Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 8
)) o9 anómn Áviviaki oý óuatt u Kaupfélag I Iér- aðsbúa hefur í mörg ár boðið starfsfólki sínu í ferðalag að sumri t’l. Síðastliðið sumar bauð kaup- félagið fólkinu í ferð suður í Breið- dal. — Ilafði fátt áf fólkinu komið þangað áður. I Breiðdal er ágætt félagsheimili. Hafði Kaupfélagið áður rætt við for- ráðamelin hússins um að fá það lánað til afnota um eina helgi. Talaðist þann- ig til, að bezt væri að sameina þetta ferðalag við samkomu þar, sem Breið- dælingar og starfsfólk kaupfélagsins af Stöðvarfirði og Breiðdal, og jafnvel Djúpavogi gæti mætzt og skemmt sér sameiginlega. Var laugardagurinn 23. júlí til þess valinn. Þennan dag var glaða sólskin og hiti, sem aðra daga um það leyti. Lagt var á stað frá Reyðarfirði kl. 2 eftir hádegi. Ekið var til Egilsstaða og þar bættist við starfsfólkið frá úti- búi félagsins. Var nú ekið suður Velli og Skriðdal og stanzað í svokallaðri Víðirgróf. Er um 50 km vegalengd frá Reyðarfirði þangað. í Víðirgrófinni er mjög fallegt, er þar dalbotn Skrið- dalsins. Þar er stórt vatn, sem mikil silungsveiði er í, en enginn tími var til veiða. Hlíðar dalbotnsins að austan eru skógi vaxnar og' eru þar fallegir skógarrunnar, og’ mikið heyjaland. Nóg var með af kaffi og mat. Þess var neytt þarna. Lagði hópurinn mjög' glaður og ánægður á heiðina. Upp á heiðina er mjög brött brekka, en ekki löng, heiðin er mjög stutt. Uppi Þarsteinn * á heiðinni er vatn en ekki stórt, er })ar sömuleiðis silungsveiði. Ofan af heið- inni er ærið bratt, og vegurinn mjög krókóttur, og gildir þar, að góðir hemlar séu á bílnum, en ferðin gekk vel. Mörgum þótti vegurinn hættuleg- ur. Þegar komið er ofan á miðjar brekkur blasir Breiðdalurinn vel við, sem er einhver hin fallegasta s.veit hér Austanlands. Dalurinn er breiður og allur grasi vaxinn, túnin stór, og að mestu slétt af náttúrunnar hendi. Þar er víða vel upp byggt. Það tefur mik- ið ferðina að keyra um Breiðdal. Veg- urinn liggur svo að segja alls staðar um túnin, og þarf því að opna tVö grindarhlið við hvern bæ. Þegar utarlega kemur í sveitina skerst út úr henni dalur í norðaustur, aem kallaður er Norðurdalur. Var ek- ið þangað. Sá dalur er ekki breiður. A fellur eftir dalnum ,og nokkr’.r bæir eru í röð inn með ánni að austanverðu. I Norðurdalnum er töluvert skógar- kjarr, og berjaland. Mikið og eflaust gott beitiland. Þar voru að sjá falleg Ferðafólkið við samkomuhúsið í Heydölum 8

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.