Hlynur - 15.01.1956, Síða 2

Hlynur - 15.01.1956, Síða 2
Félag kaupfélagsstjóra I júní 1954. Rúmum 72 árum frá stofnun fyrsta kaupfélagsins hér á landi, flyktust kaupfélagsstjórar hvað- anæva af landinu, til Bifrastar í Borg- arfirði. Þar var þá haldinn aðalfund- ur Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Kaupfélagsstjórarnir tóku að vanda þátt í störfum aðalfundarins, en jafn- framt sátu þeir annan fund, Stofnfund félags kaupfélagsstjóra. Spádómur Einars Asmundssonar í Nesi er löngu orðinn að veruleika. Það er kaupfélag við hverja höfn, og þau hafa með sér samband, eem annast um innkaup og sölu fyrir félögin. Arf- takar Jakops Hálfdánarsonar, fyrsta íslenzka kaupfélagsstjórans, eru nú orðnir 56 að tölu, hjá þeim kaupfé- lögum, sem eru í SIS. Stofnfundur félagsins á sér nokkurn aðdraganda. Hugmvndin er gcmul og óvíst hver hreyfði henni fyrstur manna. Það hafði oft verið rætt kaupfélags- stjóranna á meðal um nauðsyn þess, að þeir hefðu með sér félag. Allir voru því sammála. Aldrei hafði þó málinu verið hrint í framkvæmd. Sú venja hefir ríkt undanfarin ár að haldinn hefur verið kaupfélagsstjóra- fundur Sambandsfélaganna á vetri hverjum. Þar eru rædd hagsmunamál Ragnar Sveinn kaupfélaganna og Sambandsins og ýmsar ályktanir gerðar í þeim efnum. A kaupfélagsstjórafundinum, s<em hald- inn var síðustu daga janúarmán- aðar 1954, var hugmyndinni enn hreyft. Fékk hún þegar góðar viðtökur fund- armanna. Boðaður var sérstakur kvöld- fundur um málið. Hann var síðan hald- inn að Kaffi Höll. Þar mættu 32 kaup- félagsstjóranna. Finnur Kristjánsson, Svalbarðseyri, setti fundinn og stýrði honum. Fyrstur tók til máls Guðlaugur Eyjólfsson, Fáskrúðsfirði. Hann ræddi málið ítarlega. Benti á mikilvægi þess að kaupfélagsstjórarnir hefðu með sér sérstakt félag, og hvatti eindregið til stofnunar þess. Að máli hans loknu tóku margir til máls. Það var einróma álit fundarmanna að hefjast bæri handa. Málið væri hið þarfasta og full ástæða til að framkvæma það. Kosin var nefnd til að undirbúa stofnunina. Hún átti að hafa lokið störfum fyrir aðalfund SÍS næsta sumar, en þar hittast allir kaup- félagsstjórarnir. Stofnfundurinn skyldi svo haldinn að Bifröst, ef nauðsynleg- um undirbúningi yrði lokið. I undir- búningsnefndinni áttu sæti: Ragnar Pét- ursson, Hafnarfirði, Þórður Pálma- son, Borgarnesi, Gunnar Sveinsson, Keflavík, Isleifur Högnason, Reykjavík og Sveinn Guðmundsson, Akranesi. — Nefndin lauk störfum á tilsettum tíma. Hafði hún samið frumvarp að lögum fyrir félagið, og aflað sér upplýsinga um sams konar félög á hinum Norðurlönd- unum. Stofnfundurinn var síðan hald- inn í Bifröst. I fyrstu stjórn fé- lagsins voru kosn- ir: Ragnar Péturs- son, formaður, Sveinn Guð- mundsson, gjald- keri og Gunnar Sveinsson, ritari. Þessi stjórn var síðan endurkosin á síðasta aðal- fundi. [Frh. á 15. Gunnar 2

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.