Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 6
Ný starfsgrein: Skjalaljósmyndun Sumir segja, að skriffinnska sé ein- kenni vorra tíma. Allt sé skrifað, hversu lítið, sem það er. Það má rétt vera, að mikið sé skrifað, enda gerist þess vafa- laust oft þörf, til dæmis í öllum veru- legum viðskiptum. En hvað verður um öll þessi skjöl, sem daglega fara 1 gegnum hendur okkar? Ekki fara þau í körfuna, einhvers staðar hljóta þau að vera geymd. Já, það er öldungis rétt, þau eru geymd, og það oft svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Lög kveða svo á, að cll almenn bókhalds- skjöl skuli geymd í 10 ár. Að þeim tíma loknum má kasta þeim. Það er álitleg hrúga af allskonar skjölum, sem safnast fyrir á ári hverju í Sam- bandinu. Þó væri það nú vel viðráðan- legt að koma því safni fyrir, ef þess væri gætt að grisja árlega og henda því, sem náð hefur nægilegum aldri. Krefðist það þó mikillar vinnu ef ætti að framkvæmast. Skjalasafn Sambands- ins er í gríðarstóru herbergi í kjallara Sambandshússins. Þar eru skjöl allt frá fyrstu dögum Sambandsine, og til vorra daga. Safnið hefur sem sé aldrei verið grisjað svo nokkru nemi. Þetta her- bergi dugir þó hvergi nærri. I húsi því, er Sambandið á vestast á Hringbraut eru einnig geymd skjöl, og þau ekki svo fá. Það er hvimleitt verk að grafa í gegnum þykka stafla af gulnuðum og rykugum blöðum, þegar svo ber undir, og finna svo máske ekki það, sem að er leitað. Verða víst margir til að fagna því, að slíkt hverfur von bráðar alveg úr sögunni. Sambandið hefur nefnilega keypt mesta ágætis áhald, sem mun leysa af hólmi skjalageymslurnar í þeirri mynd, sem þær nú eru. Fyrstu kynni Islendinga af þess konar galdratækjum, voru þegar nokkrir menn, frá Utah-fylki í Bandaríkjun- um, fengu að ljósmynda kirkjubækur í Landsbókasafninu. Menn þessir færðu safninu tækin að gjöf þegar þeir fóru. En það er nú raunar önnur saga. Við skulum heldur kynna okkur dálítið nánar hvað er að gerast hjá Sam- bandinu í málum þessum. í fyrrverandi kennarastofu Sam- vinnuskólans starfar nú ungur maður, Valgarð Runólfsson að nafni. Það er hann, sem hefur fengið það verk að koma skjalaljósmyndasafninu á fót, og skipuleggja það. Við myndatökuna eru notaðar venjulegar 16 mm filmur. Hver filma er 100 feta löng, og sem dæmi má geta þess, að hægt er að mynda 29 þúsund sparisjóðsávísanir á eina filmu. Sést á þessu hversu mik- ill geymslusparnaður er unninn með til- komu tækifins. Þó er hitt ekki síður góðra gjalda vert, að ákaflega auð- velt verður að finna í hinu verðandi Ijósmyndasafni, myndir af þeim skjöl- um, sem kann að vanta. Ljósmynda- vélin er ákaflega fljótvirk og auð- veld í meðfcrum .Æfður maður get- ur myndað allt að 1.500 skjöl á klukkustund. Sama vélin er einnig notuð við lestur þess, sem ljósmyndað er. Valgarð að starfi. Myndir af öllum fylgi- skjölunum, sem voru í þessum möppum komust fyrir á filmunni til vinstri hand- ar við Valgarð. 6

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.