Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 16

Hlynur - 15.01.1956, Blaðsíða 16
f ott cuf uiía ... að olíuskipið, sem Sambandið og: Olíufélag- ið hafa fengið leyfi til að smíða, verð- ur 18—20 þús. lestir, en öll sex núver- verandi skip samvinnumanna eru um 10 þús. lestir samantalin. að erlend lán verða fengin fyrir kaup- verði skipsins, þannig að ekki er þörf að verja til þess neinu af fé sam- vinnufélagranna. að olíur og: benzín eru sá vöruflokkur, sem íslendingar verja mestum g:jald- eyri til kaupa á, og auk þess kostar það milljónir árleg:a að leig:ja skip erlendis til að flytja þessa vöru heim. Tankskipið nýja mun spara milljónir í gjald eyri. að á hinu nýja skipi verða 40—50 sjó- menn. að fyrir nokkrum árum komu fram radd- ir um það á aðalfundi SÍS, að Sam- bandið ætti að gera meira fyrir konur, sem vilja sauma sjálfar. að snið hafa verið flutt inn áður, en nú er SIS búið að fá umboð fyrir ame- rísk Butterick snið. Ætlunin er, að Ikonur um land allt geti valið úr 10 000 sniðum úr verðlistum í hverju kaup- félagi, en sniðin verði síðan pöntuð frá vöruhúsi í Reykjavík. að frú ein á Akureyri sagði við verzlun- arstjóra kjörbúðarinnar, að henni fyndist búðin prýðileg, einkanlega fljótleg og frjálsleg, en það yrði alveg óviðjafnanlegt, ef maður gæti losnað við þennan þarna, sagði hún — og benti á peningakassann. að hátalarakerfið í Bifröst er svo fullkom- ið, að nemendur, sem liggja veikir, geta hlustað á allt sem fram fer í kennslustofunum, ef settur er hljóð- nemi í stofurnar. að Reykjavíkurbær reyndi með útsvars- álögum sínum, er hæstiréttur hefur dæmt ólöglegar, að hafa af SÍS 1 200 000 krónur. Hvað hefði verið sagt, ef samvinnufélag hefði gert slíka tilraun? að nokkur kaupfélög hafa opnað myndar- Ieg verzlunarhús á liðnu ári, þeirra á meðal á Flateyri, Raufarhöfn og Eski- firði. A öllum þessum stöðum fær fólkið nú í fyrsta sinn tækifæri til að verzla í þokkalegum, nútíma verzlun- um. að það var Hallgrímur Sigtryggsson, elzti núverandi starfsmaður SÍS, sem átti hugmyndina að nafninu Bifröst á skóla- og þingstað samvinnumanna í Norðurárdal. Honum datt nafnið í hug, er hann sá regnbogafánann blakta þar við hún, því bifröst er gamalt orð fyrir regnbogann. að norska sambandið, NKL, átti hálfrar aldar afmæli um áramótin. að mörg kaupfélög hafa í hyggju að koma upp kjörbúðum. Kaupfélögin í Keflavík, Akranesi, Siglufirði og KRON hafa beðið um eða eru búin að fá teikningar gerðar hjá teiknistofunni, og vitað er um fleiri félög, sem eru alvarlega þenkjandi um þetta. HLYNUR JANÚAR — 1956 Hlynur er gefinn út af Sambandi ísl. samvinnufélaga, Starfsmannafélagi SIS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Orlygur Hálfdánarson, en auk hans í ritnefnd Guðrún Þorkelsdóttir og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Ritstjórn og afgreiðsla hjá fræðsludeild SIS, Sambandshúsinu, Revkja- vík. Verð: 35 kr. árg., 3 kr. hefti. Kemur út mánaðarlega.

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.