Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 4

Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 4
SAM VINNUSPARIS JÓÐURINN opnar við Lækjartorg Samvinnusparisjóðurinn hefur nú opnað 'afgreiðslu í Hafnarstræti 23 við Lækjartorg, við hliðina á verzlun Drátt- arvéla. Er þar lítil en mjög vistleg af- greiðsla fyrir íjóðinn, þar sem við- skiptamenn lians geta fengið alla þá þjónustu, sem sjóðurinn veitir, og enn- fremur skrifstofa fyrir sjóðinn. Þarna starfa þau Sveinn Elíasson, Jóna Guð- mundsdóttir og Sjöfn Hjörvar. Hins vegar hefur forstöðumaður sjóðsins, As- geir Magnússon, eftir sem áður skrif- stofu í Sambandshúsinu á þriðjú hæð. Samvinuusparisjóðurinn hefur nú starfað í liðlega eitt ár. Hann byrjaði með því að taka að sér launagreiðslur fyrir starfsfólk Sambandsins og s.vstur- félaganria og' var þá tekið upp hið riýja kerfi að greiða launin inn í reikninga starfsmanna hjá sjóðnum. Var þetta all- mikil breýting á tilhögun fjármála hjá flestiim starfsmönnum, sem ékki höfðu áður notað bankareikninga eða tékk- hefti í umsýslu með peninga sína. Má fullyrða, að þessari nýjung' hafi verið afbragðs vel tekið, enda þótt ein óá- nægjurikld kæmi fram og léti sér ekki nægja að kvarta, heldur hlypi með mál- ið í blöð andstæðinga okkar. Er það að vísu ekkert nýtt að bli'ð, sem eru óvinveitt samvinnufélögunum, ausi sví- virðingum yfir þau fyrir hverja fram- kvæmd, jafnvel augljósustu framfara- mál. I stjórn Samvinnusparisjóðsins eiga sæti fimm menn, þrír kosnir af stofn- endum sjcðsins, þeir Erlendur Einars- son, formaður sjóðsstjórnar, Vilhjálmur Jónsson og Hjörtur Hjartar, en tveir kosnir af Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- kvæmt landslögum um sparisjóði, þeir Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og Hallgrímur Sigtryggsson. Ásgeír Sveinn 4

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.