Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 14
Hallgrímsstofa Framhald af bls. 3. hin er af Kristna Murthi, fyrrverandi leiðtoga guðspekinga. A veggnum gegnt glugganum er stór mynd af Einari Jóns- syni, myndhöggvara, og á klæðaskápn- um, sem stendur þarna í horninu er lítil stytta af Thorvalds-en. Austurvegg- urinn er prýddur mynd af málverki Rembrants, næturverðinum. Það er eitt hans frægustu verka. Olli það, á sínum tíma, ekki minni deilum en nýtízku listaverk margra hinna yngri manna gera í dag. Rétt neðar er mynd af konu og tveim karlmönnum á leiksviði. Ann- ar karlmannanna er fremur lágvaxinn, en stæltur og með skarpa andlitsdrætti. Augun eru ljómandi skýr og lifandi. Hann er í alla staði mjög gjörvulegur. Þetta er sá, sem herbergið er kennt við. Hallgrímur Kristinsson, fyrsti forstjóri SIS. Hann er þarna í gervi Lénharðs fógeta. Hann lék í því leikriti á kaup- félagsstjóraárum sínum á Akureyri. Hallgrímur var Eyfirðingur. Faðir hans var bóndi í Eyjafirði. Hann gekk í Möðruvallaskóla, og gerðist síðan skrifari hjá Páli Briem, amtmanni. Jafnframt tók hann að sér stjórn pönt- unarfélags, sem eyfirzkir bændur starf- ræktu á Akureyri. Páll sá að Hallgrím- ur var óvenjulegt mannsefni og hvatti hann til að fara utan og kynna sér rekstur samvinnufélaga. Páll var ein- lægur fylgismaður samvinnufélaganna, hafði sjálfur myndað pöntunarfélag í Rangárvallasýslu, þegar hann var sýslu- maður þar. Hallgrímur fór að ráðum hans og dvaldist ytra um nokkurt skeið. Þegar hann kom heim aftur breytti hann pöntunarfélaginu. Hann opnaði sölubúð og seldi vörurnar á dagverði kaupmanna, en skilaði tekjuafgangi til félagsmanna um áramót. Þetta fyrir- komulag reyndist mjög vel og ruddi sér til rúms um allt land. Hallgrímur var mikill athafnamaður. Undir forystu hans óx KEA hröðum skrefum og varð fyrirmynd annarra kaupfélaga í land- inu. Dró Hallgrímur að sér athygli ann- arra samvinnumanna vegna hæfileika sinna, og glæsilegrar forystu heima í héraði. Þegar svo Sambandið fór fyrst að senda verzlunarerindreka utan, þótti enginn fremur til þess fallin en Hall- grímur. Kaus hann þó helzt að vera heima á Akureyri og slnna sínum störf- um þar. Hann fór fyrstu förina 1912. Upp frá því fór hann að vera lang- dvölum erlendis. Sigurður, bróðir Hallgríms, hafði starfað með honum hjá kaupfélaginu frá byrjun, og verið hans hægri hönd. Færðist stjórnin æ meir á hendur Sig- urðar, og tók hann alveg \dð stjórn kaupfélagsins þegar Hallgrímur gerðist forstjóri SÍS. Sambandið hafði fyrst aðalskrifstofu sína í Kaupmannahöfn, en 1917 flutti hún til Reykjavíkur. Fyrst í stað hafði það aðsetur í tveim- ur herbergjum í Lyfjabúð Reykjavík- ur. Þar störfuðu þeir fyrst tveir saman, Hallgrímur og Jón Arnason, síðar bankastjóri. Arið 1920 var Sambands- húsið fullbyggt á lóðinni við Arnarhól. I þá tíð var ráðgert að járnbraut lægi frá Reykjavík austur yfir fja.ll. Ætluðu menn að járnbrautartorgið yrði rétt neðar en þar sem húsiið var byggt. Af járnbrautinni varð þó ekkert, en stað- urinn er hinn ákjósanlegasti þrátt fyrir það. Húsið er utan hringiðu miðbæjar- ins, en skammt er til hafnarinnar og he’ztu verzlunarmiðstöðva í borginni. A starfsárum Hallgríms við Samband- ið urðu miklar breytingar á rekstri þess. Það breyttist úr fræðslusambandi í voldugasta verzlunarsamband á land- inu. Vöxtur þess var hinn sami og KEA á Akureyrarárum Hallgríms. Ráðist var í ýmsar framkvæmdir, sem eru undir- stöður margra sterkustu þátta Sam- bandsins enn í dag. Gróska samvinnu- félaganna var að sama skapi. Þau þörfnuðust síaukins vinnukrafts, og tveim árum eftir heimkomu Hallgríms var Samvinnuskólinn stofnaður. Hallgrími Kristinssyni varð ekki 14

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.