Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 13

Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 13
i'íkt, og margt getur skeð á langri leið. Talið berst að ýmsum hlutum. Það kemur upp úr kafinu, að um borð er mikill spenningur vegna skákkeppni, sem á sér stað milli sumra fellanna. Kalla þeir það Radíó-skák, og eru Dís- arfell og Helgafell einmitt í miðri keppni. Leikar geta því aðeins farið fram að bæði skipin séu á sjó úti. Tæki þeirra, sem í höfn liggja má ekki hreyfa. 011 samvinnuskipin hafa þann sið að kalla hvert annað upp tvisvar á dag. Miðla ])au þá hvert öðru fréttum og nauðsynlegum upplýsingum. Þannig fá þau fellanna, sem fjærst eru Islandi, °ft fréttir að heiman með tilstyrk þeirra, sem nær eru. Það er oft ótrú- leguatu vegalcngdir á milli skipanna, er 1‘uu hafa samband sín á milli. Þegar Dísarfell var statt á Norðursjó í síð- ustu ferð sinni, kvaðst Agnar Ingólfs- son, loftskeytamaður, hafa haft sam- band við Helgafell. Það átti þá eftir 12 tíma siglingu til Genúa á Italíu. Þá voru tefldir nokkrir leikir. Arnarfell var Pá skammt undan Nýfundnalandi og tefldi einnig við Helgafell. Loftskeyta- maður á Helgafelli er Ingólfur Viktors- son. Jón Ingvarsson, 1. vélstjóri á Dísar- felli, er aðalstjórnandi keppninnar þar um borð, en á Helgafelli Einar Eggerts- son, 3. stýrimaður. En auðvitað taka allir þátt í þessu. Staðan er rædd manna a milli og ákvarðanir teknar sameigin- lega fyrir hvern leik. I fleiru er snúizt en skákinni. Agnar kvað mikinn áhuga vera fyrir því, að skipverjar eignuðust segulbandstæki. Lað myndi auka á fjölbreytni hins dag- lega lífs. Þá yrði hægt að taka upp dagskrárþætti í útvarpinu, og h'usta svo á þá þegar tími gæfist beztur til. Einnig gætu skipin miðlað hvert öðru því sama. Hlaðinn allri þessari vitneskju þakka ég fyrir mig og fer nú yfir í Ilelgafell. Þar er nú orðið heldur rólegra um borð. Eg fæ þar hinar beztu viðtökur, en staldra ekki nema stutt við. Aðeins til að fá gleggri hugmynd um þátt Helga- fells í skákkeppninni. Skipverjar hafa þar engu við að bæta, en segjast standa í fleiru en því. Þeir hafi til dæmis keppt í knattspyrnu, norðanlands og austan. A Akureyri kepptu þeir við lið úr félagi gamalla knattspyrnumanna, sem kalla sig „Gamla Nóa“. Þar urðu jafntefli, 3 og 3. Á Norðfirði kepptu þeir við lið úr íþróttafélagi staðarins. Þar urðu úrslit þau sömu og á Akur- eyri. Síðast kepptu þeir á Húsavík við úrvalslið úr íþróttafélaginu „Völsung- ar‘„ og töpuðu með 2 gegn 7, en hyggj- ast jafna metin síðar. Nú er ég orðinn svo birgur af fregn- um af félagslífi á fellunum, að vel næg- ir að sinni. Kveð ég því hina ágætu sjómenn og þakka þeim viðtökurnar. 13

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.