluetooth og USB ásamt I2C, SPI og RS232 samskiptastöðlum æskileg • Góðir samskiptahæfileikar í ræðu og riti Gildin okkar eru áreiðanleiki, metnaður og heiðarleiki og leitumst við við að fylgja þeim í hvívetna í störfum okkar. Umsókn með kynningarbréfi og náms- og starfsferilsyfirliti óskast sendar með tölvupósti á jobs@staroddi.com Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 4. nóvember. Nánari upplýsingar Andrés Gunnarsson, andres@staroddi.com eða í s. 533 6060. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um Star-Odda má sjá á heimasíðu fyrirtækisins star-oddi.com. Ánægðir viðskiptavinir eru okkar besta auglýsing Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is Alvotech leitar að vísindamönnum og sérfræðingum til að taka þátt í uppbyggingu leiðandi lyfjafyrirtækis á heims- vísu. Fyrirtækið vinnur að þróun og framleiðslu líftæknilyfja sem notuð eru til meðferðar á erfiðum sjúkdómum eins og krabbameini, gigt og psoriasis. Ríflega 400 starfsmenn Alvotech vinna að því að auka lífsgæði sjúklinga um allan heim og margir af færustu vísindamönnum landsins starfa hjá fyrirtækinu. Við leitum nú að nýjum liðsmönnum sem munu móta framtíðina með okkur. ER FRAMTÍÐ ÞÍN Í LÍFTÆKNI? Skoðaðu mögulegt framtíðarstarf á storf.alvotech.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.