Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.02.1956, Blaðsíða 2
Aðalfundur FÓKUS Valgarð Aðalfundur Fræðslu- og kynningar- samtaka ungra samvinnumanna var haldinn föstudaginn 120. janúar. Orlygur ^ Hálfdanarson, for- | maður, retti fund- j inn og flutti skýrslu stjórnarinnar. Frá á stofnfundi J samtakanna, sem I var 28. janúar 1955, höfðu þau gengizt fyrir þremur al- mennum fundum um samvinnumál. Fyrsti fundurinn var um skattamál samvinnufélaga, framsögum. vár Vil- hjálmur Jónsson, hæstaréttaríögmaður. Annar fundurinn var um framleiðslu- samvinnufélög. Framsögu hafði Hannes Jónsson, félagsfræðingur. A þriðja fund- inum flutti Benedikt Gröndal, ritstjóri, erindi sem hann nefndi: Hvað er kaup- félag og hvað er SIS? Þessir fundir tók- ust allir mjög vel og urðu til eflingar fé- lagsstarfinu. Stjórn samtakanna liafði kynnt sér starfsemi sams konar félaga í Englandi og staðið í nánu sambandi við þau og alþjóðasamtök ungra sam- vinnumanna. Skýrði formaður nokkuð frá starfi brezku félaganna, en það er með miklum blóma og til fyrirmyndar. Samband íslenzkra samvinnufélaga hafði sýnt samtökunum mikinn viður- kenningarvott á þessu fyrsta starfsári þeirra, og boðið tveimur félagsmönnum á mót ungra samvinnumanna, sem hald- ið var í Danmörku. Mótið var haldið að tilstuðlan dönsku samvinnuheildsöl- unnar, og bauð hún þangað ungu starfs- fólki frá ramvinnufélögunum á hinum Norðurlöndunum. Félög ungra sam- vinnumanna eru ekki til á hinum Norð- urlöndunum, og vakti stofnun FOKUS að vonum mikla athygli. I lok skýrslu sinnar minnti formaður á þá hugmynd, sem FOKUS hefði kom- ið fram með, að samvinnumenn efndu til landsmóts að Bifröst, á frídegi verzl- unarmanna. Kvaðst hann vonast til, að sú stjórn, er nú tæki við störfum, ynni ötullega að framgangi þess máls. Að skýrslu formanns lokinni las Jó- hannes Jörundsson, meðstjórnandi, upp reikninga samtakanna, en síðan var gengið til kosninga. Ur stjórn gengu: Orlygur Hálfdanarson, Jóhannes Jiir- undsFnn, Halldór O. Magnússon, Gutt- ormur Sigbjörnsson og Olafur Magnús- son. I þeirra stað voru kosnir: Valgarð ltunólfsson, formaður, Helgi Sigurðsson, Vilhelm Andersen, Helgi Rafn Trausta- son og Oskar H. Gunnarsson. I vara- stjórn voru kosnir: Haraldur Jónasson. Magnús Erlendsson og Erling J. Sig- urðsson. Endurskoðendur eru Richard Sigurbaldursson og Guðmundur Magn- ússon. Frh. á bls. 15. Vilhelm Helgi Helgi Rafn Öskar 2

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.