Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 15

Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 15
Félag kaupfélagsstjóra Framhald af bls. 2. Félag kaupfélagsstjóra hefur haft ým- islegt til meðferðar. Eitt af áhugamál- um þess er að koma á, sem beztum starfsskilyrðum í kaupfélögunum, og stuðla að aukinni verzlunarmenningu. Það var því áform félagsins frá því fyrsta að gefa út blað, sem flytti fróð- leik um þessi efni, og kæmi fyrir sjónir starfsfólks félaganna. Sá hængur var þó á, að félagið hafði ekki fjárhagslegt langra lífdaga auðið. Hann lézt úr botn- langabólgu í janúarmánuði 1923. Hann varð harmdauði cllum samvinnumönn- um, enda féll þar í valinn einn merk- asti brautryðjandi íslenzkra samvinnu- niála. Stjórn Sambandsins ákvað að skrifstofa Hallgríms skyldi helguð minn- ingu hans. Að vísu var hún á öðrum stað í húsinu, en af sömu stærð, og hér er öllu komið fyrir á sama hátt og það áður var. Sjóður var stofnaður til minningar um Hallgrím og honum einnig reistur minnisvarði. Að honum fráföllnum þótti enginn hæfari til að taka vð störfum hans heldur en Sig- urður. Hann hafði á þessum árum stjórnað KEA með sérstökum dugnaði og atorku, og reyndist ekki síður vand- anum vaxinn þegar til Sambandsins kom. Hér lýkur hinni stuttu dvöl okkar í Hallgrímsstofu. Gj arnan hefðum við att að staldra örlítið lengur, og rifja upp atburði þess liðna. Við komum ef til vill hingað seinna, og þá gefst okkur vonandi betra tækifæri til þess. bolmagn til að standa undir útgáfu þess konar blaðs. Þegar Hlynur hóf svo aft- ur göngu sína eftir að nokkurt hlé hafði orðið á útkomu blaðsins, gerðist félagið aðili þar að. Félagið hefur unnið dyggi- lega að útbreiðslu blaðsins og hefur þeg- ar safnað nálægt 500 áskrifendum úr kaupfélögunum. Félög kaupfélagsstjóra. eru starfandi á öllum hinum Norðurlöndunum. Þau mynda með sér samband, sem nefnist Forstanders Forbund. Islenzka félagið hefur kynnt sér starfsemi þess og hefur mikinn hug á að ganga í það. Aðalfund- ir þessa sambands eru haldnir til skiptis í meðlimalöndunum. Síðasti aðalfundur þess var haldinn í Noregi, og sóttu hann kaupfélagsstjórar frá öllum lönd- unum. Kaupfélagsstjórafélagið hefur farið vel af stað. Dugmiklir og traustir menn hafa valizt þar til forystu. Það á vafa- laust eftir að verða þýðingarmikill hlekkur í samvinnumálum hér á landi, styrkja félagaböndin og stuðla að út- breiðslu samvinnuhugsjónarinnar. Hlyn- ur óskar félaginu allra lieilla og vonast til að sú samvinna, sem þegar er orðin á milli félagsins og blaðsins megi hald- ast sem lengst. Lætur af störfum Framhald af bls. 5. tíma að gera félagið að langstærstri verzlun á Isafirði og náði það einnig miklum viðskiptum við bændur innst inn í Djúpinu. Hlynur óskar Katli Guðmundssyni og konu hans, Maríu Jónsdóttur, allra heilla á ókomnum árum. 15

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.