Hlynur - 15.01.1956, Page 3

Hlynur - 15.01.1956, Page 3
Heimsókn í Hallgrímsstofu Hallgrímsstofa er nú einnig skrifstofa formanns SIS. Hér sézt Sigurður Kristinsson, formaður SÍS og fyrrverandi forstjóri, við skrifborðið í Hallgrímsstofu. Við skulum, lesandi góður, ganga inn um vesturdyr Sambandshússins við Sölvhólsgötu. Leið okkar liggur upp á þriðju hæð. Andspænis stiganum, þeg- ar upp er komið, er herbergi, sem ber númerið 310. Þetta er sakleysislegt númer, sem gefur lítið til kynna. Þess er einu sinni ekki getið, á skýringar- töflum hússins, hvaða starfsemi fari fram í herberginu. Daglega ganga tugir manna fram hjá þessari hurð, og í dagsins önn verður fáum á að staldra andartak við og líta inn fyrir. Við opnum hurðina og stígum inn fyrir þrepskjöldinn. Herbergið er lítið, aðeins 20 fermetrar á að gizka. Gluggi er á miðjum suðurvegg og ber hann góða birtu. Veggirnir eru klæddir gamaldags veggfóðri, fallegu en íburðarlausu. Hús- gögnin: Skrifborð, bókaskápur, reykborð og fataskápur eru lir íbenholtviði, svört á lit. Ekki sérlega þung, en traustleg. Undir glugganum er sófi klæddur leðri, djúpur og þægilegur. Hægindastóll og tveir venjulegir stólar, með sama á- klæði, eru þarna einnig. 011 eru liús- gögnin hin vönduðustu og vel hefur verið um þau gengið, það er augljóst. Hallgrímur Fyrir ofan skrifborðið, sem stendur við vesturvegg, er gamalt málverk frá Ak- ureyri og myndir af Páli Briem, amt- manni, og Jóni Sigurðssvni, forseta. Slnn hvors vegar við gluggann eru myndir. Onnur af Kristjáni tíunda, en Framh. á bls. 14. 3

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.